Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 36

Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 36
eða maki,“ segir Kleppestø. „Að missa stjórn á hreyfingum okkar getur verið tengt við að eldast eða veikjast.“ „Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlæi að okkur,“ segir Johanna Katarina Blomster, annar doktorsnemi við sálfræði- deild Óslóarháskóla, sem gerði meistaraverkefnið sitt um þórðar- gleði. „Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum og erum þess vegna f ljót að segja að það sé allt í lagi, jafnvel þó að svo sé ekki.“ Sum dýr upplifa það sama Þessar tilfinningar stríða ekki bara okkur mannfólkinu, heldur virðast dýr sem hafa f lókna félagshegðun líka finna fyrir þessu, samkvæmt Petter Bøck- man, dýrafræðingi og fyrirlesara við náttúrusögusafn Óslóarhá- skóla. „Við vitum að nokkuð mörg dýr, sérstaklega prímatar, sýna merki um að finnast sumt vandræða- legt. Þau líta niður eða hylja and- litið með höndunum þegar þau gerast sek um félagslegt klúður,“ segir Bøckman. „Stundum sjáum við þau meira að segja roðna.“ Hundar og kettir sýna líka oft merki um að fara hjá sér. En ætli það sem við þekkjum sem merki um að fara hjá sér sé tengt sömu tilfinningum hjá þessum dýrum eins og okkur, eða erum við að eigna þeim mennskar tilfinn- ingar? „Að fara hjá sér er alltaf tengt félagslegum aðstæðum og þess vegna gerum við ráð fyrir að finna þessa tilfinningu bara hjá dýrum sem hafa háþróað og stigveldis- bundið valdakerfi,“ segir Bøck- man. „Það er ekki mjög stór hópur en í honum eru apar, dýr sem veiða í hópum eins og ljón og úlfar, sjávarspendýr og mögulega líka félagslyndir fuglar eins og krákur. Það að fara hjá sér er frekar sterk tilfinning, sem þýðir að þetta sé hluti af félagslegri eðlisávísun okkar,“ segir Bøck- man. „Þetta er ekki lært viðbragð, heldur meðfætt.“ Bøckman segir líka að það sé vel hægt að fara hjá sér fyrir hönd annarra. „Það tengist líklega spegil- frumum í heilanum, sem eru hannaðar til að bera kennsl á tilfinningar annarra og herma eftir þeim,“ segir hann. „Þetta er eiginleiki sem er forsenda þess að geta lifað í hóp, þú þarft að geta skilið hvernig öðrum í hópnum líður og það er auðvelt ef manni líður eins.“ Það eru einmitt þessar spegil- frumur sem bera ábyrgð á því að það er stundum svona pínlegt að horfa á sjónvarpsþætti eins og Fleabag eða The Office. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is www.abelheilsuvorur.is Flest höfum við upplifað það að detta og meiða okkur en hafa meiri áhyggjur af því hvernig við lítum út en hvort við höfum meitt okkur. Á vefsíðunni Science Nordic var nýlega fjallað um þetta fyrirbæri og nokkrir sér- fræðingar fengnir til að hjálpa til við að útskýra það. Leif Edward Ottesen Kennair er prófessor í sálfræði við norskan háskóla. Hann segir að fólk sé stöðugt að bera sig saman við og keppa við aðra. „Við veljum vini, maka og félaga út frá áliti okkar á öðrum og þetta mat byggir á persónuleika, útliti og félagslegri stöðu einstaklinga,“ segir hann. „Flestir hafa áhyggjur af því hvernig aðrir dæma þá félagslega og þess vegna finnst okkur vandræðalegt að sýna veik- leikamerki eða skort á stjórn. Við viljum ekki virðast klaufaleg eða ósjálf bjarga eða brjóta félagslega samþykkt viðmið. Það sem fólki finnst vandræða- legt eru hlutir sem allir gera. Allir detta, allir prumpa, allir ropa og allir roðna. En þetta er það sem fólki finnst mest vandræðalegt,“ segir Kennair. „Ég held að mjög mörgum finnist bara rosalega vandræðalegt að vera mennskur. Fólk sem er djúpt þenkjandi og hefur of miklar áhyggjur af þessu er líklegast til að þróa með sér félagskvíða,“ segir Kennair. Félagslegur sársauki sker jafnvel dýpra en líkamlegur Thomas Haarklau Kleppestø, doktorsnemi í sálfræði við Ósló- arháskóla, segir að ástæðan fyrir því að við höfum meiri áhyggjur af því hvort einhver hafi séð okkur detta en hvort við höfum meitt okkur sé að okkur finnist oft mikilvægara að forðast félags- legan sársauka en líkamlegan. „Að skammast sín er ein tegund af félagslegum sársauka og rann- sóknir hafa sýnt að félagslegur sársauki virkjar sömu heilastöðv- ar og líkamlegur sársauki,“ segir Kleppestø. En hvers vegna skammast fólk sín fyrir að detta? Kleppestø telur að það gæti verið vegna þess að við viljum virðast heilbrigð. „Við viljum líta út fyrir að vera við góða líkamlega og andlega heilsu og sýna þannig að við séum aðlaðandi kostur sem vinur Verra að líta illa út en meiðast Þegar fólk dettur og meiðir sig fyrir framan aðra óttast það oft frekar að líta asnalega út en að meiðast. Þetta hefur að gera með ótta við félagslegan sársauka og hann stingur ekki bara fólk. Við viljum ekki fá neikvæða athygli og að fólk hlægi að okkur. Við viljum heldur ekki virðast berskjölduð eða þurfandi gagnvart ókunnugum. Okkur finnst vandræðalegt að sýna veik- leikamerki eða skort á stjórn. Þegar við dettum er fyrsta hugsun margra „sá þetta einhver?“ en ekki „ætli ég hafi meitt mig?“. Kleppestø telur þetta heilbrigt. NORDICPHOTOS/GETTY Dýr sem hafa flókin félagsmynstur sýna líka stundum merki um að fara hjá sér. „Ein besta bók um stangveiði sem hefur komið út á Íslandi fyrr og síðar.“ – Karl Lúðvíksson, visir.is KOMDU OG FÁÐU ÁRITAÐA BÓK! Sigurður Héðinn áritar bók sína á laugardag kl. 13 -16 á bás Drápu. JÓLAGJÖF VEIÐI- MANNS IN S! 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -7 6 0 0 2 4 4 F -7 4 C 4 2 4 4 F -7 3 8 8 2 4 4 F -7 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.