Fréttablaðið - 29.11.2019, Page 22

Fréttablaðið - 29.11.2019, Page 22
SAMFÉLAG „Bæirnir eiga sér mjög sérstakt vinabæjarsamstarf sem var stofnað til árið 1988,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Hafnarbæirnir Hafnarfjörður og Cuxhaven í Þýskalandi hafa átt í farsælu vinabæjasamstarfi í rúm þrjátíu ár. Ein af elstu hefðum samstarfsins er jólatré sem Cux- haven færir Hafnarfjarðarbæ á hverju ári. „Strax á fyrsta ári vinabæja- samstarfsins ákvað Cuxhaven að senda jólatré til Hafnarfjarðar. Upphaf lega fóru þau á milli með fiskiskipum en Samskip, sem sigla vikulega milli Íslands og Cux- haven, hafa undanfarin ár f lutt tréð og við kunnum þeim miklar þakkir fyrir,“ segir Andri. „Grenitré í Hafnarf irði hafa sennilega ekki verið há í loftinu þegar vinir okkar hófu að senda okkur jólatré fyrir þrjátíu árum en það hefur heldur betur breyst í dag. Öll önnur jólatré sem eru sett upp á opnum svæðum víða um bæinn í ár eru fengin úr görðum bæjarbúa þar sem þau hafa lokið hlutverki sínu,“ bætir hann við. Ljósin verða tendruð á Cux- haven-trénu klukkan 18.30 í kvöld og verður það í þrítugasta skiptið. Jólatréð mun standa í miðju jóla- þorpinu sem verður opið allar helgar fram að jólum. „Í jólaþorpinu í hjarta bæjarins höfum við náð að skapa notalega stemningu þar sem ilmandi jóla- stemning, ljúfir tónar og freistandi veitingar draga að fjölda gesta. Ég verð að viðurkenna að ég er til dæmis mjög spenntur að smakka upprúllaða hangikjötið frá sauð- f járbúinu á Ytra-Hólmi,“ segir Andri brosandi. Von er á tíu manna sendinefnd frá Cuxhaven sem verður viðstödd þegar kveikt verður á trénu og má því segja að mikið liggi við. „Tilefnið, að þetta sé þrítugasta tréð, er ástæðan fyrir fjölmennu fylgdarliðinu en tíminn verður nýttur vel til þess að skipuleggja þau samstarfsverkefni sem fram undan eru,“ segir Andri. – bdj Ljósin kveikt í þrítugasta sinn á Cuxhaven-trénu í Hafnarfirði Andri fyrir framan jólatréð frá vinabæ Hafnarfjaarðar, Cuxhaven, sem kveikt verður á í Jólaþorpinu í Hafnarfirði í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Starfsmenn göngu- deildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sér- hæfingu. Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL HEILBRIGÐISMÁL Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innan- dyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjón- ustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónust- unnar þar sem þjálfun nýrra starfs- manna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmunds- dóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftir- sóknarvert að vinna á BUGL. Fag- fólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sér- fræðiþjónustu fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroska- raskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og ungl- inga þar sem grunur er um sjálfs- vígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráð- gjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnu- fólk, margir starfsmenn eru í tveim- ur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sér- hæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunn- laun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsu- gæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgar- svæði og á landsvísu,“ segir Ingi- björg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjón- ustu orðið til þess að starfsmenn- irnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sér- hæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróun- ar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglauna- stefna í boði stjórnvalda er í hróp- legu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefna- sviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“ arib@frettabladid.is Geta gengið að betri kjörum víða annars staðar í kerfinu Mikil starfsmannavelta er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna lélegra launa og álags. Fagfólk segir ástandið ganga í berhögg við vilja stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn og unglinga. Mikil starfsmannavelta hefur verið meðal fagfólks á Barna- og unglingageðdeild, BUGL, síðastliðin ár eða um 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAG N F R Æ Ð I Bú naðarsamband Austurlands leitar nú til sveitar- félaga á svæðinu til að styrkja gerð þriðju útgáfu af ritröðinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Ætlunin er að færa allar helstu upplýsingar um lögbýli til nútímans. Fram kemur í styrktarbeiðni BSA að ekki liggi fyrir áætlanir um kostnað. „Þó er nokkuð ljóst að heildarkostnaður verður án vafa öfugum megin við 20 milljónir, segir í bréfinu. Líklega sé um að ræða um fimm hundruð lögbýli og framlag upp á tíu til fimmtán þús- und krónur á hvert þeirra myndi auðvelda að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Rökin fyrir því að leita til sveit- arfélaga eru einkum þau að um er að ræða heildstæða söfnun upplýs- inga sem til framtíðar mun nýtast til að að skrá þennan þátt atvinnu- og byggðasögu á starfssvæði BSA.“ Sveitarstjórn Djúpavogs hefur þegar lýst yfir vilja til að taka þátt í að fjármagna útgáfu ritverksins með þeim hætti sem óskað er. – gar Leita drjúgra styrkja fyrir jarðaskráningu Á Djúpavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJARAMÁL Starfsgreinasambandið (SGS) fordæmir í yfirlýsingu gjald- skrárhækkanir sem víða eru boð- aðar hjá sveitarfélögum. Um sé að ræða hækkanir sem jafnvel nemi á annan tug prósenta auk yfirgengi- legra hækkana á launum bæjar- stjórnarfólks. Þá eru verulegar hækkanir og breytingar á leigukjörum í félags- legu húsnæði einnig gagnrýndar harðlega. Telur SGS að hér sé um brot að ræða á yfirlýsingu Sambands sveitarfélaga sem gefin var út í tengslum við lífskjarasamningana. Þar var því beint til sveitarfélaga að hækka ekki gjaldskrár sínar umfram 2,5 prósent á næsta ári. SGS skorar á sveitarfélög að standa við umrædda yfirlýsingu og axla þannig ábyrgð á því að mark- mið kjarasamninganna náist. – sar SGS fordæmir hækkanir 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -4 5 8 4 2 4 5 F -4 4 4 8 2 4 5 F -4 3 0 C 2 4 5 F -4 1 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.