Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 107
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl.
JÓLIN ERU
HJÁ OKKUR...
....................................................
www.bjornsbakari.is
SVO SPILAR AUÐVITAÐ INN Í AÐ JÓN ER AÐ
EÐLISFARI MJÖG HVATVÍS OG SKEMMTILEGUR
MAÐUR, SEM ÚTSKÝRIR EFLAUST HVERNIG ÞETTA FÓR
FRAM HJÁ OKKUR VINUM HANS AÐ EINHVERJU LEYTI.
Vinahópurinn er sterkur og samrýndur, allir hjálpast að við að koma staðnum á laggirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ekkert sérstakt þema. Því verður
þetta ekki bjórbar, vínbar eða kok-
teilabar. Allt er þó hægt að fá. Við
stöndum nú í því að breyta húsnæð-
inu úr því að vera veitingastaður í
að vera bar,“ segir Ásgeir.
Hann bætir við að það verði
þó boðið upp á einhvers konar
barsnarl. Á efri hæð staðarins er
nú verið að setja upp tónleikasvið,
en stefnan er að nýta húsið á fjöl-
breyttan hátt.
„Svo er náttúrulega annað í þessu
dæmi líka. Við verðum í samstarfi
við tvo rosalega öf luga veitinga-
menn í gamla Dill-rýminu. Við
getum ekki opinberað það strax
nákvæmlega hvernig veitingastað-
ur þetta verður, en getum sagt frá
því að þeir Stefán Melsted á Snaps
og Gústi bakari úr Brauð og co. sjá
um hann. Þeir eru með mjög góðar
og ferskar hugmyndir, við leyfum
þeim auðvitað bara að tilkynna
það á sínum forsendum. Þeir munu
opna á sama tíma og við,“ segir Jón.
„Það er mjög spennandi að fá þá
inn. Þetta eru reynslumiklir menn
sem hafa sýnt það og sannað að þeir
gera þetta vel. Þetta verður ekki á
sama verðbili og Dill, þetta verður
aðeins aðgengilegra en alveg jafn
gott,“ segir Ásgeir.
Seldi Messann
Jón hefur líka reynslu í veitinga-
bransanum en hann stofnaði veit-
ingastaðinn Messann við Lækjar-
götu, og síðar útibú hans úti á
Granda. Staðurinn var rómaður
fyrir góða fiskrétti en Jón starfaði
á sínum tíma í Tjöruhúsinu vestur
á Ísafirði þar sem hann lærði hjá
Magga frænda sínum að elda góðan
fisk. Tjöruhúsið þykir einn allra
besti fiskiveitingastaður landsins,
og þótt víðar væri leitað.
„Ég hef ekki rætt það opinber-
lega að ég er búinn að selja Mess-
ann. Meðeigandi minn keypti mig
út þannig að ég hætti þar fyrir
nokkrum mánuðum. Þann 21. nóv-
ember er svo komið ár síðan að ég
fór í bráðauppskurð á Landspítal-
anum eftir að í ljós kom að ég var
með stærðarinnar heilaæxli. Ef ég
hefði verið í þessu viðtali fyrir ári
þá hefði ég algjörlega verið í rugl-
inu. Ég man ekki neitt frá þessum
tíma,“ segir Jón.
Hélt þetta væri kulnun
Eftir því sem veikindin ágerðust
varð hann ólíkari sjálfum sér og
átti við mikil veikindi stríða áður
en kom í ljós hversu alvarleg ástand
hans var. Hann skrifaði bæði líðan
og hegðun á kulnun.
„Ég hélt að þetta væri mögu-
lega bara vöðvabólga. Þrír læknar
sögðu við mig að þetta væri einmitt
líklegast vöðvabólga. En svo var á
endanum gripið í taumana, ég var
orðinn mjög ruglaður á þessum
tímapunkti. Þá greip Nína, konan
hans Gumma vinar míns, mig og
fór með mig upp á spítala, en hún
er að læra hjúkrunarfræði. Þarna
vorum við konan mín með eins
mánaðar gamlan dreng og hún eðli-
lega í brjóstaþoku og sjálf að reyna
að halda sönsum, með nóg á sinni
könnu,“ segir Jón.
