Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 36
Hver hefur ekki lent í því að fara á hlaðborð rétt fyrir jól og éta á sig gat, jafnvel
drekka úr hófi, velta svo út um
dyrnar hugsandi: „Þetta geri ég
aldrei aftur.“ Hugsa svo með hryll-
ingi til stórsteikur sem býður innan
seilingar á aðfangadagskvöld …
… eða að vera fastur í umferðinni
á Þorláksmessu, bölvandi aulanum
í bílnum á undan sem getur ekki
drattast yfir götuljósin þótt komið
sé gult, - svo maður geti smeygt sér
á eftir …
… nú, eða vera í vandræðum
rétt fyrir jól og tíu gjafir ókeyptar.
Spreða svo peningum á aðfanga-
dagsmorgun í allar áttir í tauga-
veiklun að klára jólagjafainn-
kaupin.
Ég kannast a.m.k. við einn.
Aðventan og jólin virðast hafa
tekið á sig ásýnd fjöldageðveiki
sem dregur mann í sig eins og
svarthol, þrátt fyrir góðan ásetning
um að halda sér utan við eitthvað
sem maður upplifir sem idíótahátt.
Maður getur ekki einu sinni f lúið á
gömlu Gufuna fyrir vopnaglamr-
inu. Þú! Komdu! Ódýrt!
Sú var tíðin að menn kölluðu
aðventuna „jóla-föstu“ en það er
langt síðan. Þá var til siðs að borða
og drekka lítið, enda oft lítið til
skiptanna, til að gera jólahátíðina
meira sérstaka þegar hún rann
loks upp. Samfara föstum átti fólk
að hugleiða söguna um barnið sem
fæddist í Palestínu.
Það má vera að færri hugsi um
sögu en áður, hvað þá að neita sér
um nautnir til að ígrunda eitthvað
barnslegt, jafnvel barnalegt.
Þó vill svo til að nú er komin upp
alveg ný staða, ný lífsskilyrði fyrir
tegundina sem við tilheyrum. Við
erum búin að eyða, eta og drekka
um efni fram. Við erum að taka
út á krít, en framtíðin á að borga,
börnin okkar og barnabörn. Dálít-
ið svipað og henti okkur 2007 nema
að nú stefnir hrunið í að verða
margfalt stærra.
Við drekkum, étum, ferðumst og
kaupum of mikið. Ef allir jarðar-
búar væru eins neyslufrekir og við
Íslendingar þyrfti a.m.k. 5-6 jarðir
til að standa undir ballinu. Mesta
neyslusukkið virðist vera á þeim
tíma sem öldum saman var þó kall-
aður jólafasta.
Jólafasta?
Kannski ættum við að blása rykinu
af þessu gamla orði, ef ekki sjálfra
okkar vegna eða barnsins þarna
forðum, þá vegna barnanna okkar
– og barnabarnanna.
Getum við byrjað að breyta um
lífsstíl fyrir þessi jól? Verða „mín-
ímalísk“? Halda „græn jól“?
Borða minna k jöt . Drek ka
minna. Aka minna. Ferðast minna.
Þurfum við endilega að f ljúga utan
til að kaupa jólagjafir? Endurnýta –
gefa eitthvað af öllu dótinu sem við
eigum? Láta börnin, barnabörnin
skiptast á gömlu dóti (sem oft er
eins og nýtt).
Ég á gamla jólaseríu sem er jafn-
gömul sjálfum mér og þó er ég
bráðum löggilt gamalmenni. Hún
er enn í lagi. Ég ætla að láta hana
lýsa mér meðan við bæði endumst.
Talandi um ljós – eitt lítið jólaljóð
eftir Einar Braga:
Árdagsljós
um lágan kofa
leiftri slær.
Blika augu
blá og skær.
Vekja fögnuð
veikra handa
fálm:
Lífsins rós
og lögð að vanda
í hálm.
Jólafasta – græn jól?
