Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 34
Á næstu örfáum misserum mun íslenskt bankakerf i umturnast. Eftir 3-4 ár verða
íslensk fyrirtæki og neytendur í
fjármálaumhverfi, sem á fátt líkt
með því sem þekkist í dag. Ástæðan
er sú að allar leikreglur á banka-
markaði eru að breytast. Markaður-
inn er alþjóðlegri en nokkru sinni
fyrr. Feitar mjólkurkýr hins hefð-
bundna bankakerfis eru leiddar
í sláturhús hver af annarri. Allt er
þetta gert í þágu neytenda og sam-
keppni.
Hér á landi sjáum við þegar merki
um breytta tíma. Mörg hundruð
bankast ar fsmenn hafa misst
vinnuna á þessu ári og sér ekki fyrir
endann á þeirri þróun. Arion banki,
eini stóri íslenski bankinn í eigu
einkaaðila, hefur gengið fram fyrir
skjöldu og leiðir aðlögun íslensku
bankanna að breyttum tímum á
fjármálamarkaði.
Breytingarnar á alþjóðamarkaði
eru að verulegu leyti drifnar áfram
af breyttum verslunarháttum.
Hefðbundnar verslanir eiga undir
högg að sækja og neytendur versla
í síauknum mæli við alþjóðlegar
netverslanir. Þessir breyttu versl-
unarhættir hafa kallað á breytta
greiðslumiðlun. Nú eru greiðslu-
miðlar á borð við Alipay og Apple
Pay orðnir fyrirferðarmiklir. Þeir
hafa ekki einungis haslað sér völl
í netverslun heldur líka í margvís-
legum almennum og daglegum við-
skiptum.
Nýju greiðslumiðlarnir hafa í
för með sér að þörfin fyrir gömlu
greiðslumiðlana á borð við Visa og
MasterCard fer minnkandi. Fyrir
örfáum árum var keppst um að ná
yfirráðum yfir kortafyrirtækjum,
sem voru mjólkurkýr þess tíma. Nú
eru mjólkurkýrnar ekki svipur hjá
sjón og margar hverjar steingeldar.
Í Evrópu eru þessar breytingar
drifnar áfram af tilskipun ESB um
greiðslumiðlun, PSD2, sem verið er
að innleiða á Evrópska efnahags-
svæðinu.
Ísland sér á parti
Íslenskir bankar búa við umhverfi
sem um margt er frábrugðið því
umhverfi sem þekkist í nágranna-
löndum okkar:
Kröfur um eigið fé eru miklum
mun hærri en annars staðar.
Íslenski bankaskatturinn, sem
lagður er á lánsfjármögnun banka,
þekkist ekki annars staðar. Íslenska
krónan er örgjaldmiðill, sem hvergi
er gjaldgengur annars staðar en á
Íslandi
Fyrir vikið eru íslensku bankarnir
ekki samkeppnishæfir við fjármála-
stofnanir í öðrum löndum og dregur
það dilk á eftir sér um allt íslenska
hagkerfið. Íslensk fyrirtæki eru ekki
samkeppnisfær við fyrirtæki, sem
búa við hagstæðara fjármálaum-
hverfi. Til lengri tíma kemur þetta
niður á lífskjörum allrar þjóðar-
innar.
Því þarf engan að undra að
íslensku bankarnir gangi nú í
gegnum endurskipulagningu, og
raunar endurskilgreiningu, þótt á
mismiklum hraða sé.
Á dögunum birtust fréttir um að
Arion og Íslandsbanki séu farnir að
nýta sér vaxtabreytingardaga gagn-
vart fyrirtækjum, sem hafi leitt til
þess að vaxtaálag hafi hækkað um
heilt prósentustig og jafnvel tvö
prósentustig í einhverjum tilfellum.
Reikna má með að Landsbanki sé í
sama ferli.
Rökin fyrir þessu eru þau að
undir liggjandi arðsemi starfsemi
bankanna sé of lítil. Búið er að færa
upp verðmæti eignasafnanna, sem
runnu á um eða innan við hálfvirði
inn í bankana frá gömlu bönkunum.
