Hlynur - 15.12.1962, Qupperneq 10

Hlynur - 15.12.1962, Qupperneq 10
Framhaldsnám samvinnumanna Fjórir nemendur hafa nú bæzt við í Framhaldsnám samvinnumanna til viðbótar þeim tveim er HLYNIJR sagði frá fyrr á árinu. Þeir sem hér um ræðir eru: Álafur Ketilsson frá YtranFjalli í Aðaldal, hóf nám í maí s. 1., Júlíus Valdimasson úr Reykjavík, Hermann Hansson frá Hjalla í Kjós og Sigurður Kristjánsson frá Björgum í A.-Hún. er hófu námið í haust. Allir hafa þessir piltar lokið námi við Samvinnuskólann og er þetta beint framhald af námi þeirra þar, sem verður hjá ýmsum kaupfélögum, Sambandinu og öðrum samvinnufyrirtækjum. Hermann Hansson er fæddur 28. júlí 1943 að Eyjum í Kjós. Tók Landspróf frá Gagnfræðaskól- anum við Vonar- stræti 1959, og fór í Samvinnuskól- ann sama ár það- an sem hann út- skrifaðist svo 1961. Að loknu námi í Samvinnu- skólanum hóf Her- mann störf hjá Skipaútgerð ríkis- ins, þar sem hann starfaði þar til hann byrjaði í Fram- haldsnámi samvinnumanna 1. nóv. s. 1., að undanteknum tíma sem hann dvaldi í London við nám í Pitmann School of English. Fyrsta hluta Framhaldsnámsins er Hermann hjá Hagdeild kaupfélag- Hermann Sigurður Kristjánsson er fæddur 16. apríl 1941 að Sigurður Harrastöðum í A,- Hún. Nam við Héraðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði og tók Lands próf þar 1960. Fór síðan í Samvinnu- skólann og útskrif- aðist þaðan nú í vor. Sigurður hóf námið nú 1. nóv- ember s. 1. og byrjaði í Hagdeild kaupfélaganna, þar sem námstím- inn verður að öllum líkindum fram yfir áramót. Álfur Ketilsson er fæddur að Ytra-Fjalli í Aðaldal 7. október 1939. Var á Héraðsskól- anum á Laugum í þrjá vetur og tók þaðan Gagnfræða- próf 1959. Fór svo í Samvinnuskólann 1960 þaðan sem hann útskrifaðist á sl. vori. Álfur hóf Framhalds- námið í maí og þá hjá KEA á Akur- eyri við afgreiðslu- störf, núna í haust hefur hann svo verið í Samvinnu- sparisjóðnum og Hagdeild. Júlíus Valdimarsson er fæddur í Reykjavík 22. júní 1943. Tók Lands- próf frá Gagn- fræðaskóla Aust- urbæjar 1959 og Gagnfræðapróf frá sama skóla 1960. Úr Samvinnu skólanum útskrif- aðist Júlíus í vor og hóf þá strax störf í Samvinnu- sparisjóðnum. 1. nóvember hófst svo nám hans í Framhaldsnámi og verður hann fyrst um sinn í Hagdeild kaupfé- laganna og Fjármáladeild. Július samvinnumanna Álfur 10 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.