Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 71
Nálægðin gerir okkur kleift að vera með ýmis sérkenni í hverri verslun þó að í grunninn séu þær allar Penninn Eymundsson. Erna Rut er verslunarstjóri Eymundsson á Skólavörðustíg þar sem áherslan er á íslenskar bókmenntir og að sjálfsögðu gott kaffi. Verslunin á Laugavegi er yngsta barnið í Miðborgarfjölskyldunni og þar er áherslan á hönnunarvörur. Kaffihúsin í Eymundson- verslununum bjóða alla helstu kaffidrykki og til meðlætis má finna ýmislegt fyrir líkama og sál. Á Skólavörðustígnum er mikil áhersla á að sýna og leiðbeina með barna- bækurnar því þær eru að sjálfsögðu mikilvægur hluti jólabókaflóðsins. Bókabúð hefur verið starfrækt í Austurstræti í 99 ár og þar er áhersla á ljóðabækur enda eru þær í sérstöku uppáhaldi hjá Rúnari Loga. verslun á mörgum hæðum og við reynum að bjóða upp á breitt vöruúrval, bækur og gjafavöru, ritföng og myndlistarvöru, leik- föng og spil. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Elfar: Á Laugavegi 77 leggjum við mikið upp úr upplifun við- skiptavina. Undanfarið höfum við verið að auka og breikka úrvalið okkar af erlendum gjafabókum, og má segja að þær séu svolítið í fókus hjá okkur þessi jólin, ásamt hönn- unarvöru frá Vitra. Það má samt ekki skilja þannig að íslenskar bækur fái eitthvað minna vægi, við pössum okkur alltaf að eiga allt það nýjasta sem gefið er út hverju sinni, aftur á móti taka félagar okkur í Austurstræti og á Skóla- vörðustíg það að sér að eiga úrvalið af eldri titlum fyrir miðborgina. Erna: Einmitt! Hér á Skóla- vörðustíg er mikil áhersla lögð á íslenskar bókmenntir, bæði sígildar og samtímabókmenntir. Þessi jólin fá íslenskar skáldsögur og ljóð að njóta sín í búðinni enda er útgáfan í ár einstaklega spenn- andi og fjölbreytt. Starfsfólkið í búðinni hefur allt áhuga á bókum og finnst einstaklega skemmtilegt að leiðbeina fólki í bókakaupum. Enginn þarf að vera hræddur við að leita til okkar og nýta sér þá þekkingu sem við höfum byggt upp í gegnum árin. Rúnar: Það er svo mikil þekking sem hefur safnast saman í bóka- búðinni og fólk hefur mismunandi áhugamál og smekk. Þannig heyrir maður af og kynnist bókum sem maður hefði kannski aldrei lesið sjálfur. Þessari þekkingu reynum við að miðla áfram til okkar við- skiptavina. Erna: Við viljum að barnabæk- urnar fái að njóta sín og við viljum einnig gera okkar allra besta í að leiðbeina með barnabækur því þær eru mikilvægur partur af bókaflóðinu. Jólin skemmtilegur tími Rúnar: Jólin eru alltaf skemmti- legur tími í bókabúðinni, f lóðið brestur á og öll borð svigna undan bókum. Löng saga verslunar- innar gerir okkur kannski dálítið íhaldssöm, bókadeildirnar okkar bjóða upp á allt úrvalið af nýjum bókum og hillurnar eru fullar af gömlu góðu klassíkinni. „Ljóðið ratar til sinna,“ sagði skáldið og þar kannski kemur þessi íhalds- semi í ljós. Við erum mjög hrifin af ljóðum og reynum að gefa þeim pláss á borðum allt árið um kring. Annars er útgáfan einstaklega fjölbreytt og skemmtileg í ár, það eru margar bækur komnar á nátt- borðið hjá mér. Elfar: Þar sem Laugavegurinn er yngsta barnið í miðborgarfjöl- skyldunni höfum við getað leyft okkur meiri tilraunastarfsemi en kannski gengur og gerist. Þessi