Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 30
Niðurstöður úr nýlegri könn-un um bóklestur Íslendinga og fregnir um aukinn fjölda útgefinna bóka eru fagnaðarefni. Könnun Miðstöðvar íslenskra bók- mennta sýnir að bóklestur hefur aukist frá því 2017 sem hlýtur að teljast stórmerkilegt þegar haft er í huga að framboð á öðru efni hefur aldrei verið meira en nú. Aukinn lestur samfara meira framboði á efni á íslensku stuðlar að því að dýpka orðaforða og skilning með íslensku sem miðil. Í þessu sam- hengi er ákaflega ánægjulegt að sjá að barnafjölskyldur eru af kasta- mestu lesararnir. Börn sem fá gott málatlæti og læsisuppeldi eru lík- legri til að ná góðum námsárangri sem aftur leiðir til aukinna tæki- færa og bættra lífsgæða. Hvers vegna lesa Íslendingar meira núna? Íslendingar lesa e.t.v. meira núna vegna þess að margir einstaklingar og stofnanir hafa lagt hönd á plóg til að auka veg bókarinnar, lestrar, læsis og þar með íslenskunnar. Nið- urstöður úr PISA-könnun Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna að á árunum 2000-2015 hrakaði læsi íslenskra nemenda í 10. bekk. Þetta hafa margir tekið til sín og hafa í kjölfarið brugðist við með fjölbreyttum aðgerðum til að bæta læsi, að auka almennan lestur og stuðla að aukinni bókaútgáfu. Þar má nefna Þjóðarsáttmála um læsi en með honum tók mennta- og menningarmálaráðuneyti höndum saman með öllum sveitarfélögum í landinu ásamt samtökum foreldra og kennara um að efla lestur. Liður í sáttmálanum, sem Menntamála- stofnun hefur unnið að, er að auka vitund almennings um mikilvægi lestrar. Hefur náðst gott samstarf við ýmsa aðila, s.s. RÚV og bóka- söfn, um þessa vitundarvakningu. Mikilvægt er að allar þessar aðgerð- ir verði varanlegur og órjúfanlegur hluti af umgjörð lestrarmenn- ingar okkar en ekki einungis tíma- bundnar aðgerðir sem hafa áhrif til skamms tíma. Nú eru að koma jól! Á Íslandi er löng hefð fyrir því að gefa bækur í jólagjöf og lesa meira en ella yfir jólin. Í krafti þess að Íslendingar eru farnir að lesa meira er ástæða til að hvetja enn fleiri til að taka sér bók í hönd og halda á vit ævintýranna í skammdeginu og kuldanum. Menntamálastofnun, Heimili og skóli, Samtök forstöðu- manna á almenningsbókasöfnum og Félag fagfólks á skólasöfnum gefa nú í þriðja sinn út Jólasveinalestur í samstarfi við KrakkaRÚV en hann er með örlítið breyttu sniði þetta árið. Nú er hvatningin að lesa til að njóta og getur öll fjölskyldan tekið þátt í lestrinum ef áhugi er fyrir hendi. Efnið má finna á heima- síðum Menntamálastofnunar og Heimilis og skóla. Gleðilegan jólalestur! Höldum lestrinum áfram Nú er hvatningin að lesa til að njóta og getur öll fjöl- skyldan tekið þátt í lestr- inum ef áhugi er fyrir hendi. Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamála- stofnunar    Það er f jarstæða að halda því fram að það sé eitthvað sérstakt mál Sjálfstæðis- f lokksins að krefjast þess að kosið verði um framtíð Elliðaárdalsins. Að baki tillögunni um íbúakosn- ingu á fundi borgarstjórnar hinn 19. nóvember síðastliðinn stóðu fjórir f lokkar, Sjálfstæðisf lokkur, Miðf lokkur, Sósíalistaf lokkur og Flokkur fólksins. Eins hafa samtök eins og Hollvinasamtök Elliðaár- dalsins krafist þess að kosið verði um framtíð dalsins í íbúakosn- ingu. Þess utan hafa bæði Skipu- lagsstofnun og Umhverfisstofnun talið að þær framkvæmdir sem ráðgert er að ráðast í geti skaðað lífríki Elliðaárdalsins. Auk þess gera Landvernd og Stangaveiði- félag Reyk jav ík u r a lvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Það er ekki óþekkt með öllu, þó það sé heldur ekki algengt, að kosið sé um umdeild umhverfis- og skipulagsmál. Á síðustu árum er að f inna þrjú dæmi þess að sveitarstjórnir hafi sett þrjú slík mál í íbúakosningu. Kosið var um stækkun álversins í Straumsvík, iðnaðaruppbyggingu í Helguvík og um skipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Það væri því ekki um eins- dæmi að ræða þó íbúakosning færi fram um framtíð Elliðaárdals. Elliðaárdalurinn skreppur saman Það er ekki lengra síðan en árið 2016, að það svæði sem nú á að leg g ja undir g róðurhvelf ing u Aldin Biodome var skilgreint í skýrslunni „Sjálf bær Elliðaár- dalur – Stefna Reykjavíkur“ sem hluti Elliðaárdals. Sama ár voru þó kynnt áform um úthlutun 5.000 fermetra lóðar á svæðinu með 1.500 fermetra byggingarmagni. Nú þremur árum síðar er lóðin, sem stendur til að úthluta Aldin Biodome, orðin 12.500 fermetrar og byggingarmagnið þrefaldað eða 4.500 fermetrar. Auk þess hafa borgaryfirvöld á þessum þremur árum breytt umræddu svæði frá því að vera hluti dalsins yfir í að vera það sem kallað er jaðar dals- ins. Má því segja að Elliðaárdalur- inn sé að skreppa saman, enda munu