Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 76
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
29. NÓVEMBER 2019
Tónlist
Hvað? Sálmasöngur við orgelleik
Hvenær? 17.00-17.30
Hvar? Dómkirkjan í Reykjavík
Flytjendur eru söngkonan Guð-
björg Hilmarsdóttir og organistinn
Kári Þormar. Aðgangur er ókeypis.
Orðsins list
Hvað? Loftslagsfundur Festu og
Reykjavíkurborgar
Hvenær? 13.00-16.00
Hvar? Kaldalón í Hörpu
Hvað? Áhrif ríkisfjármála á norska
hagkerfið
Hvenær? 14.00
Hvar? Sölvhóll, fundarherbergi í
Seðlabankanum
Frummælandi: Arnaldur Sölvi
Kristjánsson, sérfræðingur hjá
norska fjármálaráðuneytinu.
Hvað? Uppljómun. Dulræn reynsla
föður eftir lát sonar
Hvenær? 20.00
Hvar? Lífspekifélagið, Ingólfsstræti
22
Björn Hjálmarsson, barna- og ungl-
ingageðlæknir, heldur erindi sem er
opið öllum áhugasömum.
Myndist
Hvað? Sýningin Augnablik
Hvenær? 18.00-20.00
Hvar? Litla gallerý, Strandgötu 19,
Hafnarfirði
Þversnið af verkum Jóns Baldurs
Hlíðberg síðustu 30 ár, fuglar,
fiskar, fornverur og örlítil upplifun
af f lóru landsins. Hann verður á
staðnum við opnun.
Dans
Hvað? Tangó praktika og milonga
Hvenær? 21.00-24.00
Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg
Argentínskur tangó dunar. Dj er
Hlynur og gestgjafar Sigríður &
Hlynur. Opni tíminn ókeypis,
milongan 1.000 kr.
Sýning á náttúrurlífsmyndum Jóns
Baldurs Hlíðberg verður opnuð
í Litla gallerýi við Strandgötu í
Hafnarfirði.
Nærbuxnanjósnar-arnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur er framhald af Nær-bu xnaverksmiðj-unni sem kom út í
fyrra og fjallar um sömu persónur,
Gutta og Ólínu. „Gutti er svolítið
meðvirkur, prúður drengur sem
þolir ekki neitt vesen. Ólína er
skvetta sem dregst að öllu veseni,“
segir Arndís. „Í fyrri bókinni stóð
til að rífa nærbuxnaverksmiðjuna
en vinunum tókst að koma í veg
fyrir það og í staðinn var opnuð
samfélagsmiðstöð, Rumpurinn.
Í framhaldsbókinni eru Gutti og
Ólína aðalspaðarnir í þessari sam-
félagsmiðstöð en nýráðinn hús-
vörður hendir þeim út. Þau brjótast
inn og sjá að eitthvað einkennilegt
er á seyði, ýmislegt er horfið, þar á
meðal mikilvæg nærbrók frá kon-
ungskomunni 1874 sem var sér-
saumuð fyrir Kristján IX. Gamal-
menni sem hefur haldið þarna til
er gufað upp og sömuleiðis kanína
sem nýverið hefur eignast unga. Svo
Gutti og Ólína leggja af stað með
kanínuungann Svölu Björgvins til
að rannsaka málið,“ segir Arndís.
Borgaraleg óhlýðni
Spurð af hverju hún hafi ákveðið
að skrifa framhaldsbók segir hún:
„Ég var komin með sögusvið og per-
sónur sem voru í skemmtilegu sam-
spili. Mér fannst freistandi að segja
f leiri sögur af þessum persónum
frekar en að finna upp hjólið. Ég
skynja líka að krökkum finnst
gaman að hitta aftur gamla kunn-
ingja.“
Bókin er nýkomin út en Arndís
hefur þegar fengið góð viðbrögð.