Þá séu kröfur um eigið fé og banka-
skattur íþyngjandi.
Benedikt Gíslason, bankastjóri
Arion banka, kynnti skipulags-
breytingar á svipuðum tíma og
fjöldauppsagnir fóru fram í bankan-
um fyrir tæpum tveimur mánuðum.
Þá sagði hann nýtt skipulag bank-
ans horfa til bandarískra banka. Í
því fælist að bankinn myndi miða
við að leiða saman fjárfesta og lán-
takendur fremur en að nýta eigin
efnahagsreikning til beinna útlána
á fyrirtækjamarkaði. Vísaði hann
m.a. til nýlegs skuldabréfaútboðs
Haga, þar sem lífeyrissjóðir komu
sterkir inn.
Bankinn verður framvegis fremur
milliliður, miðlari, en lánastofnun.
Þá mun þjónusta við meðalstór
fyrirtæki færast inn í viðskipta-
bankasvið, sem væntanlega mun
áfram bjóða útlán af efnahagsreikn-
ingi sem í framhaldinu yrði líklega
pakkað inn í eins konar vafninga og
boðið til sölu á markaði. Auðvelt er
að sjá fyrir sér sams konar útfærslu
á húsnæðislánum. Sennilega verður
þó bið á því þar sem húsnæðislán
eru að færast að verulegu leyti til
lífeyrissjóðanna, sem bjóða betri
kjör en bankarnir, enda þurfa líf-
eyrissjóðirnir ekki að borga banka-
skattinn.
Í stórum dráttum verður breyt-
ingin hjá Arion banka sú að útlán
bankans verða seld út af efnahags-
reikningi bankans annaðhvort í
pökkum (vafningum) eða í sér-
stökum útboðum, þegar um stærri
aðila er að ræða.
Af þessu leiðir að stærð efnahags-
reiknings bankans dregst verulega
saman og hægt verður að lækka
eigið fé bankans. Þar með lækkar
mjög bankaskatturinn, sem bank-
inn verður að greiða til ríkisins og
arðsemi eigin fjár eykst.
Í stað þess að tekjur bankans
byggist að verulegu leyti á inn-
heimtu vaxta munu þær byggjast á
þóknunum. Bankinn mun ekki eiga
lánin sem hann veitir, heldur selja
þau frá sér og taka þóknun fyrir.
Dregur úr áhættu banka
en sveiflur aukast
Áhætta bankans vegna útlána
dregst saman þar sem bankinn
liggur ekki með útlánin á sínum
efnahagsreikningi heldur selur þau
áfram til fjárfesta. Á undanförnum
misserum hefur Arion banki orðið
fyrir nokkrum skakkaföllum vegna
útlánatapa. Má þar nefna United
Silicon, Primera og WOW. Eftir hinu
nýja viðskiptalíkani bankans hefðu
þessi áföll ekki dunið á bankanum
þar sem bankinn hefði selt lánin
áfram til fjárfesta.
En ameríska módelið hefur fleira
í för með sér en að áhætta sé f lutt
frá bönkum til fjárfesta. Banda-
rískir bankar, og raunar líka evr-
ópskir, hafa verið mun sneggri en
íslenskir til að færa niður verðmæti
eigna þegar markaðsaðstæður kalla
á slíkt. Óhugsandi er að í Bandaríkj-
unum hefði komið upp sú staða sem
kom upp hér eftir bankahrun, þegar
bankar og aðrar fjármálastofnanir
leystu til sín gríðarlegt magn eigna,
þ.m.t. fyrirtæki og fasteignir, og
héldu inni á efnahagsreikningi
sínum misserum og jafnvel árum
saman á allt of háu verðmati miðað
við markaðsaðstæður.
Þessi stefnubreyting Arion mun
því líkast til hafa mikil áhrif á
íslenskan fjármálamarkað, þegar
horft er til framtíðar. Líklegt er að
verðsveiflur á markaði fyrir íslensk
fyrirtæki og atvinnuhúsnæði muni
framvegis líkjast því sem þekkist
erlendis, þar sem framboð og eftir-
spurn ræður verði en bankar og fjár-
málafyrirtæki halda ekki uppi verði
eigna til að verja efnahagsreikning
sinn, eins og verið hefur á Íslandi.
