Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 5
Starfsaldursmerki Á ársáhtíð Starfsmannafélags SÍS sem haldin var að Hótel Borg 17. nóvember s. 1. voru starfsaldurs- merki SÍS afhent í þriðja sinn. Eins og kunnugt er þá eru þessi merki tvenns konar. Silfurmerki fá þeir starfsmenn sem eiga að baki 25 ára þjónustu en gullmerki þeir sem unnið hafa hjá Sambandinu í 40 ár. Auk merkjanna fá þeir starfs- menn sem til merkjanna hafa unnið heiðursverðlaun sem svara eins mán- aðar kaupi þeirra. Nöfn og æviatriði þeirra sem merkin hljóta eru skráð í sérstakar bækur; Gullbók SÍS3 þar sem skráðir eru þeir sem hlotið hafa gullmerkin, og Silfurbók SÍS, þar GULLMERKI Sigursteinn Magnússon. Fæddur 24. des. 1899 á Akureyri Fo(reldrar: Magnús Jónsson, öku- maður í Garði á Akureyri og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Stundaði nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyrj 1914—17. Gekk í þjónustu KEA og fastur starfsmað- ur þess frá 1919 til vors 1920. Fór þá til Danmerkur og stundaði nám við Brocks Handelshöjskole í Kaup- mannahöfn 1920—22. Starfsmaður á skrifstofu SÍS í Kaupmannahöfn ár- in 1922—23. Á skrifstofu SÍS í Reykjavík frá því um áramót 1923— 24, þar til hann tók við forstöðu Leith-skrifstofu 1. júní 1930. Gegndi því starfi til 1. júní 1980. Síðan til ráða um sölu ísl. afurða erlendis. Skipaður ólaunaður ísl. ræðismaður sem skráðið eru þeir sem hlotið hafa silfurmerkin. Á árshátíðinni afhenti Erlendur Einarsson forstjóri heiðurs- merkin að þessu sinni fimm starfs- mönnum. Sigursteinn Magnússon í Leith hlaut gullmerkið en silfur- merkin hlutu þau Ragnheiður Hann- esdóttir, Gefjun—Iðunn, Páll Jó- hannsson Snæfeld, Afurðasölu SÍS, Ingveldur Einarsdóttir Garnastöð SÍS og Guðmundur Guðmundsson, klæðskeri, Saumastofu Gefjunar í Reykjavík. Þau Ragnheiður og Páll hafa starfað hjá Sambandinu 1 27 ár en Ingveldur og Guðmundur í Framhald bls. 28. Sigurstainn Edinburgh-Leith með starfsumdæmi í öllu Skotlandi. Sigursteinn Magn- ússon hefir á árinu 1962 starfað hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í 40 ár. Kona: Ingjbjörg Sigurðardóttir. HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.