Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 99
Að heyra Hollywood-s t jör nu r s e g ja s t elska land og þjóð er frekar þreyttur frasi enda segja þær hann y f irleitt án sann- færingar. Dean DeBlois er öðruvísi. Hann virkilega elskar land og þjóð. DeBlois er leikstjóri How to Train Your Dragon en fyrsta teikni- myndin sem hann leikstýrði var Lilo & Stitch en fyrir hana fékk hann Óskarsverðlaunatilnefningu. Hann hefur komið til Íslands á gamlársdag í áratug. Hann bað unnusta síns hér á landi og hefur prófað að koma hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Að hitta stórlax frá Hollywood er allt- af svolítið skemmtilegt en að hitta DeBlois er upplifun. Hann mætti til viðtalsins með grænan 10-11 poka því eftir viðtalið var hann að fara í sund. Kom fyrst fyrir 10 árum „Ég hef alltaf verið áhugasamur um tónlistina sem kemur héðan. Ég dregst líka að fjarlægum stöðum. Draumaáfangastaðirnir eru ekki alveg eins og hjá flestum sem eru í kringum mig. Ég fór til Svalbarða fyrir nokkrum árum og var þar í viku. Ég væri til í að fara til Græn- lands og norður- h e i m s k a u t s i n s . En ég hafði heyrt mikið talað um Ísland, alveg frá því að Sykurmol- arnir voru og hétu. Reykjavík var sögð full af lífi, tónlist og partíum. Fyrir tíu árum kom ég hingað til að gera mynd með Jónsa, Go. Hug- my nd in va r að taka hana upp á gamlársdag og inn í nýja árið meðan hann spilaði sitt. Þegar ég var að taka upp var erfitt að einbeit a sér vegna f lugeldanna. Þetta var eitt- hvað sem ég hafði aldrei séð og mig langaði að koma til að vera hluti af þessu. Síðan hef ég komið á hverju ári, gisti alltaf á sama hóteli, í sama herbergi og nýt lífsins. Þetta er eiginlega okkar eigið heimili hér á Íslandi.“ Deblois segir að myrkrið skipti hann engu. Endalausar nætur um sumarið séu einnig ákaf lega sér- stakar og þessar andstæður séu einmitt hluti af því hvers vegna hann kann svo vel við að vera hér. „Það er ótrúlegt að koma út af skemmtistað um miðja nótt og það er bjart úti. Það fokkar verulega í hausnum á manni. Trúlofun við norðurljós Ég elska andstæðurnar að vera í heitum potti og í brjáluðum byl. Það er líka allt svo brjálað hérna. Landið er svo villt. Það vekur mann hrein- lega upp.“ Trúlega þekkir hann ekki mikið til skammdegisþunglyndis. Eiginmaður DeBlois, J.D. George, hugsar einnig með hlýju til lands og þjóðar en parið trúlofaði sig eitt vetrarkvöld undir dansandi norðurljósum. „Það er gamall viti á Reykjanesi þar sem við vorum efst uppi og ég var með hringinn í vasanum þegar norðurljósin fóru að dansa og héldu þvílíka sýningu. Ég var búinn að ákveða að ef þau birtust þá myndi ég biðja um hönd hans. Aðdráttaraflið sem Ísland spilar í okkar lífi er þannig nokkuð sterkt. Hér er svo mikið af fólki með hæfi- leika og margir með sterkar skoð- anir. Það er enginn að reyna að vera neinn annar. Það finnst mér frábært. Íslendingar eru töluvert frábrugðnir fólki í kvikmynda- bransanum.