Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 76

Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 76
522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið Trönuber eru meðal fárra berja og ávaxta sem eru uppruna-lega sjálfsprottin í Norður- Ameríku og draga nafn sitt af útliti berjanna með stilkum og blómum sem þýskir og hollenskir land- nemar töldu að líktust fuglinum trönu. Trönuber og skyld ber vaxa þó víðar en í Bandaríkjunum, til dæmis í Bretlandi og jafnvel á Norðurlöndunum en þó eru trönu- berin ekki eins milli heimsálfa. Í Bretlandi eru skyld ber stundum kölluð fenjaber. Trönuberjarunnar eru sígrænir og lágvaxnir, þeir geta teygt úr sér yfir tveggja metra svæði en ná sjaldnast meira en 20 sentimetra hæð. Berin eru þroskuð á haustin, jafnvel fram í nóvem- ber svo það er ekki skrýtið að þau séu nýtt á þessum árstíma. Fersk trönuber eru sætbeisk á bragðið og því er algengara að þau séu notuð í sósur, sultur og safa auk þess sem þurrkuð trönuber eru hreinasta lostæti. Talið er að Narrangasett indíánar á því svæði Bandaríkj- anna sem nú er Nýja-England hafi um aldir nýtt trönuber sem fæðu og sem litarefni. Norðuramerískir sjómenn tóku gjarna trönuber með sér á sjó sem C-vítamíngjafa Sætbeiskar C-vítamínsprengjur Trönuberjasósa er ómissandi hluti af hinni bandarísku þakkargjörðarhátíð enda þykir mörgum þar kalkúnn og trönuberjasósa eiga saman eins og pönnukökur og rabarbarasulta. Trönuberjasósa er ómissandi á borðum þar sem kalkúnn er fyrir. Þurrkuð trönuber eru bragðgóð ein og sé en líka góð í kökur og brauð. Hollusta trönu- berja er ekki óumdeild en rannsóknir standa yfir á fjölmörgum meintum og reyndum jákvæðum áhrifum þeirra á heilsufar. og það er kannski hluti af þeim tilfinningatengslum sem eru milli Bandaríkjamanna og trönuberja. Trönuberjaafurðir eru taldar hafa ýmis góð áhrif á heilsufar, til dæmis er trönuberjasafi talinn vinna gegn þvagfærasýkingum þó litlar sem engar rannsóknir staðfesti það. Einnig er talað um að trönuberjaneysla geti unnið gegn hjartasjúkdómum. Unnið er að rannsóknum á áhrifum virkra efna í trönuberjum á myndun nýrnasteina og sem verndandi efni fyrir glerung tanna. Trönuberjasósa hefur verið hluti af þakkargjörðarhátíðahöldum Bandaríkjamanna frá upphafi því sagan segir að trönuber hafi verið á boðstólum í málsverðinum sem indíánar færðu fyrstu landnem- unum á 17. öld þegar vetur gekk í garð, sýndu þeim ætilegar gjafir náttúrunnar og björguðu þannig lífi þeirra og þakkargjörðarhátíðin dregur nafn sitt af. Hún þykir ómissandi með kalkúni og því einnig vinsæl á jólaborðum og í afleiddum mat svo sem samlokum og kássum. Þurrkuð trönuber eru notuð í bakstur á svipaðan hátt og rúsínur og mikið notaðar í múffur, sandkökur og sætt brauð. Trönu- berjasafi er einnig vinsæll til drykkjar og í ýmsar blöndur, til dæmis er hann eitt innihaldsefnið í hinu fræga hanastéli Cosmopol- itan sem var uppáhaldsdrykkur vinkvennanna knáu í sjónvarps- þáttunum Sex and the City. Íslendingar eiga ekki trönu- berjahefð en með hnattvæðingu mataræðis er hægt að fá frosin og þurrkuð trönuber í f lestum versl- unum og einnig sósur, sultur og safa. Hér á eftir fylgir uppskrift að trönuberjasósu sem gerir kalkún enn ljúffengari. Trönuberjasósa 500 g frosin trönuber Safinn úr tveimur appelsínum og rifinn börkur af einni 30 g eða ein msk. dökkur púður- sykur Kanelstöng Blandið öllum innihaldsefnum saman í pott og látið sjóða þar til trönuberin springa sem tekur um það bil 15 mínútur. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 F -8 4 D 0 2 4 4 F -8 3 9 4 2 4 4 F -8 2 5 8 2 4 4 F -8 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.