jól eru það erlendar bókaseríur sem við leggjum mikið upp úr á Laugavegi 77, hvort sem það eru fræðibókaserían Great Ideas, smá- bókaserían Modern and Black frá Penguin sem er samansafn af rit- gerðum og öðru lítt þekktu efni frá frægum einstaklingum eða English Library sem eru öll frægustu verk enskra bókmennta. Rúnar: Við gefum enskum bókum einnig mikið vægi í Austur- stræti og þar eru enskar bækur á tveimur hæðum, mikið úrval af skáldskap, fræðibókum, ferða- handbókum og stærri gjafabókum. Ef titillinn er ekki til bjóðum við upp á að sérpanta fyrir viðskipta- vininn. Erna: Enskar bækur fá kannski ekki tvær hæðir hjá okkur á Skóla- vörðustígnum en þar eigum við mikið úrval, svo hjálpar til að búðirnar eru þrjár, ef bók er ekki til á einum stað, þá er stutt að fara í næstu búð. Allt í göngufæri Elfar: Þetta er það sem er svo frá- bært við það að vera með þrjár verslanir í göngufæri en það tekur um sjö mínútur að labba á milli Laugavegar 77 og Skólavörðustígs, (ég hef tekið tímann persónulega) og aðrar tíu frá Skólavörðustíg í Austurstræti. Það er þessi nálægð sem gerir okkur kleift að vera með ýmis sérkenni í hverri verslun þó svo að í grunninn séu þær allar Penninn Eymundsson. Erna: Hér á Skólavörðustíg er fjölbreyttur hópur viðskiptavina en einnig hefur skapast hér hópur af fastakúnnum sem okkur þykir mjög vænt um. Elfar: Það er nokkuð augljóst að áhugamál og áhugasvið starfs- fólks smitast inn í úrvalið og uppsetningu á vörunum, hvort sem það eru tarot spil og bækur um heilsu og andlega vellíðan eða áhugi minn á hönnun og potta- plöntum og allt sem við kemur þeim. Við reynum að blanda þessu öllu skemmtilega saman og búa til notalegt andrúmsloft þar sem viðskiptavinir okkar geta komið, skoðað úrvalið og sest niður með góðan kaffibolla sem kaffibar- þjónarnir okkar útbúa af miklum metnaði. Erna: Það er einstaklega huggu- legt að sitja í búðinni og fá sér góðan kaffibolla og glugga í bækur og blöð. Eða bara fylgjast með fólkinu út um gluggann. Elfar: Ég skal alveg viðurkenna það að ég á það til að heimsækja búðirnar okkar um helgar þrátt fyrir að vera í fríi og næla mér í einn cortado og jafnvel croissant með. En á virkum dögum er kaffið yfirleitt bara svart. Lífið í miðborginni Rúnar: Miðborgin iðar af lífi og það er fátt skemmtilegra en að rölta um í bænum og detta inn á gott kaffihús. Kaffihúsin okkar bjóða fólki að glugga í bók eða tímarit meðan maður nýtur kaffi- bollans sem kannski er kakóbolli á þessum árstíma. Jólakötturinn á Lækjartorgi vekur mikla lukku og það hefur líklega aldrei verið eins gaman að kíkja í bæinn eins og seinustu ár, það sjáum við sem búum og störfum hérna í hverf- inu. Elfar: Penninn Eymundsson er staður þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Ég hvet alla til að heimsækja okkur og jafnvel rölta á milli búðanna okkar í miðborginni og sjá og upp- lifa hvað hver staður hefur upp á að bjóða, ef ekki til að versla, þá bara til að næla sér í kaffi og veitingar og skoða nýjustu tíma- ritin. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 MIÐBORGIN OKKAR 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -7 1 1 0 2 4 4 F -6 F D 4 2 4 4 F -6 E 9 8 2 4 4 F -6 D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.