“ Klukkan sló gleði Ólafur Darri talar inn fyrir einn karakterinn sem kallast Ragnar the Rock. Ólafur talar einmitt inn á íslensku mynd- irnar en leikur nú í þeirri þriðju. „ Ég s á D j ú p i ð og var hrifinn af honum. Röddin og nærvera hans á skjánum var frá- bær. Við vorum með nokkra nýja karaktera og meðal annars einn sem er stór og mikill sem ég sá fyrir mér vera með þykka og góða rödd. Hann var sem betur fer laus en við hitt- umst ekki fyrr en núna um jólin. É g l e i ð b e i n d i honum í gegnum Skype og hann virtist skemmta sér vel þegar við töluðum saman. Við hittumst hér þegar það var örlítil frumsýning fyrir íslenska vini mína.“ Með DeBlois á þeirri frum- sýningu var Gerald Butler en þeir eru góðir vinir og hafa verið lengi. Butler eyddi áramótunum hér og var algerlega í skýjunum með að standa á Skólavörðuholti þegar nýtt ár gekk í garð. Þá sló klukkan svo sannarlega gleði. „Ég sagði honum einhvern tímann  Ísland leikur stórt hlutverk Kanadíski leikstjórinn Dean DeBlois eyddi sínum tíundu áramótum hér á landi. Hann og eiginmaður hans drógu meira að segja Gerald Butler hingað til lands. Fréttablaðið settist niður með Íslandsvininum DeBlois og spurði hví hann hafi fallið fyrir landi og þjóð. DeBlois hélt einkasýningu á nýjustu mynd sinni í How to Train Your Dragon- seríunni. Frá vinstri: Ólafur Darri, Gerald Butler, DeBlois og Jónsi úr Sigurrós. Deblois fór af landi brott í gær en býst við að snúa aftur í sumar. Vill ekki vera of lengi frá Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÞAÐ ER GAMALL VITI Á REYKJA- NESI ÞAR SEM VIÐ VORUM EFST UPPI OG ÉG VAR MEÐ HRINGINN Í VASANUM ÞEGAR NORÐUR- LJÓSIN FÓRU AÐ DANSA OG HÉLDU ÞVÍLÍKA SÝNINGU. fyrir löngu að hann yrði að prófa að vera hérna. Hann sagðist ætla að koma, svona eins og fólk segir yfir- leitt en síðan verður ekkert úr því. En hann sendi mér skilaboð á jóla- dag og sagðist vera á leiðinni. Hann var í Glasgow hjá mömmu sinni og kom yfir. Hann náði sýningunni og síðan skutum við upp á Skóla- vörðuholtinu. Við fórum til Jónsa og fjölskyldu hans fyrr um kvöldið og gengum svo upp að Hallgríms- kirkju. Hann keypti eitthvað sem líktist bjarnarfeldi og var með það eins og skikkju og öskraði og lét öllum illum látum og skemmti sér ótrúlega vel. Trúlega var þetta samt bara teppi,“ segir hann og hlær. Að fá fólk til að gráta How to Train Your Dragon hafa verið gríðarlega vinsælar teikni- myndir frá því að hin fyrsta kom út árið 2010 en þriðja og síðasta myndin, The Hidden World, kemur í kvikmyndahús í febrúar. „Upp- hafið var í raun björgunaraðgerð því það var lítill tími til stefnu. Myndin átti að koma út í apríl 2010 og við fengum bara 18 mán- uði til að klára hana – sem er mjög lítill tími í teiknimyndageiranum. Þegar myndirnar urðu vinsælar þá vildi Disney gera framhald en ég er ekki mikið fyrir framhalds- myndir og vildi frekar gera þríleik. Og núna hefur þetta heltekið áratug af lífi mínu en ég vissi að ef ég næði að setja saman góðan endi yrði ég sáttur.“ Og mark miðið með my nd- inni er einfalt. Að fá fólk til að gráta. Alla. Stóra sem smáa. „Ég get alveg ljóstrað því upp að það eru nokkrir sem hafa séð hana og þeir voru með tár á vanga. Butler grét. Það er ekkert verra en þegar fólk segir að það hafi munað litlu að það gréti yfir myndunum mínum. Það er eins og að segja að mér hafi næstum því tekist eitt- hvað. Það er vonin um að myndin veki tilfinningar. Ég nefnilega man eftir f lestum myndum sem hreyfðu við mér og vöktu upp einhverjar til- finningar.“ Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.