Fréttablaðið - 29.11.2019, Page 3

Fréttablaðið - 29.11.2019, Page 3
SJÁVARÚTVEGUR Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þre- faldast að umfangi á næstu tveimur áratugum. Í dag byggir bláa hag- kerfið að mestu á hefðbundnum sjávarútvegi en innan 20 ára mun allt að helmingur veltu byggjast á nýjum atvinnugreinum sem nýta auðlindir hafsins. Þetta er meðal annars það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Hér felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhuga- verð störf til framtíðar,“ segir Þór Sigfússon, annar höfunda ritsins. Hann segir mikinn vöxt geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. „Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haf- tengdra greina hérlendis innan 20 ára. Það þýðir að bláa hagkerfið gæti farið úr tæplega 400 milljarða veltu í rösklega 1.300 milljarða,“ segir Þór. – ds / sjá síðu 18 — M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 7 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 20% afsláttur Allt að fimmtudag, föstudag og laugardag Kringlunni - michelsen.is BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY BLACK FRIDAY HEILBRIGÐISMÁL Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtals- vert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félags- þjónustu sveitarfélaga með launa- hækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. – ab / sjá síðu 20 Mikil óánægja á BUGL Mikil starfsmannavelta lengir biðina eftir þjónustu Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans. Meira en hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á BUGL. Hafsjór tækifæra Hrímið gefur sölnuðum gróðri frá liðnu sumri ævintýralegan og hátíðlegan blæ. Undanfarna daga hefur verið kalt og stillt í höfuðborginni. Það eru kjöraðstæður fyrir hrímið sem leggst yfir allt. Búast má þó við hlýnandi veðri í borginni næstu daga með hita og rigningu, hiti gæti farið í átta gráður á mánudag. Myndin var tekin við Elliðaárnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hér- lendis innan 20 ára. Þór Sigfússon, forstöðumaður Sjávarklasans REYKJAVÍK Aron Leví Beck, vara- borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, krefur Vigdísi Hauksdóttur, odd- vita Miðflokksins í Reykjavík, um yfirlýsingu um bætta hegðun ásamt afsökunarbeiðni vegna ásakana um spillingu í garð Arons. Í bréfi sem Vigdísi barst frá lögmanni Arons er henni hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði segist ekki muna eftir álíka dæmi í seinni tíð. Málið snýst um ummæli sem Vig- dís lét falla á borgarstjórnarfundi 19. nóvember þar sem hún sakaði Aron Leví um spillingu vegna tengsla hans við fyrirhugaða byggingu Bio- dome í Elliðaárdal. – ab / sjá síðu 10 Hótar að stefna Vigdísi Hauks VIÐSKIPTI Íslandspóstur hefur þróað örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi komi til þess að lagaramminn um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. Tryggt verður að viðtak- andi sé sá sami og sá sem pantar og að hann hafi aldur til kaupa á áfengi. Dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir frumvarp á Alþingi í mars sem heimilar kaup á áfengi í netverslun án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. – þfh / sjá síðu 4 Með lausn fyrir dreifingu á áfengi Aron Leví Beck, varaborgarfull- trúi Samfylk- ingarinnar. 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -2 2 F 4 2 4 5 F -2 1 B 8 2 4 5 F -2 0 7 C 2 4 5 F -1 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.