Fréttablaðið - 29.11.2019, Síða 44

Fréttablaðið - 29.11.2019, Síða 44
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Ég er með BS-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og er búsett í Hlíðunum ásamt mann- inum mínum og börnum. Hann er lærður grafískur hönnuður en starfar sem ráðgjafi fyrir fólk með geðræna erfiðleika,“ segir Eyrún. Hún býr yfir dýrmætri reynslu úr umönnunarstörfum sem hún segir hafa nýst sér á frumkvöðla- brautinni. „Áður en ég stofnaði Róró vann ég með fólki á öllum stigum. Ég hef unnið með börnum, á elliheimili, með fötluðum og í leikskólum.“ „Róró framleiðir og selur Lúllu, dúkkuna sem hjálpar börnum að upplifa ró og ná betri svefni með því að spila upptöku af hjartslætti og andardrætti. Hún spilar í 12 klukkustundir í senn og getur því „sofið“ með barninu alla nóttina. Virknin er byggð á fjölda rann- sókna á jákvæðum áhrifum hjart- sláttar og andardráttar,“ útskýrir Eyrún. „Ég hef mikinn áhuga á vel- líðan og hvatningu og trúi að það sé gríðarlega mikilvægt alhliða heilsu okkar að slaka á og líða vel.“ Hófst í kringum hrunið „Ég leiddist út í þetta frumkvöðla- starf meðan ég var í fæðingarorlofi með annað barnið mitt. Það var í lok árs 2010 og mikil gróska í frumkvöðlaheiminum rétt eftir hrun. Það skipti miklu máli fyrir mig að geta sótt þekkingu og félagsskap í það samfélag á fyrstu stigunum. Bæði til að fá ráð og hvatningu og sjá aðrar fyrirmyndir sem voru komin skrefinu lengra en ég. Mér leið stundum eins og ég væri orðin rugluð þegar ég var búin að vera of lengi ein að vinna með dúkkuna mína og hugsaði með mér hvað ég væri að vesenast og hvort ég ætlaði ekkert að fara aftur að vinna. Kannski vegna þess að ég var ekki með neinn bakgrunn í rekstri, markaðssetningu eða Eyrún Eggertsdóttir segir það geta verið krefjandi að reka fyrirtæki samhliða móðurhlutverkinu þar sem ein vaktin taki við af annarri en hún á þrjú börn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is vöruþróun. Ég reyndi að feta mig áfram með þá þekkingu og hæfi- leika sem ég hafði og finna fólk til að aðstoða mig við það sem vant- aði upp á. Á byrjunarstigum þegar maður hefur ekkert fjármagn og er með lítið barn á arminum þá þarf að grípa til hugvitsins.“ Eftir að hafa hlotið verðlaun fyrir hugmyndina hófst vegferðin af krafti og þá varð ekki aftur snúið. „Hugmyndin að Lúllu hlaut Gulleggið 2011 og í kjölfarið fékk ég styrk frá Tækniþróunarsjóð til vöruþróunar. Ef ég hefði ekki fengið hann þá held ég Lúlla hefði ekki orðið að veruleika,“ segir Eyrún. „Ferðalagið frá hugmynd að veruleika var miklu lengra en ég hélt í fyrstu. Það er kannski eins gott að maður viti ekki leiðina til að byrja með. Ég reyni að taka einn dag í einu og njóta ferðarinnar. Það getur tekið á taugarnar að vera með eigin rekstur en ég held að ég hafi komist langt á blöndu af þrjósku, jafnaðargeði og jákvæðni. Ég vinn einnig með frábæru teymi af fólki og margir hafa hjálpað til að koma Lúllu á þann stað sem hún er í dag. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margþætt áhrif svefnleysis Eyrún sótti efnivið og innblástur í niðurstöður sálfræðirannsókna. „Hugmyndin er sprottin úr rann- sóknum sem ég las í sálfræði um jákvæð áhrif nærveru við foreldra fyrir börn, en rannsóknir gefa til kynna að þegar börn heyra í hjartslætti og andardrætti þá byrja þau að fylgja taktinum og þeirra eigin andardráttur og hjartsláttur verður stöðugri. Þetta leiðir til þess að þau upplifa meiri ró, ná að sofna, sofa lengur í senn og upplifa meiri vellíðan. Það hefur einnig verið sýnt fram á aukinn tauga- þroska, meiri þyngdaraukningu og minni magakveisu. Þarna er gott dæmi um mikilvægi góðrar líðanar og þessi jákvæðu snjóboltaáhrif sem er hrundið af stað og geta skipt miklu máli fyrir ung börn.