Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 12
REYKJAVÍK Aron Leví Beck, vara-
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar,
krefur Vigdísi Hauksdóttur, odd-
vita Miðflokksins í Reykjavík, um
afsökunarbeiðni og yfirlýsingu um
bætta hegðun. Í bréfi sem Páll Berg-
þórsson, lögmaður Arons Levís,
sendi á Vigdísi í síðustu viku er
henni veittur þriggja daga frestur
til að verða við kröfunni. Kemur
fram í bréfinu að orðræða Vigdísar
gegn Aroni Leví feli í sér refsiverðar
aðdróttanir samkvæmt hegningar-
lögum. Samkvæmt refsiramman-
um er þyngsta refsing vegna meið-
yrða tveggja ára fangelsi.
Málið snýst um ummæli Vigdísar
á borgarstjórnarfundi 19. nóvem-
ber síðastliðinn þar sem Vigdís sak-
aði Aron Leví um spillingu vegna
tengsla hans við fyrirhugaða bygg-
ingu Aldin Biodome við Stekkjar-
bakka í útjaðri Elliðaárdalsins.
Fram kemur í bréfinu að Aron
Leví hafi árið 2015 sem nemandi
í skipulagsfræðum tekið þátt í
rannsókn á nýtingarmöguleikum
affallsvatns úr Laugardalslaug við
upphitun gróðurhvelfinganna, en
á þeim tíma voru uppi hugmyndir
um að reisa gróðurhvelfingarnar í
Laugardal.
Athugasemdir eru gerðar við að
Vigdís skuli á borgarstjórnarfund-
inum hafa lesið upp viðtal við Aron
Leví frá árinu 2015 og sagt í kjölfar-
ið: „Svona er spillingin í Reykjavík.“
Þá ýjaði hún að því að Aron Leví
hefði „keyrt verkefnið áfram“ og
„látið annarlega“. Einnig að hann
hefði gengið í Samfylkinguna til
að tryggja framgang verkefnisins.
„Bio Dome í Elliðaárdal er keyrt
áfram með offorsi af meirihlut-
anum. Nú eru komnar skýringar á
því. Einn borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar ber kápuna á báðum
öxlum,“ segir í bókun Vigdísar.
Einnig að með því að víkja af fund-
um þar sem málið var til umræðu
hafi hann gengist við því að tengj-
ast verkefninu. Þar að auki vekur
hún athygli á því að Aron Leví var
í varastjórn Hollvinasamtaka Ell-
iðaárdalsins á tímabili og beitti sér
fyrir því að Elliðaárdalur yrði ekki
friðlýstur. Sambærileg ummæli má
finna í útvarpsviðtölum við Vigdísi
í síðustu viku.
Lögmaður Arons segir að í stað
þess að gagnrýna verkefnið sé
Vigdís að draga persónu Arons
Levís inn í umræðuna að ósekju.
„Þau ummæli sem eru rakin hér
að framan beinast að persónu
umbjóðanda míns og fara langt yfir
öll velsæmismörk. Langsóttar full-
yrðingar um tengsl umbjóðanda
míns við milljarðauppbyggingu,
dylgjur um spillingu og einhvers
konar áframkeyrslu verkefnisins
innan borgarstjórnar eru augljós-
lega til þess fallnar að rýra orð-
spor umbjóðanda míns og vega að
starfsheiðri hans,“ segir í bréfinu
til Vigdísar. „Umbjóðandi minn
ætlar ekki að sitja undir orðræðu
þinni, enda felur hún í sér ólög-
mæta meingerð og atvinnuróg sem
enginn þarf að sæta á opinberum
vettvangi, hvorki kjörnir fulltrúar
né aðrar opinberar persónur.“
Bréfið er dagsett 21. nóvember
síðastliðinn. Hafði hún til 24. nóv-
ember til að verða við kröfu um
afsökunarbeiðni. „Að öðrum kosti
má búast við því að gripið verði
til frekari aðgerða til að rétta hlut
umbjóðanda míns, eftir atvikum
með atbeina sýslumanns. Í því
samhengi er áskilinn réttur til að
auka við kröfur, breyta þeim og
bæta við málsástæður, allt eftir
því sem lög leyfa og umbjóðanda
mínum hentar hverju sinni.“
Vigdís segist í samtali við Frétta-
blaðið ekki ætla að biðjast afsökun-
ar. „Mitt svar við þessum ofsóknum
skrifstofu borgarstjóra og borgar-
ritara hefur alltaf verið – stefniði
mér þá. Þau eru búin að elta mig á
siðareglunum og ekkert gengur að
ala mig upp,“ segir Vigdís og hlær.
„See you in court! Þetta er þannig
mál.“
Ekki hefur tíðkast að stjórnmála-
menn á Íslandi stefni hverjir öðrum
fyrir meiðyrði. Guðmundur Hálf-
dánarson, prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands, man ekki eftir
slíku dæmi í seinni tíð. „Það voru
heilmikil læti á fjórða áratugnum
þar sem menn voru ásakaðir um
geðveiki og annað slíkt, en það
er ekkert sem ég man eftir nýlega
þar sem leitað er til lögmanns,“
segir Guðmundur. Nærtækasta
dæmið væri úrskurður siðanefndar
Alþingis í máli Þórhildar Sunnu
Ævarsdóttur, þingmanns Pírata,
og Ásmundar Friðrikssonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins.
