Fréttablaðið - 29.11.2019, Page 28

Fréttablaðið - 29.11.2019, Page 28
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Stanslaus útgjalda- þensla, á öllum sviðum hins opinbera, á ekki – og má ekki – verða að náttúru- lögmáli. Við upphaf umróts fjórðu iðnbyltingarinnar stöndum við á tímamótum þar sem miklu skiptir að marka afgerandi stefnu í þágu nýsköpunar og fylgja henni markvisst eftir með aðgerðum. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðirnar í þágu hinnar nýju og metnaðarfullu nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem var kynnt fyrir fáeinum vikum. Viðamesta aðgerðin er stofnun hvatasjóðs til þátttöku í því sem á ensku er kallað „VC“ fjár­ festingar (fyrir „venture capital“) og ég hef leyft mér að leggja til að verði á íslensku kallað „vísi­ fjárfestingar“, enda snúast þær um að styðja við ung fyrirtæki sem eru efnilegur vísir að einhverju meira. Fjármögnun af þessu tagi er mjög þýðingar­ mikil á vaxtarskeiði nýsköpunarfyrirtækja en hún hefur verið af skornum skammti hér á landi. Vert er að hafa í huga að vísisjóðir koma ekki bara með fjármagn inn í fyrirtæki heldur líka þekk­ ingu, reynslu og tengsl sem geta oft ráðið úrslitum. Þess vegna er skynsamlegt að greiða götu þeirra. Við Íslendingar erum dugleg að unga út efnilegum fyrirtækjum en þurfum að fjölga þeim sem ná flugi. Ég sagði einnig frá öðrum mikilvægum aðgerð­ um. Heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í vísi­ sjóðum verða rýmkaðar. Alvöru þrýstingur verður settur á opinberar stofnanir um að leita nýskapandi lausna og verður fyrsta skrefið stigið hjá stofnunum sem heyra undir mig sem ráðherra. Aðgengi að gögnum hins opinbera verður aukið og þar verður fyrsta skrefið stigið hjá Orkustofnun. Þá hef ég ákveðið að setja á fót hugveitu með framúrskarandi frumkvöðlum sem getur óhindrað og milliliðalaust beint ábendingum og tillögum til ráðherra. Ég hlakka til að fylgja þessum aðgerðum eftir og fleirum sem verða kynntar síðar. Nýsköpunarland­ ið þarf að verða að veruleika, við erum komin vel á veg og það er í okkar höndum að ná takmarkinu. Fyrstu aðgerðir nýsköpunarstefnu Við Íslend- ingar erum dugleg að unga út efni- legum fyrir- tækjum en þurfum að fjölga þeim sem ná flugi. Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir nýsköpunar­ ráðherra PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt Ólíkt því sem efnahagsspár hagfræðinga gera almennt ráð fyrir þá vara efnahags­sveiflur ekki að eilífu. Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu var fyrirsjáanlegt að áhrifin á ríkissjóð yrðu veruleg og að fjármála­ áætlun stjórnvalda um áframhaldandi afgang myndi ekki ganga eftir. Ríkissjóður verður rekinn með um tíu milljarða halla á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum­ varpi ríkisstjórnarinnar. Það er enginn heimsendir og margar Evrópuþjóðir líta vafalaust stöðu ríkisfjármála hér á landi, á þessum stað í hagsveiflunni, öfundar­ augum. Skuldir ríkissjóðs hafa minnkað um liðlega 600 milljarða frá 2015 og skuldahlutfallið lækkað úr 70 prósentum í 30 prósent. Fjárlögin eru ekki alslæm. Slakað er á aðhaldi í ríkis­ fjármálum, sem er réttlætanlegt til að sporna gegn efnahagssamdrættinum, sem birtist meðal annars í að tekjuskattur einstaklinga er lækkaður hraðar og opinber fjárfesting aukin enda þótt ganga hefði mátt enn lengra. Litlar breytingar voru gerðar á fjárlagafrum­ varpinu í meðferð þingsins, til hækkunar eða lækkunar útgjalda, sem er til marks um meiri festu og fyrirsjáan­ leika í ríkisfjármálunum en áður. Við