Fréttablaðið - 29.11.2019, Side 82

Fréttablaðið - 29.11.2019, Side 82
Blakkát geta verið mis-gáfuleg eins og þjóðin veit nú þegar alltof vel. Hressandi birtingar-mynd er að plana utan-landsferðir eftir einn, eða tuttugu og einn, en svo hálfa leiðina út á Kef lavíkurf lugvöll hljómar Magaluf og Bene ekkert svo vel. Iceland Air Connect f lýgur hins vegar frá Reykjavíkurflugvelli beint til Grænlands, fríhöfn og allt,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca. „Ísland er búið að vera heitasti áfangastaður ferðalanga heimsins núna í nokkur ár en almennt eru ferðamenn að sækja norður. Græn- land á þannig framtíðina fyrir sér en ballið er rétt að byrja, þegar nýi alþjóðaflugvöllurinn og þjóð- vegurinn verða reddí á allt eftir að breytast,“ segir Erpur. „Í dag ferðast menn um þetta risa- vaxna land með þyrlum, bátum og snjófarartækjum, lítill túrismi þannig séð. Svo það er sérstaklega spennandi að skella sér núna. Túr- istarnir fatta það bráðum, hérna á Íslandi til dæmis borga menn tugi þúsunda til að skoða sílamáva og veiða ufsa en þegar maður fer rétt út fyrir byggðarlög Grænlands sér maður þvílíkar ófreskjur; rostunga, ísbirni og haugana af stórhvelum.“ Hann segir Nuuk vera frekar nútímalega. „Þarna getur þú keypt ferska exótíska ávexti, kókoshnetur og einhverja veislu og næsta búð við hliðina græjar þig með alls konar hvalkjöti og sauðnauti,“ segir Erpur. „Snjósleðar og mótorhjól eru reyndar bönnuð innan borgar- marka og þú sérð f leiri Porsche heldur en hundasleða, en engu að síður mjög frábrugðið og spenn- andi. Við vorum sem sagt með matar og menningar pop-up, Blaz- Roca rapp festival og KO.RE setti kóreskan götumat sinn í græn- lenskan búning, var með hreindýr og selkjöt við gríðarlega ánægju heimamanna,“ segir Erpur. „Við fylltum þarna skemmtistað- inn Manhattan og létum íslenskar Kópavogsrímur föndra við mann- skapinn. Við gerum það sama núna um helgina í Færeyjum á hinum hálf íslenska Sirkus í Þórshöfn. Það verða með okkur rapparar af svæðinu og hráefnið verður það líka, eflaust grindhvalur og pysju- vængir með kimchi.“ Næsti þátturinn af Landanum á RÚV verður mikið til undirlagður af Grænlandsævintýri þeirra Erps og félaga. „Svo verða frændur okkar í Fær- eyjum í sviðsljósinu þessa helgi, fólk getur fylgst með Instagramm- inu minu og Snapchatti. Atlantic Airways f lýgur reyndar frá Kefla- víkurflugvelli en fyrir vikið er f lug- ið sneggra, enda þota sem um ræðir, en ekki huggulegu spaðarellurnar sem ferja mann til Grænlands.“ steingerdur@frettabladid.is Erpur á Grænlandi Rapparinn Blaz Roca lagði land undir fót nú í haust og fór til Grænlands, þar sem hann skemmti. Með honum í för var veitinga- maðurinn Atli Snær, sem rekur staðinn KO.RE í Mathöllinni á Granda. Erpur og Dj Moonshine hljóðmaður með meiru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Erpur segir tíma til kominn að fólk hætti að fara til sólarlanda í ölæði þegar vel og beint liggur við að skreppa yfir til nágranna okkar Grænlendinga. Erpur kynntist auðvitað frábæru fólki á norðurslóðum. Markús og Erpur í Grænlandsför sinni. Ferðin var í samstarfi við veitingastaðin KO.RE og Atli Snær, eigandi og aðalkokkur staðarins, matreiddi kóreskan mat með grænlensku ívafi fyrir gesti sem fannst ekki ónýtt að fá heitan og vel kryddaðan og mat í köldu norðrinu. Snapchat: babarinn Instagram: slakibabarinn 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R68 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -1 4 2 4 2 4 5 F -1 2 E 8 2 4 5 F -1 1 A C 2 4 5 F -1 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.