Íslandsbanki og Landsbanki
munu fylgja Arion og draga úr
kostnaði og áhættu með því að
minnka efnahagsreikninga sína
og gerast miðlarar fremur en hefð-
bundnar lánastofnanir.
Dregur úr samkeppnishæfni
minni fyrirtækja
Á því lokaða gjaldmiðilssvæði, sem
við búum við hér á Íslandi, er nokk-
uð ljóst að brugðið getur til beggja
vona fyrir smærri og meðalstór
fyrirtæki, sem eiga sína fjármögnun
undir bönkunum en geta ekki ráðist
í skuldabréfaútboð eins og Hagar og
stærri fyrirtæki. Þeir sem taka lán í
bönkum þurfa að borga kostnaðinn
við bankaskattinn og háa eiginfjár-
kröfu bankanna. Því geta þessar
breytingar dregið úr samkeppnis-
hæfni minni og meðalstórra fyrir-
tækja gagnvart stærri fyrirtækjum
hér á landi og gagnvart erlendri
samkeppni. Vert er að minna á að
flest ferðaþjónustufyrirtæki lands-
ins teljast lítil eða meðalstór. Sama
á við um iðn- og verslunarfyrirtæki.
Þá eru ótalin áhrifin á ríkiskass-
ann. Stjórnvöld hafa, þrátt fyrir
loforð um annað, þráast við að
lækka eða afnema bankaskattinn,
enda skilar hann hátt í tíu millj-
örðum í ríkiskassann á ári hverju.
Minni efnahagsreikningur banka
þýðir hins vegar að skattstofninn
minnkar. Ekki er óvarlegt að áætla
að tekjur ríkisins af bankaskatti
helmingist á næstu örfáum árum
vegna þessarar stefnubreytingar
íslensku bankanna.
Þá er ósvarað þeirri spurningu
hvort þessar aðgerðir bankanna
muni duga til að bjarga þeim og snúa
við ósjálf bærum undirliggjandi
rekstri þeirra. Algerlega er óvíst að
hagkerfi og atvinnulíf framtíðarinn-
ar hafi not fyrir banka til að geyma
peninga og færa þá á milli aðila.
Mögulega geta netið og snjalltæki
komið í stað marmarahallanna.
Greiðslumiðlunin er í öllu falli ekki
lengur háð bönkum og hefðbundn-
um greiðsluleiðum.
Hverfa bankarnir?
Ég heiti Úrsúla og nafnið þýðir „litla birna“. Og ég hef svo sannarlega verið skógar-
birna allt mitt líf. Á bernskuár-
unum mínum í Þýskalandi dvaldi
ég í mörg ár í sumarfríinu hjá afa
mínum. Hann var skógarvörður
og bjó í húsi úti í skógi. Þar lærði
ég margt um lífríkið í kringum mig
sem ég hef seinna meir kunnað að
meta. Í Þýskalandi eru stór og falleg
skóglendi sem ég naut í frítímanum
því ég elska að stunda útivist.
Svo heillaðist ég af þessari eyju
sem ég hef búið á í bráðum 40 ár.
Ósnortin víðerni, fossar, óbeislaðar
ár, auðnir og algjör þögn. Andstæða
við það sem ég ólst upp við. En á
mínum hálendisferðum sem ég fór
oft gangandi og stundum ein með
sjálfri mér opnuðust smám saman
augu mín fyrir þessum gríðarstóra
vanda sem Íslendingar þurfa að
glíma við.
Gróðureyðingin er skelf ileg,
jarðvegurinn fýkur á haf út í miklu
magni. Það er næstum enginn
gróður til að hefta þessa þróun.
Hefðbundin sauðfjárrækt þar sem
skepnurnar eru reknar upp á fjall
og oft á viðkvæm svæði bætir ekki
úr og fáránlegt er að það er offram-
leiðsla á kindakjöti. Sem betur fer
hefur verið unnið á móti þessu upp
á síðkastið.