„Það að blanda saman prakkara-
legu fyrirbæri eins og nærbuxum
og virðulegu fyrirbæri eins og löngu
dauðum kóngi kitlar krakka. Ég hef
frétt af börnum sem lesa bókina
yfir morgunmatnum og börnum
sem neita að fara að sofa á kvöldin
af því að þau vilja lesa. Bókin hefur
því valdið borgaralegri óhlýðni á
einhverjum heimilum, sem er hið
besta mál.“
Hjarta og erindi
Þegar Arndís er spurð hvað henni
finnist verða að vera til staðar
svo barnabók virki svarar hún:
„Hjarta og erindi. Börn bregðast
við skemmtilegum karakterum,
áhugaverðu sögusviði og húmor en
ef erindið er ekkert þá fellur allt hitt
um sjálft sig og lesandinn man ekki
eftir bókinni viku eftir að hafa lesið
hana.“
Hún segist vera komin með
byrjun á bók númer þrjú. „Sjö ára
sonur minn, aðstoðarmaður minn,
veit svo alveg hvað á að gerast í bók
númer tíu! Hann er upphafsmaður-
inn að öllu saman. Þegar hann var
fimm ára spurði ég hann hvernig
sögu hann vildi lesa. Hann sagði að
sagan ætti að vera um vélmenni sem
gæti skotið nærbuxum. Ég stóðst
ekki mátið að reyna að verða við
þessari ósk og úr varð Nærbuxna-
verksmiðjan.“
Nærbrók Kristjáns IX
„Mér fannst freistandi að segja fleiri sögur af þessum persónum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÉG HEF FRÉTT AF
BÖRNUM SEM LESA
BÓKINA YFIR MORGUNMATNUM
OG BÖRNUM SEM NEITA AÐ
FARA AÐ SOFA Á KVÖLDIN AF
ÞVÍ ÞAU VILJA LESA."
Nærbuxnanjósnar-
arnir er ný barna-
bók eftir Arndísi
Þórarinsdóttur.
Segir hjarta og er-
indi verða að vera
til staðar í barna-
bókum.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Hvítidauði
HHH H
Ragnar Jónasson
Útgefandi: Bjartur
Fjöldi síðna: 380
Ragnar Jónasson er einn þeirra
íslensku glæpasagnahöfunda sem
hafa getið sér gott orð fyrir glæpa-
sögur sínar á erlendri grund auk
þess sem hann nýtur mikilla vin-
sælda hérlendis. Í nýjustu bók
sinni, Hvítidauði, sýnir Ragnar að
hann nær óðum betri tökum á þessu
formi með haglega fléttaðri sögu.
Glæpurinn sem um ræðir er
framinn árið 1983. Hjúkrunarfræð-
ingurinn Tinna mætir alltaf fyrst á
morgnana í vinnuna á berklahælið
og því verður það hennar hlutskipti
á rigningarmorgni að koma að líki
samstarfskonu sinnar sem greini-
lega hefur verið myrt. Það er þó bara
byrjunin og atburðirnir á berkla-
hælinu verða örlagavaldar í lífi bæði
starfsmanna þar, lögreglufólksins
sem rannsakar málið og síðast en
ekki síst af brotafræðingsins Helga
sem þrjátíu árum síðar velur sér
þessa atburði sem efni í lokaritgerð
og tekur því upp þráð rannsóknar-
innar að nýju.
Berklar eru skelf ilegur sjúk-
dómur og er nafn bókarinnar
dregið af þeim en sjúkdómurinn
var oft kallaður hvítidauði
vegna þess fölva sem lagðist
yfir sjúklingana. Berklarnir,
berklahælin sem stofnuð
voru og það samfélag sem
þar var hefur orðið ýmsum
að sagnaefni, meðal annars
hefur Arnaldur Indriða-
son gert þessu efni góð
skil í sínum bókum. Þrátt
fyrir nafn þessarar bókar
er hún ekki um berklana
sjálfa nema að litlu leyti
þó vissulega komi þeir við
sögu enda gerast glæpirnir
á berklahæli.
Hvítidauði kemur við á
þremur tímaskeiðum, um
miðja öldina, árið 1983 og
svo 2012, sem ekki tengj-
ast öll í f ljótu bragði en
f léttast fimlega saman
að lokum og f léttan er
langt frá því að vera fyr-
irsjáanleg heldur tekur
söguþráðurinn nokkrar
óvæntar beygjur áður en
lausnin er í sjónmáli.
Inn í söguna f léttast svo gamlir
kunningjar úr fyrri bókum Ragnars,
lögreglukonan Hulda Hermanns-
dóttir og samstarfsmenn hennar, þó
þau séu frekar í bakgrunni í þessari
bók en sá hluti sögunnar sem gerist
2012 skarast einmitt við atburði í
annarri bók Ragnars þar sem Hulda
er í aðalhlutverki. Þá er einnig snert
á ýmsum samfélagsmálum eins og
alkóhólisma, heimilisofbeldi og ein-
manaleika sem er sívaxandi vanda-
mál í nútímasamfélagi.
Hvítidauði er ljómandi glæpa-
saga, persónugalleríið fjölbreytt
og mannlegt og vel haldið utan um
þræði. Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Spennandi og vel
fléttuð glæpasaga.
Morðin á berklahælinu
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R62 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
F
-4
0
9
4
2
4
5
F
-3
F
5
8
2
4
5
F
-3
E
1
C
2
4
5
F
-3
C
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K