Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 23.11.2019, Qupperneq 30
Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún. Sara leitaði til Katrínar Jóns- dóttur landsliðsfyrirliða sem bauð henni aðstoð sína. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ Sara segir reynslu sína gott dæmi um að mótlæti geti verið góður kennari. „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðs- félögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyði- lagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Ekki láta stöðva þig Sara segir eitt besta veganestið sem hún geti gefið ungum konum vera að láta ekkert stöðva sig. „Ekkert. Ekki meiðsli, ekki erfiðleika. Það skiptir heldur ekki máli hversu gömul þú ert. Ef þú ert tilbúin að leggja mikið á þig þá muntu kom- ast langt. Þetta á örugglega við um margt. En þú sjálf verður að vilja árangur,“ segir Sara og heldur áfram: „Það eru allir að glíma við sjálfa sig og oft þarf maður að takast á við erfiðar tilfinningar sem skila sér í einmanaleika, kvíða og and- legu niðurbroti. Það sérkennilega er að slíkt getur birst nánast fyrirvara- laust og jafnvel í mikilli velgengni. Ég hef lent í slíkum aðstæðum og þurfti að hafa verulega fyrir því að vinna mig út úr þeim.“ Um framtíð kvennaknattspyrnu Sara Björk fagnar innilega með liðsfélögum sínum í þýska meistaraliðinu Wolfsburg, einu besta liði Evrópu. Samningur hennar við liðið rennur út á næsta ári. Sara og Alex­ ander með veglega verð­ launagripi eftir góðan árangur Wolfsburg. á Íslandi segir Sara að það þurfi að taka stærri skref. „Það þarf að taka stærri skref, nei það þarf að taka stökk! Kvennadeildin þarf að verða atvinnumennska. Leikmenn í kvennadeild þurfa að geta ein- beitt sér hundrað prósent að fót- boltanum og ekki að vera í vinnu með. Fótboltinn þarf að verða þeirra atvinna. Þá búum við til f leiri afreksíþróttamenn og þannig eflum við kvennafótbolta á Íslandi. Auð- vitað er hröð þróun í deildinni núna og ég veit að þetta er of stórt stökk að taka einmitt núna. En fyrir þær stelpur sem vilja ná langt þá mæli ég með því að fara út að spila til að ná í reynslu. Hún er dýrmæt og þroskandi. En erfitt er það, þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að fara og vera í áratug frá fjölskyldunni. En ég er betri leikmaður og ég hef þroskast sem manneskja. Ég tala fjögur tungu- mál og hef kynnst fólki sem ég hefði aldrei annars kynnst.“ Hluti af breytingunni Jafnrétti í kjörum kvenna og karla í fótbolta hefur ekki enn verið náð og aðstæður kynjanna eru misjafnar. Þó hafa orðið breytingar í rétta átt. „Ég er þakklát fyrir að vera hluti af breytingunni. Þegar ég var lítil þá voru engir möguleikar í augsýn. Ég var bara með karlkynsfyrirmyndir í fótbolta. Í dag eru endalausir mögu- leikar og hægt að velja úr liðum og deildum. Og ótal fyrirmyndir að líta upp til. Ég er stolt af því að fá að vera ein af þeim og sýna að það er hægt að ná langt. En ég er líka þakklát eldri kyn- slóðinni. Sem lagði allt það sama á sig og við í dag en hafði minni möguleika. Þær lögðu jarðveginn fyrir breytingarnar. En við þurfum að halda áfram að berjast og ég get vonandi nýtt mína rödd til að skila einhverju til næstu kynslóðar. Við verðum komin á annan stað og ég sé að bilið á milli kynjanna mun minnka. Við viljum fyrst og fremst virðingu, þar á eftir koma launin,“ segir hún. Sara segist eiga erfitt með að svara spurningum um framtíðina en samningur hennar við Wolfs- burg losnar í vor. „Ég er orðin vön því að breytingar umbylti lífinu. Á einu ári getur allt breyst og það er ekkert gefið. Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en eins lengi og ég hef ástríðu fyrir fótbolta þá mun ég halda áfram að spila og vonandi með bestu liðunum.“ VIÐ VERÐUM KOMIN Á ANNAN STAÐ OG ÉG SÉ AÐ BILIÐ Á MILLI KYNJANNA MUN MINNKA. VIÐ VILJUM FYRST OG FREMST VIRÐ- INGU, ÞAR Á EFTIR KOMA LAUNIN. 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -2 B F 0 2 4 4 F -2 A B 4 2 4 4 F -2 9 7 8 2 4 4 F -2 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.