Undanfarin ár hefur Krabba-meinsfélagið séð um fyrstu skimanir fyrir brjósta- og
leghálskrabbameini kvenna. Heil-
brigðisráðherra hefur ákveðið að
því er virðist einhliða að endur-
nýja ekki samning ráðuneytisins
við Krabbameinsfélagið um þessa
þjónustu og það þvert á ráðlegging-
ar skimunarráðs. Stefnubreytingin
er sú að þessar skimanir færist á
tvo aðra staði. Brjóstaskimun skal
færast á Landspítalann og Sjúkra-
húsið á Akureyri og leghálsskim-
unin á heilsugæslustöðvar eða að
konur framkvæmi þetta sjálfar
heima. Það líður ekki langt á milli
frétta af of miklu álagi á Land-
spítalann og nú þegar er biðtími
eftir framhaldsbrjóstamyndatöku
á Landspítalanum sjö sinnum lengri
heldur en alþjóðleg viðmið segja til
um. Hvernig getum við réttlætt 35
daga biðtíma eftir myndatöku ef
fyrsta skimunarmyndataka bendir
til meinvarps?
Það er búið að vera með ólík-
indum að fylgjast með stefnu
heilbrigðisráðherra er varðar t.d.
liðskiptaaðgerðir. Þar sem það
sé talið skynsamlegra að senda
sjúklinga til Svíþjóðar frekar en
að heimila aðgerðir hér á landi
á einkastofum. Þess í stað eru
sjúklingar sendir utan, með ferða-
félaga að eigin vali, og settir undir
hnífinn jafnvel hjá íslenskum
læknum á einkastofum sem taka
á móti þeim þar. Það er auðvitað
ekki heil brú í svona ákvörðunum
sem kosta skattgreiðendur mun
hærri fjárhæðir heldur en nauð-
synlegar eru.
Nú fáum við konur að kenna
á undarlegri heilbrigðisstefnu,
þar sem leggja á niður þjónustu
sem við langf lestar erum þakk-
látar fyrir. Að koma á leitarstöðina
í þessum erindagjörðum er ekki til-
hlökkunarefni en móttökurnar og
umhverfið bæta þessar heimsóknir
töluvert. Þarna taka konur á móti
konum í þægilegu og skilningsríku
umhverfi. Rökin, sem notuð eru, eru
þau að þátttaka í skimunum sé ekki
nægileg í ákveðnum aldursflokkum
og ekkert hefur verið ákveðið með
gjaldtöku.
Á að telja okkur trú um að það
að mæta á heilsugæslustöðvar eða
sjúkrahús muni auka líkurnar á
því að konur fari í þessar skimanir?
Má ekkert vera í friði í heilbrigðis-
kerfinu sem minnir á einkarekstur
og ætlum við að sitja þegjandi undir
því? Krabbameinsfélagið hefur
einnig greitt með þessari vanfjár-
mögnuðu þjónustu tugi milljóna
undanfarin ár ásamt gjafafé frá
Bleiku slaufunni og fjölmörgum
öðrum styrktaraðilum. Gjaldið
fyrir hverja heimsókn er því niður-
greitt af gjafafé þeirra sem telja
þessa þjónustu mikilvæga í barátt-
unni við krabbamein kvenna.
Það er talið skipta höfuðmáli
að þessi þjónusta sé gjaldfrjáls til
þess að fjölga heimsóknum. Ef svo
er, ætti ekki heilbrigðisráðherra að
bregðast við því í samstarfi við Leit-
arstöðina áður en þessi þjónusta er
lögð niður í þeirri mynd sem hún
hefur fengið að vera í undanfarin
ár? Væri það ekki skynsamlegra
áður en farið er í fjöldauppsagnir
innan Leitarstöðvarinnar, starfsem-
in brotin upp og áður en skimunar-
kerfið er stokkað tilviljanakennt
upp milli stofnana sem þegar hafa
nóg á sinni könnu?
Má ekkert vera í friði, kæri heilbrigðisráðherra?
