Fréttablaðið - 23.11.2019, Síða 74
Jólin komu í Kaffitár þann 14. nóvember þegar kaffihúsin fóru að bjóða upp á
jóladrykki. Þá er tilvalið að grípa
bolla með sér, rölta um bæinn og
skoða jólaljósin. Um hátíðarnar
má oft sjá starfsfólk Kaffitárs með
jólasveinahúfur og slaufur. „Þetta
er dásamlegur tími,“ segir Marta
Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri
kaffihúsa Kaffitárs. „Það er svo
sjarmerandi þegar það er aðeins
farið að rökkva og jólaljósin eru
komin upp.“ Þá er hægt að grípa
með sér heitt súkkulaði í Kaffi
tári, bæta jafnvel smá kanilsírópi
út í og elta jólagjafirnar í mið
bænum.
Vinsælustu jóladrykkirnir í
Kaffitári eru Aðventutár og Jóla
áttan. Marta segir að Aðventu
tár hefur yfirleitt selst best.
„Að ventu tár er með möndlum,
kanil og púðursykurkanilsírópi.
Ótrúlega rómantískur drykkur.
Svo erum við með Jólaáttuna sem
er að ná Aðventutári í sölu. Það er
svona „after eight“ fílingur í þeim
drykk,“ en Jólaáttan er blönduð
með piparmyntu og súkkulaði
sósu. „Svo erum við með Jökul,
frappuccino með piparkökusír
ópi, rjóma, klaka og karamellu
sósu.“
Jóladrykkur fyrir kaffinörda
Fyrir þá sem vilja ekki of mikil
sætindi, þá er fjórði jóladrykkur
inn girnilegur kostur. ,,Hann er
svona jólaaffogato, lítill espresso
með ískúlu og biscotti mylsnu.
Sannkallaður eftirréttur í glasi.
Kaffifólk fílar þennan yfirleitt
best.“ Eins og Marta orðar það þá
má kalla þennan drykk kaffibolla
fyrir kaffinörda.
Fyrir utan jóladrykkina er mikið
úrval af gjafakörfum og kaffi
pokum til að eiga heima. Jólakaffið
í ár ber nafnið Jólastjarna, blandað
úr kaffitegundunum Selebes Raja
Toraja, Kenía Karundu og Brasilía
Sweet Collection. „Þetta eru allt
bestu kaffitegundirnar sem við
eigum í dag og við bjuggum til
geggjaða blöndu úr þeim. Þetta er
alvöru nammi sem er hægt að fá
hér uppáhellt. Fyrir þá sem vilja
bara venjulegt kaffi og engan
sykur þá er þetta frábært. Ég mæli
líka með að eiga þetta til að hella
upp á heima og komast í jóla
skapið.“
Kanillinn laðar fram jólaskap
Vinsælasta kaffið í desember er
þó alltaf Grýlukanillinn. „Það er
bragðbætt með kanil og hesli
hnetum. Ilmurinn sem kemur í
húsið þegar maður hellir upp á það
er yndislegur. Þá eru jólin komin.
Kanillinn kemur manni einhvern
veginn alltaf í jólaskap.“ Marta
ráðleggur þeim sem vilja ekki of
sætt bragð af kaffinu að blanda
jólakaffinu við venjulegt kaffi, sem
er auðvitað líka hægt að fá í Kaffi
tári allan ársins hring.
Í ár er svo hægt að kaupa
jólagjafakörfur með til dæmis
Grýlukanilnum, Jólastjörnu og
ýmsum öðrum gómsætum vörum.
Körfurnar kosta allt frá fjögur þús
und krónum og upp í tíu þúsund
krónur. „Fyrir fólk sem á allt þá er
ótrúlega gott að fá svona upplifun í
jólagjöf. Stærsta karfan inniheldur
þrjár kaffitegundir, viskustykki,
súkkulaði og danskan lakkrís. Í
annarri körfunni er svo til dæmis
gjafakort í kaffihúsið ásamt Jóla
stjörnunni, Grýlukanilnum og
súkkulaði.“
Ódýrustu gjafakörfurnar eru
samsettar af kaffi og konfektkassa,
eða kaffi og tei „Ef þú ert kannski
að fara í matarboð og vilt grípa
með þér eitthvað sætt þá geta
tvennurnar hentað vel.“
Hægt að fylla á eigin ílát
Marta er stolt af gjafakörfunum
sem eru ekki bara með gómsætu
innihaldi heldur líka í fallegum
trékössum. Þó kössunum sé svo
lokað með sellófanplasti, stefnir
Kaffitár á að hætta plastnotkun
alveg. „Við erum búin að minnka
plastnotkun um meira en helming,
við erum til dæmis ekki lengur
með neina plastpoka. Umbúðirnar
utan um kaffið eru umhverfis
vænar og hægt að flokka með
pappa.“ Marta minnir líka á að
fólk getur komið með eigin ílát
og fyllt þau með kaffibaunum.
