Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 18

Fréttablaðið - 05.01.2019, Page 18
M18 FUEL™ skilar ai til að saga á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yrálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðum. M18 FCHS Alvöru keðjusög frá Milwaukee vfs.is FÓTBOLTI Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunn- hildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslita- keppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innan- borðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árang- urinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika lið- anna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komn- ir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leik- manni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakk- landi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fag- mennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur.  „Leikjadagskráin hér passar full- komlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnu- mannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabil- inu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deild- inni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum. kristinnpall@frettabladid.is Opnum vonandi dyrnar fyrir íslenska leikmenn í Ástralíu Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hafa gert það gott með liði Adel­ aide United í Ástralíu sem er búið að bæta stigamet félagsins þegar fjórar umferðir eru eftir. Fanndís virtist afar sátt með að hafa tekið tilboði ástralska félagsins í stað þess að taka undirbúningstímabilið á Íslandi. Fanndís, hér í leik gegn Tékklandi í undankeppni HM, nálgast hundrað leiki fyrir Íslands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Liðin hérna horfa mikið til Banda- ríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi eftir að hafa séð okkur spila. Fanndís Friðriksdóttir FÓTBOLTI Það var staðfest í gær að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen myndu taka við U21 árs liði Íslands í karlaflokki af Eyj- ólfi Sverrissyni.  Arnar Þór og Eiður Smári, fyrrverandi herbergisfélagar þegar þeir léku með A-landsliðinu skrifuðu undir tveggja ára samning sem gildir út næstu undankeppni EM sem lýkur í nóvember 2020. Þetta verður fyrsta þjálfarastarf Eiðs Smára en Arnar hefur unnið fyrir Lokeren og Club Brugge undan farin ár ásamt því að aðstoða A-landsliðið við að leikgreina Belga í haust. „Þetta skref kom aðeins fyrr en ég átti von á en ég þurfti ekki langan tíma til að hugsa um þetta þegar til- boðið kom. Við Arnar þekkjumst vel, innan sem utan vallar, og hann er einn af fáum mönnum sem ég hefði farið með í þetta verkefni,“ sagði Eiður Smári. Arnar mun áfram vinna hjá Lokeren en tók því fagn- andi að vinna með íslenska liðið. „Ég verð áfram hjá Lokeren út þetta tímabil hið minnsta, við munum spila þetta eftir hendinni næstu mánuðina en ég mun fylgjast vandlega með þeim leikmönnum sem eru úti. Ég er miðsvæðis og get því farið víða og Eiður getur fylgst betur með hérna heima. Næstu mánuðirnir fara í að skoða vand- lega leikmenn þar sem við höfum góðan tíma fyrir fyrsta keppnis- leikinn.“ – kpt Tók ekki langan tíma að hugsa þetta Eiður Smári, Arnar Þór og Guðni Bergsson, formaður KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fót- bolta, tilkynnti í gær 23 manna hóp fyrir fyrsta leik sinn með liðið, gegn Skotlandi á La Manga 21. janúar næstkomandi. Tveir leikmenn í hópnum hafa ekki leikið A-lands- leik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Það er komin eftirvænting og við getum ekki beðið eftir því að byrja þetta saman. Það er komið stórt mengi af leikmönnum sem við erum sífellt að skoða í ljósi þróunar kvennaknattspyrnu á Íslandi og við erum spenntir að hitta liðið,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru stórir karakterar innan hópsins, reynslumiklir leiðtogar sem hjálpa yngri leikmönnum liðs- ins því það er mikill hugur í liðinu.“ Dagný Brynjarsdóttir og Guð- björg Gunnarsdóttir eru báðar fjar- verandi þar sem þær eru í endur- hæfingu eftir meiðsli en allar aðrar eru klárar í slaginn. „Það eru auð- vitað margar sem eru ekki að spila þessa dagana en heilt yfir er standið á hópnum gott og lítið um meiðsli.“ Eftirtaldir leikmenn skipa íslenska hópinn: Sonný Lára Þráins- dóttir, Sandra Sigurðardóttir, Bryn- dís Lára Hrafnkelsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Anna Björk Kristjáns- dóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Sara Björk Gunnars- dóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Alexandra Jóhanns- dóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir, Elín Metta Jensen, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir. – kpt Guðbjörg og Dagný ekki með Jón Þór ásamt aðstoðarmanni sínum, Ian Jeffs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.