Guðmundur segir að síðustu ára-
tugi hafi stjórnmálaumræðan að
mestu verið laus við persónuárásir
líkt og tíðkaðist á tímum persónu-
kjörs. Vísar hann þá í Jónas frá
Hrif lu sem eigi það sameiginlegt
með Vigdísi að geta umturnað geð-
prúðustu mönnum. „Jónas hafði
þessi áhrif alls staðar, geðprúðustu
menn hreinlega umturnuðust. Vig-
dís er þannig líka. Mér skilst að það
sé erfitt að vera í Ráðhúsinu því að
samskiptin séu svo eitruð. Þannig
að þetta kemur ekki á óvart.“
arib@frettabladid.is
Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, skorar á Aron Leví að stefna henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar fer
fram á að Vigdís Hauks-
dóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, biðjist
afsökunar á ásökunum
um spillingu. Í bréfi lög-
manns er Vigdísi hótað
aðgerðum. Prófessor
í sagnfræði man varla
eftir öðru eins.
Jónas hafði þessi
áhrif alls staðar,
geðprúðustu menn hrein-
lega umturnuðust. Vigdís er
þannig líka. Mér skilst að
það sé erfitt að vera í Ráð-
húsinu því að samskiptin
séu svo eitruð. Þannig að
þetta kemur ekki á óvart.
Guðmundur
Hálfdánarson,
prófessor í
sagnfræði við
Háskóla Íslands
VIÐSKIPTI Að mörgu þarf að huga
við móttöku kínverskra ferða-
manna því að menningarmunur-
inn getur verið mikill. Af því til-
efni mun Íslandsstofa standa fyrir
fræðslufundi þann 22. janúar í
samvinnu við Ferðamálastofu, kín-
verska sendiráðið, Samtök versl-
unar og þjónustu, Samtök ferða-
þjónustu og Íslenska-kínverska
verslunarráðið.
Kínverskum ferðamönnum fjölg-
ar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæp-
lega 100 þúsund Kínverjar heim-
sótt landið undanfarna tólf mánuði
sem er aukning um 14 prósent. Að
öllum líkindum munu þessar tölur
hækka á næstunni.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
vikunni mun kínverska flugfélagið
Juneyao Air hefja áætlunarflug til
Íslands tvisvar í viku næsta vor og
f leiri þarlend f lugfélög eru með
Ísland í skoðun sem áfangastað.
Fljótlega á næsta ári verða svo kín-
verskir raunveruleikaþættir, þar sem
Ísland er í stóru hlutverki, sýndir
sem verður mikil landkynning.
Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar,
verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er
áðurnefndur fræðslufundur löngu
tímabær. „Megináhersla fundarins
verður sú að kynna fyrir framvarð-
arsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til
dæmis starfsfólki í móttöku gisti-
staða, rútubílstjórum og leiðsögu-
fólki, ýmis atriði sem geta bætt
upplifun kínverskra ferðamanna.
Það er talsverður menningarmun-
ur milli þeirra og vestrænna ferða-
manna og mikilvægt að upplýsa
starfsfólk um þankagang þessara
ferðamanna. Það gerir reynslu allra
betri,“ segir Þorleifur.
Hann nefnir sem dæmi það
sem slegið er hér upp í fyrirsögn.
Kínverskir ferðamenn vilja gott
aðgengi að heitu vatni því það
kjósa þeir helst að drekka, heils-
unnar vegna.
Undirbúningur fyrir f jölgun
kínverskra ferðamanna er líka í
gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns
Helgasonar, upplýsingafulltrúa
Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu
misserum lagt áherslu á að ná til
kínverskra farþega.
„Þannig er þegar hægt að greiða
fyrir vörur og þjónustu á Kef la-
víkur f lug velli með Alipay og
WeChat Pay sem eru meðal vin-
sælustu greiðslulausna í Kína. Þá
er Kef lavíkurf lugvöllur á WeC-
hat og DianPing sem eru mikið
notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“
segir Guðjón. Þar finni kínverskir
ferðalangar helstu þjónustuupp-
lýsingar fyrir Kef lavíkurf lugvöll.
Hann segir einnig að Isavia muni
halda áfram að þróa þjónustu fyrir
Kínverja í samstarfi við sendiráð
landsins. – bþ
Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi
Það er talsverður
menningarmunur
milli þeirra og vestrænna
ferðamanna og mikilvægt
að upplýsa starfsfólk um
þankagang þessara ferða-
manna. Það gerir reynslu
allra betri
Þorleifur Þór
Jónsson, verkefna-
stjóra hjá Íslands-
stofu
Kínverskir ferðamenn eyða mest allra þeirra sem sækja Ísland heim
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
F
-3
6
B
4
2
4
5
F
-3
5
7
8
2
4
5
F
-3
4
3
C
2
4
5
F
-3
3
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K