framkvæmdirnar þrengja verulega að dalnum. Hver veit nema það þrengist enn frekar að Elliðaárdalnum, reki á fjörur meirihlutans f leiri óþekkta fjárfesta? Samtals er fyrirhugað að úthluta 45 þúsund fermetrum í dalnum undir lóðir, mestmegnis undir atvinnustarfsemi, eins og t .d. Garðheima. Nafn Garðheima er þó nýtt í þessu sambandi, enda kom það fyrst fram í viðtali við Pawel Bartozsek, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, í þættinum í Bítið á Bylgjunni hinn 25. nóvember. Það eru þó engin tíðindi að fulltrúar meirihlutans missi út úr sér í fjölmiðlum eitt- hvað um áform sín áður en þau eru kynnt fyrir ráðum og nefnd- um borgarinnar eða öðrum hags- munaaðilum. Í áðurnefndu viðtali í útvarps- þættinum Í bítið á Bylgjunni sagði Pawel Bartozsek það vera skyldu sína sem kjörins fulltrúa að taka ákvörðun um hvort ráðist yrði í svona framkvæmdir sem fyrir- hugaðar eru í Elliðaárdalnum og að hann gæti ekki stöðugt verið að hlaupa um eins og pólitískur vindhani eftir skoðunum annarra. Þessi sami borgarfulltrúi virðist þó ekki treysta sér til þess að ráð- stafa 400 milljónum af viðhaldsfé borgar innar til lögbundinna verkefna og blæs því árlega til rándýrra íbúakosninga um hvar framkvæma skuli almennt við- hald á leiktækjum, göngustígum o.f l. Það sér það hver vitiborin manneskja að lýðræðisástin er ekki mikil þegar lýðræðið hentar bara fyrir sjálfsögð smáverkefni en ekki umdeildar stórframkvæmdir. Stundum vindhani – stundum ábyrgur Má því segja að Elliðárdalur- inn sé að skreppa saman, enda munu framkvæmd- irnar þrengja verulega að dalnum. Hver veit nema það þrengist enn frekar að Ell- iðaárdalnum, reki á fjörur meirihlutans fleiri óþekkta fjárfesta? Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Vegna umræðu síðustu daga og vikur um mútugreiðslur má nefna, að orðið „múta“ eða „mútur“ hefur fylgt þessari þjóð langan aldur og kemur víða fyrir í fornu máli íslensku, s.s. í heilagra manna sögum, í Stjórn, gamalli þýðingu á upphafi Biblíunnar, og í Alexanders sögu, sögu Alexanders mikla sem uppi var 300 árum fyrir Krists burð. Þá kemur orðið einnig fyrir kvæðinu „Heimsómi“, er Skáld- Sveinn orti á 15. öld, þar sem segir: Hvert skal lýðurinn lúta? Lögin kann enginn fá, nema baugum býti til. Tekst inn tollur og múta, taka þeir klausu þá sem hinum er helst í vil. Vesöl og snauð er veröld af þessu klandri, völdin ef la f lokkadrátt í landi, harkamálin hyljast mold og sandi, hamingjan bannar að þetta óhóf standi. Í þessu erindi spyr Skáld-Sveinn, hvaða lögum almenningur eigi að lúta, af því að enginn fái rétt- láta meðferð nema greiða valds- mönnum mútur til þess að valds- menn noti þau ákvæði laga, sem eru mútugjafanum til hagsældar. En af þessum svikum verður veröldin fátækari og svikin auka flokkadrátt í landinu, og svikin – harkamálin – gleymast, fara í gröfina með þeim sem sviknir eru, svo og með þeim sem svíkja. Að lokum er í erindinu borin fram sú ósk, að hamingjan komi í veg fyrir þetta óréttlæti – þetta óhóf. Mútur eru því ekki nýtt fyrirbæri í mannlegu samfélagi, eins og sumir virðast halda. Þá er fróðlegt að hafa í huga, að gyðja þagnarinnar í hinni forn- grísku goðatrú heitir Muta, en það orð merkir „hin mállausa“. Gyðjan Muta var þekkt fyrir fegurð, en einnig fyrir málæði og hún gat ekki þagað yfir leyndarmálum. Sagði hún frá framhjáhaldi Júpíters, sem var æðstur guðanna. Fyrir vikið skar Júpíter tunguna úr henni. Var Merkúr, guð verslunar og ferðalaga, falið að fara með hina fögru gyðju niður í undirheimana, en hann hreifst af fegurð hennar og hafði kynmök við hana á leið þeirra niður og barnaði hana. Íslenska nafnorðið múta merkir í nútímamáli „peningagreiðsla til þess að hafa áhrif á gang mála“. Í dönsku og norsku er nú notað orðið bestikkelse, en í sænsku er notað orðið muta eða mutor, sem á rætur að rekja til grísku gyðjunnar. Í þýsku er notað orðið Schmiergelder, í ensku orðið bribery um mútur, en upphaflega var orðið notað um „theft, robbery, swindling, pilfer- ing“, komið af franska orðinu brib- erie, sem og var þar notað um það þegar embættismenn tóku fé fyrir sviksamlegt athæfi. Allt er þetta því af sömu rót runnið og mútur alþekktar um allan hinn vestræna heim – um aldir alda. Mútur – gamalt fyrirbæri í mannlegu samfélagi Íslenska nafnorðið múta merkir í nútímamáli „pen- ingagreiðsla til þess að hafa áhrif á gang mála“. Í dönsku og norsku er nú notað orðið bestikkelse, en í sænsku er notað orðið muta eða mutor, sem á rætur að rekja til grísku gyðjunnar. Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R28 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -2 C D 4 2 4 5 F -2 B 9 8 2 4 5 F -2 A 5 C 2 4 5 F -2 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.