Fréttablaðið - 05.01.2019, Qupperneq 75
„Með auknu af-
þreyingarfram-
boði á Vestur-
landi eins og
Into the Glacier
í Langjökli,
heitu pottunum
í Krauma og
hinum ýmsu
hvataferðum
sem boðið er
upp á á Snæ-
fellsnesi hefur
eftirspurn eftir
því að stoppa
og skoða sig um
á Vesturlandi
aukist,“ segir
Jóel Hjálmars-
son hótelstjóri.
B59 hótel er nýjasta hótelið af fimm sem heyrir undir Capital Hotels keðjuna hér
á landi. Það svarar eftirspurn eftir
hóteli sem býður upp á fundarað-
stöðu, gistingu, mat og afþreyingu
úti á landi en er samt í námunda
við borgina.
„Hingað til hefur slík hótel
helst verið að finna á Suðurlandi
en með auknu afþreyingarfram-
boði á Vesturlandi eins og Into the
Glacier í Langjökli, heitu pott-
unum í Krauma og hinum ýmsu
hvataferðum sem boðið er upp á á
Snæfellsnesi hefur eftirspurn eftir
því að stoppa og skoða sig um á
Vesturlandi aukist,“ segir hótel-
stjórinn Jóel Hjálmarsson. Þá hefur
hótelið verið vinsælt til funda- og
ráðstefnuhalds enda fyrsta flokks
aðstaða fyrir hendi.
Á hótelinu eru 76 tveggja manna
herbergi, rétt um hundrað manna
ráðstefnusalur og hundrað manna
veitingasalur þar sem boðið er upp
á morgunmat, hádegismat, kvöld-
mat og kaffi.
„Í kjallaranum er svo heilsulind
með heitum potti, gufu, sánu og
slökunarsvæði sem er upplagt að
nýta eftir ráðstefnu- og funda-
höld,“ segir Jóel. „Við getum líka
tekið við stærri viðburðum en þá
erum við í samstarfi við Borgar-
byggð um menntaskólann og
menningarhúsið Hjálmaklett
sem er staðsettur hinum megin
við götuna. Þar er stór salur sem
getur tekið allt að 220-250 manns.
Ef umfangið er slíkt erum við svo
líka í samstarfi við önnur hótel á
svæðinu,“ útskýrir Jóel.
Hann segir hin ýmsu fyrirtæki
og stofnanir nú þegar hafa nýtt sér
aðstöðuna til fundahalds og fléttað
saman við það afþreyingu og
slökun. „Það hefur gefist afar vel og
þykir gott að geta brotið vinnuna
upp með því að gera eitthvað
skemmtilegt.“
Fyrsta flokks funda-
aðstaða í Borgarnesi
B59 hótel er nýtt fjögurra stjörnu hótel í Borgarnesi. Þar er
fyrirtaks aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds og auk þess
spennandi afþreyingarmöguleikar allt í kring.
n Æfingin skapar meistarann
Æfðu þig með því að tala upphátt
og helst fyrir framan lítinn áheyr-
endahóp. Æfingar losa ræðumenn
við óþarfa hikorð og þagnir.
n Að vinna með salinn
Reyndu að eiga svolítið samtal við
áheyrendur áður en ræðan sjálf
hefst. Með því hefurðu tök á að ná
augnsambandi við vinaleg andlit í
hópnum, losa um mögulegan kvíða
og létt andrúmsloftið í salnum. Ef
þú horfir svo aftur á vinalega mann-
eskju í fyrsta fjórðungi salarins,
á meðan á ræðu þinni stendur,
munu þeir sem sitja manneskjunni
á vinstri hönd halda að þú beinir
orðum þínum að þeim. Það sama á
við um næsta fjórðung og með því
skynjarðu ræðu þína sem samtal
við fólkið í salnum.
n Andaðu rólega
Ef þú finnur fyrir sviðsskrekk er
gott ráð að draga andann djúpt
og sjá sjálfan sig fyrir sér halda vel
heppnaða ræðu. Það er eðlilegt að
vera taugaóstyrkur fyrstu mínút-
urnar en svo er mikilvægt að breyta
mögulegu óöryggi í jákvæða orku.
n Ekki lesa ræðuna af blaði
Talaðu frá hjartanu eða notaðu
minniskort frekar en að lesa
Tíu heilræði fyrir ræðumenn
Allir geta lært að flytja góða ræðu. Bestu ræðumennirnir flytja skýr skilaboð í einföldum ræðum
sem fela í sér markvissar sögur sem sanna gildi hennar í upphafsorðum, miðju og endi ræðunnar.
