Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2019, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 23.11.2019, Qupperneq 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, þátt í. Bæði Deloitte og Össur náðu að senda inn teymi til þátt­ töku sem unnu að áhugaverðum umbótahugmyndum innan fyrir­ tækjanna á sviði samfélagslegrar nýsköpunar. Teymin í Snjallræði Teymin sem taka þátt í Snjallræði hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að finna lausnir á mörgum af helstu áskor­ unum samtímans. Hér fyrir neðan er að finna frekari upplýsingar um fjögur af vinningsteymunum átta sem taka þátt í ár. Verkefnið EyCo EyCo býður upp á frumlegar og sérsniðnar lausnir fyrir ein­ staklinga og fyrirtæki til þess að kolefnisjafna eigin starfsemi og daglegt líf. Markmið EyCo er að minnka árlega kolefnislosun Íslands um 100 þúsund tonn. Að verkefninu standa Ívar Krist­ insson, sem starfar hjá Fjársýslu ríkisins, og Sigurjón Norberg Kjærne sted en hann er með meist­ aragráðu í vélaverkfræði og starfar að orkumálum. Ívar segir að verkefni þeirra sé fyrst og fremst hugsað til þess að gera fólki og fyrirtækjum auðveldara að koma með öflugt framlag í baráttunni gegn lofts­ lagsbreytingum „Okkur þótti það passa vel við áherslur Snjallræðis á samfélagslega nýsköpun. Einnig fannst okkur mikill akkur í að læra af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem komu að snjallræði, til dæmis Svövu Grönfeldt,“ segir hann. Þegar Ívar er beðinn að lýsa verkefninu, svarar hann: „EyCo er kauphöll fyrir afsetningu á kol­ efnisfótspori fólks og fyrirtækja. Hugmyndin er að gera þeim sem geta boðið upp á afsetningu upp á leið til að fá greitt fyrir þá vöru og þannig ýta undir frekari kolefnis­ afsetningu. Þeir aðilar eru svo tengdir við þá sem vilja afsetja sig og sína starfsemi, í gegnum kaup­ höllina okkar.“ Þeir félagar eru afar ánægðir með hvernig verkefnið hefur þró­ ast. „Forritunarvinna fyrir mvp (minimum viable product) útgáfu kauphallarinnar er langt komin og Snjallræði hefur hjálpað mikið við að þróa lausnina og umgjörðina í kringum hana. Verkefnið verður klárlega að veruleika eftir þessa vinnu. Við erum virkilega ánægðir með Snjallræði og allt í kringum hraðalinn.“ Verkefnið Rótin Kristín I. Pálsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba Ólafs­ dóttir og Guðrún Erna Hreiðars­ dóttir hafa það markmið að setja á fót stuðningssetur fyrir konur og koma á samstarfi milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð fyrir konur, of beldi og úrvinnslu áfalla. Kristín segir að Rótin sé félag um málefni kvenna með áfengis­ og fíknivanda og sinni hagsmuna­ baráttu fyrir þann hóp. „Félagið hefur verið mjög virkt í að krefja hið opinbera um aukið gæðaeftirlit og stefnumótun í málaflokknum, skrifað umsagnir um frumvörp, skrifað fjölda greina um vímu­ efnavanda kvenna, staðið fyrir reglulegum fyrirlestrum og haldið tvær ráðstefnur í samstarfi við fleiri aðila. Þá býður Rótin upp á námskeið, leiðsagnarhópa, leiddan sjálfshjálparhóp og fljótlega einnig einstaklingsráðgjöf. Að auki var félagið einn aðstandenda rann­ sóknar á reynslu kvenna af fíkni­ meðferð á Íslandi,“ útskýrir hún. „Við höfum áhuga á því að koma til móts við þörf kvenna með áfalla­ og/eða vímuefnasögu fyrir þjónustu sem byggir á sérþekkingu á vanda kvenna og er í samræmi við áherslur stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðbeiningar um bestu meðferð fyrir konur og nýj­ ustu gagnreynda þekkingu. Verk­ efni Rótarinnar felst í því að þróa þjónustumiðstöð fyrir konur með áfalla­ og/eða vímuefnasögu þar sem boðið verður upp á fráhvarfs­ meðferð í göngudeildarþjónustu og einstaklingsmiðaða þjónustu til að auka lífsgæði kvenna með slíka sögu. Verkefninu er ætlað að stuðla að nýrri nálgun í þjónustu á sviði velferðar­ og heilbrigðis og gera þjónustuna aðgengilegri. Jafnframt því að svara kalli alþjóð­ legrar stefnumótunar og rann­ sókna, eins og heimsmarkmiða Sþ, og auka jafnrétti í heilbrigðis­ og velferðarþjónustu,“ segir Kristín og bætir við að verkefnið hafi gengið mjög vel. „Við höfum lagt áherslu á að hitta fagfólk í velferðar­ og heil­ brigðisþjónustu til að bera saman bækur og kanna samstarfsmögu­ leika, meðfram dagskránni í Snjall­ ræði, og höfum fengið mjög góðar undirtektir. Verkefnið er í raun hafið en þar sem það er að miklu leyti háð fjármögnun hins opin­ bera er spurning hversu langan tíma tekur að koma því í fulla virkni,“ segir hún. Þegar Kristín er spurð hvort þær séu ánægðar með aðstöðu og þjálfun undanfarnar vikur stendur ekki á svari. „Já, það hefur verið ómetanlegt að fá þann stuðning sem Snjallræði hefur veitt og hefur fleytt verkefninu hratt áfram. Ekki síst var mikilvægt að fá viku með sérfræðingum frá MIT designX, þeim Svöfu Grönfeldt, Kate og Matthew.