„Svo spilar auðvitað inn í að
Jón er að eðlisfari mjög hvatvís og
skemmtilegur maður, sem útskýrir
ef laust hvernig þetta fór fram hjá
okkur vinum hans að einhverju
leyti. Breytingin á honum saman-
borið við þá breytingu sem æxlið
hefði valdið hjá venjulegum manni
er kannski ekki jafn mikil,“ segir
Ásgeir og þeir hlæja saman. „Stund-
um hugsaði ég samt: „Mikið er hann
Jón orðinn ruglaður!“ en svo kemur
auðvitað í ljós að hann er með heila-
æxli á stærð við sítrónu.“
„En sem betur fer var þetta góð-
kynja æxli og það var fjarlægt sam-
dægurs í bráðaheilauppskurði.
Þar sem ég man í raun ekkert eftir
þessum tíma þá var mesta álagið
á fólkinu í kringum mig,“ segir Jón
og bætir við hve gífurlega þakklátur
hann sé góðri fjölskyldu sinni og
traustum vinum.
„Ég var reyndar bara átta daga á
spítalanum, sem er rosalegt miðað
við hvað þetta var stór aðgerð.
Hauskúpan var söguð og opnuð og
æxlið fjarlægt en það lá ofan á heil-
anum og þrýsti á hann.“
Þakka fyrir lífið
Í kjölfarið neyddist Jón til að fara
reglulega í segulómun og röntgen,
sem gerir nafn nýja staðarins enn
þá táknrænna. Fyrir stuttu fékk
hann þær fréttir að allt liti vel út og
hann þyrfti því einungis að mæta
árlega í röntgen. Það má því í raun
segja að hann fari úr því að fara í
röntgen yfir í að fara á Röntgen.
„Ég þarf bara að mæta árlega
því aðgerðin gekk mjög vel, engar
bólgur og ekkert að sjá. Annars
vil ég líka segja: Lífið er núna, mig
langar persónulega til að gera eitt-
hvað skemmtilegt og þetta er alveg
frábært verkefni. Ég er náttúrulega
mjög hvatvís og með ADHD, þann-
ig að ég hef verið að vasast í mörgu.
En skemmtistaðir eru svo frábærir
og það er gefandi að reka þá, því
maður er auðvitað að skemmta
fólki. Það er þá í raun vinnan
manns að gera eitthvað fallegt og
skemmtilegt fyrir fólk,“ segir Jón.
Stefnan er að opna staðinn nú
á fimmtudaginn, en þeir félagar
standa í miklum framkvæmdum
í húsnæðinu sem þeir vona að
þeir nái að ljúka fyrir þann tíma.
„Staðurinn opnar vonandi þá, á
þakkargjörðardaginn. Við erum
að þakka fyrir lífið,“ segir Jón.
„Eins og hann segir, þetta er nátt-
úrulega hugmyndin hans Jóns.
Hann fær svo okkur, vini sína,
með í þetta. Mig, Steinþór Helga
og Snorra. Þó maður segi sjálfur
frá þá eru þetta smá kanónur í
þessum bransa, íslensku skemmt-
analífi og veitingabransanum. Jón
náttúrulega stofnaði Húrra, Bravó
og Messann, ég var í Bryggjunni
alveg frá upphafi ásamt því að vera
framkvæmdastjóri Sónar í tvö ár og
Innipúkans síðustu sex árin. Snorri
stýrði viðburðum við góðan orðstír
á tónleikastaðnum Húrra. Steinþór
Helgi var viðburðastjóri CCP sem
er náttúrulega f lennistórt fyrir-
tæki. Þannig að auk þess að vera
góðir vinir sem vilja skemmta fólki
og skapa góðan stað, þá höfum við
líka reynsluna sem þarf til að láta
þetta ganga,“ segir Ásgeir.
„Svo höfum við líka ólíkan bak-
grunn. Miðað við þessa viku sem
við höfum verið að vinna í þessu þá
er þetta ótrúlega gott teymi,“ segir
Jón og bætir við: „Við erum góðir
vinir, en ég er um áratug eldri en
þeir.“
„En þú ert samt svo ungur í anda,“
svarar Ásgeir.
„Já, ég líka þroskaðist ekki neitt
þar til ég varð 33 ára,“ segir Jón.
„Við eigum nú eftir að sjá það
gerast. Mætti segja að þú sért betri
maður í dag?“ spyr Ásgeir vin sinn
Jón. „Er það?“ svarar Jón og þeir
skella báðir upp úr.
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 59L A U G A R D A G U R 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
2
3
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
7
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
F
-3
A
C
0
2
4
4
F
-3
9
8
4
2
4
4
F
-3
8
4
8
2
4
4
F
-3
7
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
1
2
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K