Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 23.11.2019, Qupperneq 38
Brjótum ísinn er verkefni sem Rauði krossinn byrjaði með fyrir þremur árum. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og skapa félagslegt tengslanet. Verkefnið felst í því að íslenskar fjölskyldur eða ein- staklingar bjóða innflytjendum í matarboð. „Þetta er einfalt og skemmtilegt verkefni þar sem fjölskyldur á Íslandi bjóða inn- flytjendum í mat eina kvöldstund,“ segir Kristína Erna Hallgrímsdóttir verkefnastjóri. „Kosturinn við þetta verkefni er að það skuld- bindur þig ekki eins langt fram í tímann eins og flest allt sjálfboða- liðastarf hjá okkur.“ Oft myndast vinskapur Þó að verkefnið krefjist ekki nema einnar kvöldstundar þá segir Kristína að oft myndist vinskapur milli Íslendinganna og innflytj- endanna, eða einhvers konar félagslegur stuðningur. „Það er í rauninni undir þátttakendum komið að viðhalda tengslum, en oft bjóða innflytjendurnir svo til sín í mat eftir fyrsta matarboðið. Í kjölfarið myndast stundum ein- hver vinátta, en í öðrum tilvikum er fólk að byggja upp ákveðið tengslanet við fólk sem það getur leitað til um upplýsingar. Þannig myndast félagslegur stuðningur í nýju landi.“ Kristína segir að þótt Rauði krossinn fylgist ekki sérstaklega með þátttakendum eftir fyrsta matarboðið, fái hún oft skilaboð frá þeim ef þeir ætla að hittast aftur. „Ef fólk nær rosalega vel saman þá fæ ég líka stundum sendar myndir.“ Erfitt að ná til innflytjenda Oft hefur það verið þannig að fleiri Íslendingar sækja um að taka þátt í verkefninu en innflytjendur. Krist- ína segir það hafa verið erfitt að ná til innflytjenda en nú sé dæmið að snúast við. ,,Eins og staðan er núna vantar okkur fjölskyldur til að taka á móti innflytjendum. Svona verkefni taka oft ákveðinn tíma til að ná ákveðinni festu. Það hefur líka verið erfitt að nálgast innflytjendur á Íslandi. Fyrst þegar verkefnið fór af stað fyrir þremur árum þá var það bara auglýst á íslensku, þannig að við fengum fullt af umsóknum frá Íslendingum en okkur vantaði umsóknir frá innflytjendum.“ Til að bregðast við þessu fór Kristína að auglýsa hjá innflytj- endahópum á Facebook og nýtti sér tengslanet við innflytjendur sem hún hefur þróað. „Annars hef ég ekki verið að auglýsa verkefnið mikið því ég fæ oft bara umsóknir frá Íslendingum. En núna erum við komin með ágæt tengsl við innflytjendur og fáum fleiri umsóknir frá þeim, þannig að það vantar Íslendinga á móti. Margir Íslendingar hafa áhuga á að kynnast innflytjend- um og öfugt. Hins vegar vantar vettvang til þess að brúa bilið á milli þessara hópa. Þetta er dæmi um einfalt verkefni sem býður upp á slíkan vett- vang. Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á gagnkvæma aðlögun þar sem samfélagið sem og innflytj- endur þurfa að taka þátt í aðlögunar- ferlinu.“ Vinahópurinn tók á móti Hún segir að það vanti fyrst og fremst ungt fólk til að bjóða í mat, bæði unga einstaklinga og fjöl- skyldur. Það eru ekki bara innflytjendafjöl- skyldur sem sækja um þátttöku heldur líka einstaklingar. ,,Þannig að það er ekkert verra að fá einstaklinga í heimsókn. Til dæmis var ung stelpa sem bauð í mat og bauð líka vinum sínum þannig að vinahópurinn tók á móti inn- flytjanda. Það er alveg hægt að gera eitthvað þannig skemmtilegt úr þessu, það þarf ekki alltaf að vera kjarnafjölskyldan.“ Upp á síðkastið hafa margir einstaklingar frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Kristína segir flesta þar tala spænsku og önnur tungumál en sjaldnast ensku. Hún segir því vera tilvalið fyrir Íslendinga sem kunna spænsku eða vilja æfa sig í henni, að bjóða flóttamönnum frá Venesúela í mat. „Þá fá þeir kannski á móti að læra íslenskuna.“ Fyrir áhugasama um þetta verk- efni er hægt að sækja um á vefsíðu Rauða krossins, eða hægt að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfang Kristínu, kristina.erna@redcross.is. Óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Fyrir þá sem hafa lítinn tíma en vilja leggja sitt af mörkum í sjálf- boðaliðastarfi þá er Brjótum ísinn tilvalið verkefni. Kristína Erna Hallgríms- dóttir, verkefna- stjóri hjá Rauða krossinum. Hlín, Guð- björn og David. Svein- björn og Michal. Jennifer og Soffía. Eva María og Inga. VERTU BETRI REEBOKFITNESS.ISstqf LAMBHAGI HOLTAGARÐAR URÐARHVARF FAXAFEN TJARNAVELLIR ÁSVALLALAUG KÓPAVOGSLAUG SALALAUG FYRIR ALLA | ENGIN BINDING BYRJAÐU STRAX Í DAG! SPENNAN DI HÓPTÍMA R 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -8 9 C 0 2 4 4 F -8 8 8 4 2 4 4 F -8 7 4 8 2 4 4 F -8 6 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.