Kynbundið of beldi og kyn-ferðisleg áreitni á vinnu-stöðum komst heldur betur í
kastljósið fyrir tveimur árum þegar
#metoo byltingin skall á okkur eins
og f lóðbylgja. Þessi óásættanlega
hegðun var loksins dregin fram úr
skúmaskotunum. Þúsundir kvenna
stigu fram og kröfðust breytinga
enda með öllu óheimilt að leggja
samstarfsfólk sitt í einelti, áreita
það kynferðislega, áreita það á
grundvelli kyns eða beita of beldi á
vinnustað.
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla nr. 10/2008 leggja
þá skyldu á atvinnurekendur og
yfirmenn stofnana og félagasam-
taka að gera sérstakar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir að starfsfólk,
nemar og skjólstæðingar verði fyrir
kynbundnu of beldi, kynbundinni
áreitni eða kynferðislegri áreitni á
vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða
skólum. Þau fyrirtæki eða stofnanir
þar sem starfa 25 eða f leiri starfs-
menn skulu í lögbundnum jafnrétt-
isáætlunum sínum m.a. kveða á um
hvernig þau tryggja starfsfólki sínu
vinnuumhverfi af þessu tagi.
Auk þess er í gildi reglugerð um
aðgerðir gegn einelti, kynferðis-
legri áreitni, kynbundinni áreitni
og of beldi á vinnustöðum nr.
1009/2015 sem hefur það að mark-
miði að tryggja starfsfólki öruggt
og heilsusamlegt starfsumhverfi.
Samkvæmt henni skulu vinnustaðir
hafa skriflega áætlun um öryggi og
heilbrigði á vinnustað sem kveður á
um aðgerðir sem grípa skal til komi
Vinnuumhverfi án áreitni og ofbeldis
Fráveitumál eru eitt mikilvæg-asta umhverfismálið og snúa bæði að lýðheilsu og góðri
umgengni um náttúruna. Á undan-
förnum áratugum hafa sveitarfélög
og veitufyrirtæki í þeirra eigu lyft
grettistaki í að bæta fráveitukerfi og
fjölga skólphreinsistöðvum víða um
land. Á árunum 1992-2005 fór hlut-
fall landsmanna sem búa við skólp-
hreinsun úr 6% í 68%. Árið 2018 var
hlutfallið komið í 79%, þegar upp-
byggingu skólphreinsunar lauk á
Akranesi og í Borgarnesi og hefur
hlutfallið haldist nær óbreytt síðan.
Þrátt fyrir úrbætur síðustu ára
þarf enn að gera betur í fráveitu-
málum víða. Í skýrslu Samtaka
iðnaðarins um stöðu innviða í
landinu, sem kom út í október 2017,
kom fram að fjárfestinga væri hvað
sárast þörf í fráveitu- og vegakerfi.
Bæta þurfi ástand fráveitulagna,
koma upp skólphreinsun og styrkja
kerfin til að draga úr f lóðahættu.
Þetta kosti á bilinu 50-80 milljarða.
Þar af kostar aukin skólphreinsun til
samræmis við núgildandi reglur um
20 milljarða.
Stórar framkvæmdir í fráveitum
eru þung fjárhagsleg byrði fyrir
sveitarfélög og er það steinn í götu
þess að allir landsmenn búi við
góða fráveitu. Samorka hefur bent
á að skoða þurfi aðkomu ríkisins að
kostnaði við fráveituframkvæmdir,
til dæmis með því að taka upp að
nýju endurgreiðslu virðisaukaskatts
við slíkar framkvæmdir. Mikið
hefur áunnist á síðustu áratugum
í uppbyggingu fráveitna og urðu
framfarir mestar á þeim tíma sem
slíkt endurgreiðslukerfi var í gildi,
frá árinu 1995 til 2008.