„Við erum alltaf að bæta okkur í
umhverfismálunum, enda með
Svansvottunina sem við ætlum að
halda fast í. Umhverfismálin eru í
forgrunni hjá okkur.“ Marta fagnar
því að fleiri fyrirtæki í bænum séu
farin að huga að umhverfismálum
sem hafa alltaf skipað mikilvægan
sess í rekstri Kaffitárs. „Það er
geggjað að fleiri séu komnir með
okkur í lið.“
Aðventutár
yljar manni á
bæjarröltinu
Jólin eru byrjuð í Kaffitári í Banka
stræti, en sívinsælu jóladrykkirnir og
gjafakörfurnar eru komnar í sölu.
Marta Rut með fallegar jólagjafir sem fást hjá Kaffitári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nýja línan er innblásin af gömlum kömbum. „Við byrjuðum að hanna drög
að þessari línu í vor en þetta er
lokaafurðin,” segir Fríða Jóns
dóttir gullsmiður. Skartgripirnir
í ár eru þó hluti af línunni Keltar
og kóngar sem varð fyrst til fyrir
tveimur árum og er innblásin af
íslenskum fornminjum. „Ég er
alltaf að bæta við þá línu og nota
f leiri snið, svo hún verður sífellt
fjölbreyttari.“ Línan Keltar og
kóngar byggir á þessum tveimur
þjóðf lokkum sem við Íslending
ar erum komin af, Keltum sem
komu hingað f lestir sem þrælar
við landnám og norsku víking
unum.
Tákn fegurðar og hvunndags
Kamburinn finnst Fríðu vera
formfagur og valdi hún hann
sem innblástur fyrir nýju línuna
vegna þess að hann hafði nota
gildi fyrir almenning til fegrunar
og vellíðunar. „Mér finnst gaman
Óður til fyrri tíma hjá Fríðu
Dásamlega fal-
legir skartgripir
hjá Fríðu skart
sem er með
marga nýja og
skemmtilega
hluti í búðinni á
Skólavörðustíg.
Fríða skart kynnir
nýja skartgripa
línu sem nefnist
„Kamburinn“.
Opið hús verður
í versluninni í dag
á milli klukkan 14
og 18 að Skóla
vörðustíg 18.
að fara aftur í tímann þegar lítið
var til og fólk nýtti sér bein, við
og annað sem til féll í umhverfinu
til afþreyingar, skrauts og nytja.“
Fríðu finnst gaman að sjá fyrir sér
fólk á þessum tíma eiga stund með
sjálfu sér, kemba hárið og láta sig
dreyma. „Sagan segir að á ein
hverju tímabili Íslandssögunnar
gáfu vonbiðlar unnustum sínum
kamba og lögðu alla sína kunnáttu
í handverkið.“
Fyrir áhugasama um þessa línu
er upplagt að mæta á opið hús í
versluninni á Skólavörðustíg 18.
Þar munu Fríða og eiginmaður
hennar, Auðunn G. Árnason,
taka á móti ykkur. Þau hafa
rekið verslunina saman í 12 ár,
fyrst í Hafnarfirði en hafa verið
í miðbæ Reykjavíkur í fimm ár.
Aðspurð hvernig þeim finnst mið
bæjardvölin vera segjast þau alsæl.
„Fjölbreytt mannlíf einkennir
miðbæinn, endalausar verslanir
og veitingastaðir og finnst okkur
gaman að vera partur af blómlegu
miðbæjarlífi.“
Það er hægt að skoða skartgripi
Fríðu á Facebook, „Fríða skartgripa
hönnuður“, Instagram @fridaj
ewels og vefsíðunni fridaskart.is.
8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RMIÐBORGIN OKKAR
2
3
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
7
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
F
-8
9
C
0
2
4
4
F
-8
8
8
4
2
4
4
F
-8
7
4
8
2
4
4
F
-8
6
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
1
2
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K