Fréttablaðið - 23.11.2019, Síða 98

Fréttablaðið - 23.11.2019, Síða 98
Hát íða rba l let t inn f r á Pét u r sborg , S t . P e t e r s b u r g Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á Svana- vatninu í Hörpu. Ballettf lokkurinn, sem stofn- aður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lett- landi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finn- lands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansf lokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn H ljóm s veit a r st jór i n n Vad i m Nikitin segir Svanavatnið við tón- list Pjotr Tsjaíkovskíj vera vin- sælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tón- list Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskend- urnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk graf kyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýning- una og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníu- hljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hing- að í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sin- fóníuhljómsveitinni ykkar.“ Allir hrífast Hátíðarballettinn frá Pétursborg flytur hið fræga Svanavatn í Hörpu. Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ballettinn á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Ég er svikari Sif Sigmarsdóttir Þýðing: Halla Sverrisdóttir Útgefandi: MM Síður: 397 Sögur um geimverur sem hafa eitt- hvað til jarðarinnar og jarðarbúa að sækja hafa verið hluti af menn- ingararfi Vesturlanda síðan 1898 þegar H.G. Wells skrifaði sögu sína Innrásin frá Mars þar sem geim- verur ráðast á London til að næra sig á íbúum hennar. Innrásin frá Mars er ein þekktasta bók sem skrifuð hefur verið og út frá henni spratt heil bókmenntagrein sem lifir góðu lífi fram til dagsins í dag. Ég er svikari sækir ýmislegt til þessa forvera síns í i n n r á s a r b ók- mennt ahefðinni en hún fjallar um Amy fjórtán ára sem býr í norður- hlut a Lundúna í sa mt íma nu m eða náinni fram- tíð. Þegar sagan hefst er ástand- i ð e i n k e n n i - legt, f ljúgandi diskar sveima y f ir borg inni en enginn veit í rauninni erindi þ e i r r a . R a f - magnið fer af reglulega, vistir eru af skornum skammti af því að öll starfsemi hefur lagst niður en fólk, og kannski sérstaklega unglingar, reyna samt að lifa lífi sínu eins og þeir best geta. Þegar bróðir Amyar og besta vin- kona eru numin á brott af hinum óvelkomnu gestum í gegnum ein- hvers konar risavaxna ryksugu- arma ákveður hún að hafa frum- kvæði, býður sig fram og gengur geimverunum á hönd. Og þá upp- hefst æsispennandi barátta fyrir örlögum mannkynsins. Ég er svikari er um margt skemmtileg og lipurlega skrifuð bók. Hún er svolítið lengi að fara í gang og stundum eru skilin milli dagbókar Amyar og þeirrar fyrstu persónu sem er líka Amy sem segir söguna ruglingsleg, til dæmis er tímalínan oft óljós, hvað gerist hve- nær og á undan eða á eftir hverju en þegar sagan er komin almennilega af stað verður söguþráðurinn mjög spennandi og söguheimurinn vel útfærður, einkum þó heimurinn handan við ryksugubarka geimver- anna sem er nöturlegur í meira lagi. Persónurnar eru frekar dæmigerðar fyrir unglingabók, Amy er nörd og óánægð með útlit sitt, upptekin af því að hafa aldrei upplifað að vera kysst, Mathilda, besta vinkona hennar er ofsasæt og heldur mikið upptekin af því, sæti strákurinn er góður í gegn þrátt fyrir að stundum efist Amy um heilindi hans og ein- eltisgerendurnir reynast vera svo vondir að það er hreinlega genet- ískt. Bókin fjallar einmitt öðrum þræði um einelti og fordóma og því kemur á óvart að rekast á niðrandi holdafarslýsingu í miðri bók sem ek k i þjónaði söguþræðinum neitt og vann eiginlega gegn innri lógík sögu- hei m si n s . E n sög umaður inn Amy er auðvitað ekki fullkomin frekar en aðrir og þarna sýnir höfundur hversu stutt er í fordóma hjá mannverum. S i f S i g m a r s - dóttir á að baki far- sælan skriftaferil, bæði sem höfundur ungmennabóka og skoðanapistla hér í Fréttablaðinu. Hún tvinnar hér saman skemmtilega og spennandi frásögn og vangaveltur um siðferði mann- kyns og mikilvægi eða tilgangsleysi tilfinninga, menningu unglinga og fyrstu ástina, dregur upp umhugs- unarverðar hliðstæður milli f lótta- fólks á jörðu niðri og úr geimnum og sýnir hvernig mannkynið hefur brugðist sjálfu sér, löngu áður en geimverurnar komu til. Ég er svikari kom út á ensku árið 2017 en kemur nú út í íslenskri þýð- ingu. Þýðing Höllu Sverrisdóttur er einkar læsileg og vel útfærð. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og spenn- andi saga um geimverur, mannverur, siðferði og tilfinningar. Af geimverum og tilfinningum BAKARÍIÐ Einar Bárðar og Svavar Örn opna Bakaríið á laugardögum. ALLA LAUGARDAGA MILLI 09:00 OG 12:00. 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 F -1 3 4 0 2 4 4 F -1 2 0 4 2 4 4 F -1 0 C 8 2 4 4 F -0 F 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.