eyddum engu að síður of miklu í góðærinu. Ríkis­ útgjöldin hafa aukist um liðlega fimmtíu prósent, eða sem nemur um 300 milljörðum, á aðeins fimm árum. Samtímis fordæmalausum uppgangstímum hafa tekjur ríkissjóðs stóraukist og í stað þess að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu og skilvirkni í rekstri hins opinbera, sem er nauðsynlegt, hafa tekjustofnarnir verið þandir til hins ýtrasta. Tímabundnar aðgerðir eftir fjármálaáfallið, einkum og sér í lagi hækkun trygg­ ingagjalds og sértækra skatta á fjármálafyrirtæki, skila orðið það miklum tekjum í ríkiskassann – samanlagt vel á annað hundrað milljörðum króna – að það hefur reynst stjórnvöldum ómögulegt að standa við fyrri loforð um að afnema þær skattahækkanir sökum þess hversu mikil áhrif það hefði á fjárlögin hverju sinni. Undantekningar finnast sem betur fer. Eftir stans­ lausan taprekstur er Íslandspóstur, sem er í eigu ríkis­ ins, að komast á réttan kjöl. Með tilkomu nýs forstjóra í sumar, sem hefur ráðist í stórfelldar hagræðingarað­ gerðir, er útlit fyrir að afkoman verði brátt við núllið. Þær hafa ekki verið sársaukalausar. Búið er að fækka stöðugildum um 15 prósent, framkvæmdastjórum og millistjórnendum hefur verið sagt upp og starfsemin flutt í minna og ódýrara húsnæði. Öllum má vera ljóst að Íslandspóstur er ekki eina opinbera fyrirtækið eða stofnunin þar sem þörf er á sambærilegri tiltekt. Stanslaus útgjaldaþensla, á öllum sviðum hins opin­ bera, á ekki – og má ekki – verða að náttúrulögmáli. Þjóðin eldist hratt sem kallar á gríðarlega útgjalda­ aukningu en útlit er fyrir að útgjöld til heilbrigðismála eigi eftir að tvöfaldast fram til ársins 2060 og verða um 14 prósent af landsframleiðslu. Ísland er fyrir háskatta­ ríki og þeir fjármunir verða því ekki sóttir með enn meiri skattlagningu á fyrirtæki og heimili. Pólitísk hugmyndafræði, einkum á vinstrivængnum sem leyfir ekki umræðu um hvernig nýta megi betur fjármuni hins opinbera, þarf að víkja fyrir reynslurökum og heil­ brigðri skynsemi. Við höfum ekki efni á öðru. Tiltektar þörf Djúpa Tinderlaugin Þau góðu tíðindi bárust nýlega að nýr stefnumótaþáttur, Tinderlaugin, hefji brátt göngu sína á Instagram. Óneitan- lega tengja flestir lesendur við ljúfar minningar um Djúpu laugina sálugu enda hápunktur íslenskrar dagskrárgerðar. Mengi hugsanlegra þátttakenda er þó ekkert mjög stórt. Djúpa laugin fjaraði því nokkuð hratt út. Stærsta stund þáttanna var þegar ung dama spurði þrjá karl- kyns þátttakendur: „Hvernig get ég komið þér á óvart í rúminu?“ Eftir skuggalega stuttan umhugsunartíma svaraði einn með óbirtingarhæfu svari sem tengdist hægðum. Þættirnir lögðust af skömmu síðar. Vélbyssukjafturinn Vigdís Eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu hefur borgarfull- trúi Samfylkingarinnar, Aron Leví Beck, hótað að kæra Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, fyrir ærumeið- ingar vegna ummæla sem hún lét falla á borgarstjórnarfundi. Sakaði Vigdís Aron Leví um spillingu vegna fyrirhugaðra bygginga í Elliðaárdal. Aron Leví byrjar því með talsverðum látum í borgarstjórn. Að sjálf- sögðu verða menn að leita réttar síns ef þeir telja að einhver hafi brotið á þeim en það er spurning hvort það sé skynsamleg veg- ferð að eltast við ummæli sem vélbyssukjafturinn Vigdís lætur falla. bjornth@frettabladid.is 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R26 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -4 0 9 4 2 4 5 F -3 F 5 8 2 4 5 F -3 E 1 C 2 4 5 F -3 C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.