Gott er að
mynda augn-
samband við
vinaleg andlit í
hópnum áður
en formlegt
ræðuhald hefst.
NORDIC PHOTOS/
GETTY
ræðuna beint af blaði. Ef þú skyndi-
lega manst ekki hvað þú ætlaðir að
segja geturðu dregið andann djúpt,
kíkt laumulega á minniskortið og í
framhaldinu vitað upp á hár hvað
þú ætlaðir að segja næst.
n Notaðu söguna strax
Byrjaðu fyrst á frásögn sem hrífur í
stað þess að þakka kynninum fyrir
eða lýsa því yfir hversu ánægður þú
ert að vera á staðnum. Ræðan ætti
að snúast um aðeins einn hlut og
því ætti að vera auðvelt að koma
sér strax að efninu án þess að gefa
allt frá sér í upphafi leiks. Farðu
beint í markvissa sögu sem tengist
efninu og leyfðu áheyrendum að
vita svolítið um hvað ræðan verður.
n Bein í baki
Reyndu að halda fallegri líkams-
stöðu og bera höfuðið hátt þegar
þú gengur á svið og stendur í pontu.
Ímyndaðu þér að höfðinu sé haldið
uppi líkt og á strengjabrúðu.
n Hafðu ræðuna einfalda
Gleymdu flóknum PowerPoint-
kynningum og endalausum
gögnum. Fókuseraðu frekar á eitt
málefni og láttu það verða eins og
samtal. Ræður eru í raun gagns-
lítið form samskipta og fólk man
sjaldnast allt sem það heyrir. Því er
best að hafa skilaboðin einföld og
skýr. Bestu ræðurnar innihalda ein
markviss skilaboð og fáeinar góðar
sögur til að koma skilaboðunum
enn betur til skila.
n Hafðu ræðuna stutta
Góð ræða ætti ekki að vera lengri
en tíu mínútur í flutningi, en fimm
til sjö mínútur er til fyrirmyndar.
Ef miðað er við sjö mínútur ætti
undirbúin og æfð ræða að vera
heldur styttri til að gera ráð fyrir
málpásum og viðbrögðum áheyr-
enda.
n Notaðu afslappaða
líkamstjáningu
Ef þú krossleggur handleggi eða
rígheldur í hendur þínar á maga
skynja áheyrendur taugaóstyrk
þinn og verða minna móttækilegir
fyrir ræðunni. Reyndu að láta sjást
að þér líði vel og þú hafir gaman af
því að standa frammi fyrir áheyr-
endum. Um leið verða þeir opnari
gagnvart þér og því sem þú vilt
koma á framfæri. Ef þú ert spenntur
fyrir málefninu verða áheyrendur
það líka.
n Slakaðu á
Þú getur aldrei orðið annar en sá
sem þú ert. Hins vegar geturðu
orðið besta útgáfan af sjálfum þér.
Þú þarft ekki að tala í belg og biðu
eða með ákveðnum stíl. Sýndu bara
ástríðu, sannfæringu og hollustu
við málstað þinn og þá skiptir engu
þótt þú komir ræðunni frá þér í
rólegheitum, mjúklega eða hvernig
sem stíllinn þinn nú er.
Heimild: Forbes
Er ráðstefna á döfinni?
R ÁÐSTEFNUR
Við hjá Iceland Travel Ráðstefnum höfum áratuga
reynslu af skipulagningu ráðstefna og funda.
Við bjóðum uppá alhliða þjónustu í tengslum
við ráðstefnur og fundi.
radstefnur@icelandtravel.is
6 KYNNINGARBLAÐ 5 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R RÁÐSTEFNUR OG VIÐBURÐIR