“ Áhrifin af svefnleysi barna eru margþætt. „Vellíðan barna hefur einnig mikil áhrif á líðan fjöl- skyldna þeirra. Á þessum tíma fer boltinn oft að rúlla í vitlausa átt, barnið er í ójafnvægi, það sofnar seint og vaknar oft, aukin streitu- hormón gera þau viðkvæm, þau fá í magann, þau veikjast frekar, þau sofa enn verr, mamman og pabbinn sofa lítið sem ekkert og þar fram eftir götunum. Það getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líðan þeirra og heilsu en áhrif svefnskerðingar eru talin kosta samfélagið hundruð milljóna á ári hverju. Það er því til mikils að vinna. Vellíðan og svefn eru mikil- vægt og háalvarlegt mál. Ég hafði lesið mér til um þetta en hugmyndin að Lúllu kom fullmótuð til mín þegar neyðin bankaði upp á, eins og hugmyndir gera svo oft. Góð vinkona mín sem átti stúlku fyrir tímann þurfti að skilja hana eftir á næturnar á Vökudeildinni í nokkrar vikur. Þegar hún var skilin eftir á nótt- unni þá tók hún hlé í öndun og var í ójafnvægi. Þarna mundi ég eftir því sem ég hafði lesið og fór að leita á netinu að einhverju sem gæti hjálpað henni með því að líkja eftir nærveru. Þá kom í ljós að það er ekkert til á markaðnum, aðeins dót sem að spilar vélrænan „hjartslátt“ í stuttan tíma í senn. Það var þá sem hugmyndin kom til mín og ég tók ákvörðun um að búa Lúllu til.“ Mikilvægt að njóta Móðurhlutverkið og frumkvöðla- starfið getur verið krefjandi blanda. „Það getur verið erfitt og það er að mörgu að hyggja með þrjú börn. Það tekur ein vakt við af annarri. Ég dett stundum í það að vera meðvituð um allt sem ég gæti gert ef ég færi af fullum krafti í annað hvort hlutverkið og fæ oft þá tilfinningu að vera ekki að gera neitt nógu vel, hvort sem ég er heima eða í vinnunni. Mér finnst ég stundum vera með hausinn fullan af hlutum sem mig langar að gera, elda meira frá grunni, stunda útivist og hreyfingu með fjölskyld- unni, hitta vinkonur, komast á deit oftar en tvisvar á ári, fara á f leiri ráðstefnur, sækja námskeið, vinna fleiri tíma og svo framvegis. En að endingu snýst þetta um að finna jafnvægi og passa að vera góður við sjálfan sig. Ég þarf oft að minna mig á að það er mikilvægt að hvíla sig og að njóta tímans.“ Eyrún segir nóg um að vera í aðdraganda Svarta föstudagsins, en hún hefur mikla reynslu af því að stunda viðskipti í gegnum netið. „Við nýttum okkur hópfjár- mögnun við fyrstu framleiðsluna. Okkar stærsti markaður er í Bandaríkjunum og við seljum allt sjálf þar í netsölu, bæði á okkar síðu og í gegnum Amazon en við erum með vöruhúsið okkar þar. Við erum að taka þátt í Black Friday og Cyber Monday á net- sölunni okkar í annað sinn en hún hefur mikið vaxið á síðustu árum. Í fyrra tókum við þátt um helgina en í ár er það heil vika, Black Friday Week.“ Framhald af forsíðu ➛ Mér leið stundum eins og ég væri orðin rugluð þegar ég var búin að vera of lengi ein að vinna með dúkk- una mína og hugsaði með mér hvað ég væri að vesenast og hvort ég ætlaði ekkert að fara aftur að vinna. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -8 0 C 4 2 4 5 F -7 F 8 8 2 4 5 F -7 E 4 C 2 4 5 F -7 D 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.