Fréttablaðið - 29.11.2019, Síða 39

Fréttablaðið - 29.11.2019, Síða 39
Samfélagið breytist ekki með því að einblína á ein- staklinga sem gagnrýna kerfið og ætlast til þess að þeir séu fullkomnir. Það er enginn fullkominn. Sam- félagið breytist með hugar- farsbreytingu styrktri af regluverki stjórnvalda. Eða öfugt. Regluverk stjórn valda breytist með hugarfars- breytingu í samfélaginu. Ostakakan okkar með blönduðum skógarberjum er dásemd á diski og himnesk í munni – Fáðu þér bragð af jólunum Þegar haldinn er borgarafundur þá hlýtur markmiðið að hafa einhvern ávinning í för með sér. Umræðan er enn á þeim stað að við þurfum að vekja athygli á mála- flokknum. Ýmsar raddir koma fram og þar sem við búum í lýðræðislegu samfélagi er eðlilegt að alls kyns spurningar vakni í kjölfar upp- lýsinga og það er í okkar verkahring að svara þeim mótrökum sem við höfum mætt. Kynslóðin sem lætur skutla sér Þetta er ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn sem reynt er að grafa undan gagnrýni einstaklinga á samfélagið með þeim rökum að þeir séu partur af samfélaginu. Hver er ábyrgur fyrir skutlinu? Eru það börnin? Hver er ábyrgur fyrir því að eðlilegt þyki að fara til útlanda oft á ári? Samfélagið breytist ekki með því að einblína á einstaklinga sem gagnrýna kerfið og ætlast til þess að þeir séu fullkomnir. Það er enginn fullkominn. Samfélag- ið breytist með hugarfarsbreytingu styrktri af regluverki stjórnvalda. Eða öfugt. Regluverk stjórnvalda breytist með hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Þess vegna er ekki nóg að benda bara á stóru fyrirtækin og hvað þau menga mikið. Þau munu ekki draga úr losun sinni fyrr en fólkið sem vinnur hjá fyrirtækjunum setur minnkun losunar í forgang. Það fólk gerir það ekki í vinnunni fyrr en það er farið að gera það í sínu einkalífi. Alþingismenn setja ekki afgerandi lög sem stuðla að minnkun losunar fyrr en allir í samfélaginu eru að gera það sama heima hjá sér. Það er einn galli á núverandi fyrirkomulagi. Við erum öll farin að skammast okkar svo mikið fyrir lifnaðarhætti okkar að annaðhvort þjáumst við af brennandi sam- viskubiti yfir öllu sem við gerum og börnin okkar öskra á okkur að þau muni deyja eftir 15 ár í aftursætinu á dísildrifna fjölskyldubílnum. Eða við afneitum þeirri hugmynd að Borgarafundur og hvað svo? nokkuð sem við gerum komi nokk- urn tímann til að hafa einhver áhrif þar sem orsakasamhengið er ekki beint sýnilegt. Það er sama hvora leiðina við förum, það breytir engu um útkom- una. Ekkert breytist nema að okkur líður illa. Lausnin á þessu er sú að við hættum að vorkenna okkur sjálfum á þennan hátt og lítum á okkar dag- legu athafnir og hvers við erum megnug að breyta til hins betra. Það er ekki hægt að setja sömu pressu á alla. Aðgerð sem er einum auðveld getur verið öðrum nánast óhugs- andi. Við þurfum að hugsa í lausnum á þeim þremur vettvöngum þar sem við getum beitt okkur: Í neyslu, samgöngum og umræðu. Það skiptir líka máli hvaða kröfur við sem ein- staklingar setjum á fyrirtækin sem við erum í viðskiptum við. Þetta snýst nefnilega ekki um að örfáir einstaklingar taki til í lífsstíl sínum og geri allt fullkomlega. Við þurfum öll að taka okkur á smátt og smátt. Þannig komumst við svo langt. Þorgerður M. Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og einn af skipu- leggjendum loftslagsverk- fallsins alla föstudaga Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 37F Ö S T U D A G U R 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -6 3 2 4 2 4 5 F -6 1 E 8 2 4 5 F -6 0 A C 2 4 5 F -5 F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.