Við vitum miklu meira nú en
fyrir hálfri öld. Tegundir eins og
alaskalúpínan hafa gert mikið gagn
þegar leitað var að plöntum sem
munu vaxa á f lestöllum stöðum,
dreifa sér hratt og bæta jarðveginn.
Lúpínan stóð sína plikt sem land-
græðslujurt á örfoka svæðum. Ekk-
ert er þó gott með öllu. Þessi dug-
lega planta óð yfir landsvæði þar
sem við viljum ekki hafa hana, hún
er ágeng tegund. Þannig að Land-
græðslan hefur ákveðið nýlega að
hún skuli einungis nota innlendar
plöntur í sínu starfi.
Menn verða að skilja mun á
markmiðum skógræktar og land-
græðslu. Í báðum tilfellum er verið
að leitast við að bæta gróður-
farið og festa jarðveginn á gróður-
snauða landinu okkar. Og ekki síst
að binda kolefnið. Áhugamenn
hafa kannski farið offari í að dreifa
fræjum af ágengum tegundum hér
og þar í þeirri góðu trú að þeir séu
að bæta landið. Það þarf að huga
betur að útbreiðslu birkiskóga sem
hafa þakið hér þriðjung af landinu
við landnám. Birkið er duglegt að
dreifa sér við erfiðar aðstæður eins
og dæmi á Skeiðarársandi sýnir.
Þar er að vaxa upp af sjálfsdáðum
stærsti birkiskógur á landinu.
Það þarf líka að gera greinarmun
á skógrækt til timburframleiðslu
og skógrækt til að búa til aðlaðandi
útivistarsvæði. Það síðarnefnda
er yfirleitt það sem skógræktar-
félögin eru búin að gera og oft
nálægt byggð, íbúum til yndis og
heilsubótar. Þar vaxa mismunandi
tegundir, einnig „útlendingar“ sem
auka fjölbreytileikann. Fólk sem
á garð eða sumarbústaðaland vill
líka oft rækta fjölbreyttan trjá- og
runnagróður.
En ræktun á skógum til timbur-
framleiðslu er tengd landbúnaði og
akuryrkju. Við vitum nú að hér geta
vaxið trjátegundir sem munu skila
af sér afurðum eftir nokkra áratugi.
Þessar tegundir eru innfluttar, ösp,
greni, lerki og fura, en með ræktun
þeirra gætum við skapað mikil
verðmæti á vel völdum stöðum.
Alaskaösp og sitkagreni vaxa hrað-
ast og binda mest af kolefni.
Ef við skoðum timburskógrækt
hér á landi þá er hún greinilega
þáttur í því að stuðla að sjálfbærni.
Þetta mun skapa atvinnu á lands-
byggðinni (félagslegi þátturinn).
Hægt er að búa til verðmæti langt
fram í tímann. Við gætum marg-
faldað timburframleiðslu, eftir-
spurn er mikil (efnahagslegi þátt-
urinn). Og það mun binda mikið af
kolefni fyrir utan það að flutningur
af timbri hingað utan frá með til-
heyrandi mengun mun minnka
(umhverfislegi þátturinn).
Skógrækt og landgræðsla eiga að
vinna saman að því markmiði að
bæta landið, vinna á móti gróður-
eyðingu, skapa skjól, binda kolefni
og byggja upp fagurt land sem getur
varðveitt sín fjölbreytilegu vist-
kerfi. Það á alveg að vera hægt með
góðu og faglegu skipulagi.
Skógrækt – hvert stefnir?
Ólafur
Arnarson
hagfræðingur
og fyrrverandi
formaður
Neytenda
samtakanna
Úrsúla
Jünemann
kennari á
eftirlaunum og
náttúruvinur Það þarf líka að gera
greinarmun á skógrækt til
timburframleiðslu og skóg-
rækt til að búa til aðlaðandi
útivistarsvæði.
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R32 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
F
-6
3
2
4
2
4
5
F
-6
1
E
8
2
4
5
F
-6
0
A
C
2
4
5
F
-5
F
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K