Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 14
MENNTAMÁL „Skólastarfið er þró- unarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafs- dóttir, aðstoðarskólastjóri í Hóla- brekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfs samning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunn skólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fella- skóla, Selja skóla og Breið holts skóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjöl- breyttra nemendahópa. „Nemendur v inna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá les- efni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri upp- byggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er upp- byggð. „Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nem- endum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglu- legt hrós er einnig hluti af aðferð- inni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið PALS einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda. Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hólabrekkuskóla UMHVERFISMÁL Björk Brynjarsdótt- ir, einn af stofnendum Jarðgerðar- félagsins, hefur staðið í ströngu síðustu mánuði við að kynna og kenna jarðgerðaraðferð sem nefnist Bokashi. „Þetta er frekar auðveld og notendavæn leið til að minnka kol- efnissporið heiman frá,“ segir Björk í samtali við Fréttablaðið. Aðferðin er þó ekki aðeins þægileg fyrir not- endur heldur einnig ein umhverfis- vænasta leiðin til að farga úrgangi. Það sem aðgreinir Bokashi frá öðrum aðferðum er sjálf bærnin að mati Bjarkar. Lífrænn úrgangur verður ekki að metangasi, líkt og í landfyllingum, og þar sem úrgang- urinn er gerjaður við loftfirrtar aðstæður leysir úrgangurinn hvorki kolefni né nitur út í andrúmsloftið líkt og gerist í hefðbundinni moltu- gerð. Skref fyrir skref er ferlið nokkuð einfalt. „Fyrst er lífrænn úrgangur settur í Bokashi-tunnu og við hann er blandað örveruklíði. Eftir tvær vikur er úrgangurinn gerjaður og honum blandað við venjulega mold. Tveimur vikum seinna er síðan orðin til kolefnisrík mold sem hægt er að nýta,“ segir Björk og bætir við að leifar af mat geti enn þá sést. „Sem er allt í lagi því að plönt- unum okkar er alveg sama þó þær nýti næringarefni úr einhverju sem lítur smá út eins og banani.“ Drulla af guðs náð Daglega fer mikið af kolefnum úr moldinni út í andrúmsloftið. „Þess vegna er alger snilld að það sé hægt Skila kolefnunum aftur í jarðveginn PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda. Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti Nú í haust tóku allir fimm grunnskólarnir í Breiðholti upp nýja aðferð í lestrarkennslu, PALS. Starfs- samningur um innleiðingu hennar var undirritaður í október og er markmið samningsins að mennta sem flesta kennara í aðferðinni. Kennsluaðferðin er sögð veita nemendum öryggi og auka færni þeirra. benda til þess að f lestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri fram- farir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kenn- ararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir náms- efnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sér- lega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda. birnadrofn@frettabladid.is að skila kolefnunum aftur í jarð- veginn. Í staðinn fyrir að losunin fari beint út í loftið fer hún aftur til síns heima,“ segir Björk hreykin. „Það gleymist oft að þrátt fyrir að okkur finnist jarðvegur bara vera drullan undir fótum okkar þá er hún þriðji stærsti kolefnistankur jarðarinnar.“ Grjótið og hafið eiga fyrstu tvö sætin. „Sjórinn tekur við rosalega miklu af kolefnum úr and- rúmsloftinu sem veldur því að hann er að súrna, sem við viljum ekki.“ Annað er uppi á teningnum hjá moldinni. „Við viljum hafa kolefnin í moldinni okkar, það er bara alveg frábært og líka moldinni sjálfri fyrir bestu.“ Í urðunaraðferðum dagsins í dag er hins vegar ekki lögð mikil áhersla á að halda kolefnum í jarð- veginum. Áþreifanleg áhrif Björk kynntist Bokashi-aðferðinni í Danmörku og sá strax tækifæri til að kynna landi og þjóð tæknina. „Mig langaði til að hvetja fólk til að taka til hendinni heima hjá sér.“ Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu séu sífellt f leiri tilbúnir að innleiða umhverfisvæna valkosti í sitt daglega líf. „Fólk hefur tekið mjög vel í þetta og það hefur mynd- ast lítið samfélag í Facebook-hóp Jarðgerðarfélaga þar sem meðlimir spyrja spurninga og deila reynslu- sögum af úrganginum sínum.“ Nú hyggst Jarðgerðarfélagið færa út kvíarnar og hefur hafið samstarf við Sorpstöðina Strönd í Rangár- vallasýslu. „Þau eru að vinna að því að endurskoða endurvinnslu í sveitarfélaginu og byrjuðu núna í júlí að sérsafna lífrænum úrgangi frá öllum heimilum í umdæminu.“ Árið 2020 mun Jarðgerðarfélagið svo gerja úrganginn með téðri aðferð og nýta hann svo í land- græðslu á svæðinu. „Það verður mjög spennandi að sjá hvort þessi frumraun skili sér í þeim umhverf- isáhrifum sem við búumst við.“ kristlin@frettabladid.is Björk segir fólk taka vel í Bokashi- aðferðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Pizza í kvöld? Einföld og bragðgóð pizza fyrir alla fjölskylduna á gottimatinn.is VIÐSKIPTI Félag atvinnurekenda (FA) gefur lítið fyrir ákvörðun og rökstuðning ráðgjafarnefndar um inn- og útf lutning landbúnaðar- vara fyrir að hafna tollalækkun á innflutning túlípana. Fram kemur í röksemdum nefndarinnar að nú stefni í meiri innlenda framleiðslu á túlipönum en í fyrra og að leiðandi dreifingaraðili eigi birgðir af túli- pönum sem hann geti ekki selt. „Þessar röksemdir eru mark- leysa. Það að það komi túlípanar í verslanir um miðjan desember hefur ekkert að gera með framboð- ið á markaðnum í nóvember,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA. Varðandi birgðirnar segir hann það einmitt vegna hárra tolla, verð á búnti á túlípönum sé nærri því 3.000 krónur í Hagkaup sem sé þrefalt dýrara en í mörgum öðrum borgum Evrópu og fimmfalt dýrara en í Hollandi. „Við getum hvorki fallist á niður- stöðuna né rökstuðninginn. Hvorki innlendir né innf luttir túlípanar hafa fengist í verslunum á hæfi- legu verði og hafa ekki gert síðan FA sendi beiðni um niðurfellingu tolla 9. október,“ segir Ólafur. – ab Þrefalt hærra verð á Íslandi Við getum hvorki fallist á niðurstöð- una né rökstuðn- inginn. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -2 2 F 4 2 4 5 F -2 1 B 8 2 4 5 F -2 0 7 C 2 4 5 F -1 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.