“ Verkefnið PLOGG-IN Hulda Vigdísardóttir, Guolin Fang og Magdalena Stelf standa á bak við verkefnið PLOGG­IN sem er kerfi sem ætlað er til að hjálpa plokkurum, útivistarfólki og umhverfissinnum sem reglu­ bundið tína upp sorp samhliða hreyfingu, að skipuleggja starf sitt. Hulda hefur starfað sem fyrir­ sæta í rúm sjö ár auk þess að vera texta­ og hugmyndasmiður Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir eru með verkefnið Rótin. Ívar Kristinsson vinnur við verkefnið EyCo ásamt Sigurjóni Norberg. Arnar og Viktoría vinna með verkefnið Innovation Platform. Hulda Vigdísardóttir er með verkefnið PLOGG-IN ásamt Guolin og Magdalenu. ásamt því að sinna ritstörfum og þýðingum. „Ég lauk MA­prófi í íslenskri málfræði fyrir þremur árum og byrjaði í haust í undir­ búningsnámi fyrir talmeinafræði,“ segir hún. „Við Guolin, vinur minn til tíu ára, höfum verið að vinna að verkefninu saman í eitt og hálft ár. Hann kynnti mig fyrir Snjallræði og mér leist strax mjög vel á þetta allt saman. Við erum að þróa snjallforrit sem kallast PLOGG­IN en okkar markmið er að nota upplýsinga­ tækni til að þróa kort og auðvelda þannig plokkurum og öðrum umhverfissinnum lífið, gefa þeim yfirsýn yfir svæði sem nú þegar hafa verið hreinsuð og hvar vantar upp á, auk þess sem við viljum leikjavæða plokk,“ segir Hulda og bætir við að verkefnið hafi gengið vonum framar og eigi Snjallræði stóran þátt í því. „Það er að mörgu að huga en við í teyminu vinnum yfirleitt vel saman. Við höfum einsett okkur að koma verkefninu á fót en ég hef alltaf haft mikla trú á því og hugmyndavinnan í Snjall­ ræði hefur aukið skilning okkar á öllu heila ferlinu,“ segir Hulda og segist afar þakklát fyrir það einstaka tækifæri sem Snjallræði hefur veitt þeim. Verkefnið Innovation Platform Arnar Jónsson, Bala Kamall­ akhran, Freyr Ketilsson og Viktoría Leiva hjá Dattaca Labs hyggjast skapa snjallkerfi þar sem hægt verður að skrá áskoranir af ýmsum toga í gagnagrunn í þeim tilgangi að tengja saman einstakl­ inga, fyrirtæki, stofnanir o.fl. við rétta aðila sem líta á áskoranirnar sem tækifæri til lausna. Þau eru öll starfsmenn Dattaca Labs, Arnar er verkefnastjóri, Freyr framkvæmdastjóri og Viktoría lögfræðingur. Þau sóttu um í Snjallræði þar sem þau vildu fá tækifæri til að útvíkka hugmynd sem þau höfðu haft og byggir á að auðvelda fyrir­ tækjum og opinberri stjórnsýslu aðgengi að nýsköpun og viðskipta­ þróun. „Verkefnið okkar felst í því að leggja grunninn að snjallkerfi sem parar saman vandamál og lausnir með hjálp vélnáms og gervi­ greindar. Lögaðilar myndu þar lista upp áskorun sem þeir eru að kljást við og yrðu sjálfvirkt paraðir við lausnaveitendur. Grunnurinn að þeirri hugmynd verður lausnar­ mót eða „hackathon“ sem við erum að vinna að með nýstárlegum hætti. Þar geta lögaðilar tekið þátt með áskorun og frumkvöðl­ um/ háskólasamfélagi gefst kostur á að virkja sköpunarkraftinn með vísi að lausn á aðeins örfáum dögum. Lögaðilar og sigurteymin vinna svo áfram saman að endan­ legri lausn með eftirfylgni af okkar hálfu,“ segir Arnar og bætir við að starfið hafi gengið mjög vel og að fara í gegnum hraðalinn hafi verið dýrmæt reynsla.“ Teymið stefnir á að lausnar­ mótið verði tilbúið í maí 2020. „Þar erum við að byggja mjög nauðsyn­ legan og sterkan grunn sem leiðir að notendahæfu og sjálfvirku snjallkerfi í framtíðinni. Það er lykilatriði að skilja notandann og þar byrjum við,“ segir Arnar. „Aðstaðan í Skapandi setri hefur verið frábær og það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í Snjallræði. Kynnast öllu þessu frábæra og hæfileikaríka fólki svo ekki sé minnst á tækin og tólin frá þjálfurum MIT designX, sem var upp á tíu.“ Uppskeruhátíð Snjallræðis fer fram fimmtudaginn 28. nóvember í borgar- stjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur klukkan 14.00 og eru allir vel- komnir. Teymin sem taka þátt í Snjallræði hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að finna lausnir á mörgum af helstu áskor- unum samtímans. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -6 2 4 0 2 4 4 F -6 1 0 4 2 4 4 F -5 F C 8 2 4 4 F -5 E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.