Á Alþingi hefur nú verið lagt fram
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um virðisaukaskatt til þess
að styðja við úrbætur í þessum
mikilvæga málaf lokki. Einnig er
starfshópur ráðuneyta umhverfis-,
fjármála-, og sveitarstjórnarmála
að skoða mögulegar leiðir til frekari
stuðnings við fráveituframkvæmd-
ir. Samorka hvetur alþingismenn til
að styðja við hið nýja frumvarp og
aðrar aðgerðir sem stuðla að upp-
byggingu hreinsimannvirkja og
úrbótum í fráveitumálum um allt
land. Verkefnið er brýnt og snýst
um að koma hlutfallinu úr 79% í
100% – í þágu umhverfisins og allra
landsmanna.
Fráveitan er málið
Katrín Björg
Ríkarðsdóttir
framkvæmda-
stjóri jafnréttis-
stofu
Páll Erland
framkvæmda-
stjóri Samorku
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
varaþingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins í Suð-
vesturkjördæmi
og bæjarfulltrúi
í Kópavogi
Halldór
Reynisson
prestur og
verkefnisstjóri
umhverfismála
kirkjunnar
Vinnuveitendur og starfs-
fólk þarf því að axla saman
ábyrgð á heilbrigðu starfs-
umhverfi sem laust er við
einelti, áreitni og ofbeldi af
öllu tagi.
✿ Hlutfall landsmanna sem búa við skólphreinsun
100%
80%
60%
40%
20%
‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘09 ‘12 ‘15‘07 ‘10 ‘13 ‘16‘08 ‘11 ‘14 ‘17 ‘18
upp mál er varða einelti, kynferðis-
lega áreitni, kynbundna áreitni
eða of beldi. Atvinnurekandi á að
bregðast við eins f ljótt og kostur
er þegar honum berst kvörtun eða
ábending um slíka hegðun eða ef
hann verður var við hana. Skyldur
atvinnurekenda eru því gríðarlega
miklar og þær skyldur verður að
taka alvarlega.
Félagsmálaráðuneytið kynnti
á haustdögum nýja rannsókn
sem kallast Valdbeiting á vinnu-
stað – Rannsókn á algengi og eðli
eineltis og áreitni á íslenskum
vinnumarkaði. Samkvæmt rann-
sókninni er töluvert verk að vinna
hjá íslenskum fyrirtækjum hvað
varðar framfylgd jafnréttisáætl-
ana, gerð áhættumats, fræðslu um
félagslega þætti á vinnustað, for-
varnir varðandi einelti, kynferðis-
lega áreitni, kynbundna áreitni
eða of beldi. Stór hluti stjórnenda
sem rannsóknin náði til taldi hins
vegar starfsfólk sitt vera vel upplýst
um hvernig stuðla ætti að góðum
samskiptum og hverjir væru helstu
áhættuþættir.
Áreitni og einelti eru vandamál
á íslenskum vinnumarkaði skv.
niðurstöðum rannsóknarinnar.
Viðbrögðum er oft ábótavant og
þolendur fá ekki nauðsynlegan
stuðning. Þá er bent á að skýrara
verklag þurfi sem og f leiri úrræði.
Þá sýnir rannsóknin að fólk af
erlendum uppruna, fatlað fólk og
fólk með skerðingar er í sérstakri
áhættu.
Markmið laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla „…er
að koma á og viðhalda jafnrétti og
jöfnum tækifærum kvenna og karla
og jafna þannig stöðu kynjanna á
öllum sviðum samfélagsins. Allir
einstaklingar skulu eiga jafna
möguleika á að njóta eigin atorku
og þroska hæfileika sína óháð
kyni.“ Á Íslandi er atvinnuþátttaka
kvenna og karla mjög mikil og við
verjum stórum hluta vökutímans
í vinnunni. Vinnuveitendur og
starfsfólk þarf því að axla saman
ábyrgð á heilbrigðu starfsumhverfi
sem laust er við einelti, áreitni og
of beldi af öllu tagi.
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R34 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
F
-7
6
E
4
2
4
5
F
-7
5
A
8
2
4
5
F
-7
4
6
C
2
4
5
F
-7
3
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K