Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 13
Smásagan í RAUN □□ VERU Þrátt fyrir þá staðreynd, að marg- ir af gáfuðustu og fjölhæfustu mönnum landsins tilheyra stétt of- drykkjumanna, minnist ég þess ekki, að hafa séð á prenti lýst dásemdum ofdrykkjunnar. Það skeði nefnilega hérna um daginn, þegar kollegi minn hafði gefið mér nokkra sjússa, að ég hét því, að reyna að lýsa dásemdum starfs míns, ef mér tækist að út- vega mér eina fyrir kvöldið. Og heppnin var með mér, og nú er ég byrjaður að efna heitið. Ég var liðlega tvítugur þegar ég bragðaði fyrst áfengi, en ég var líka orðin 23 þegar það rann af mér. Fyrsti sopinn var vondur, en áhrifin komu mér fljótt til að gleyma bragðinu. Ég fann hvernig, hiti og gleði, afl og fjör streymdi um lík- amann, hugsunin skýrðist, ég sá í gegnum allar blekkingar heimsins, og sá tilgangsleysið í öllum mínum fyrri athöfnum. Ég gerði mér ljóst, að ég hafði fundið mína hamingju og að henni mátti ég ekki sleppa. Þó að ég dytti svo að segja fyrir- varalaust út úr heimi blekkinganna og augu mín opnuðust fyrir fánýti tilgangsins, var ég fljótur að venj- ast hinu nýja starfi mínu. Ég eign- aðist góða vini og sannir ofdrykkju- menn eru vinir vina sinna. Þó eru þyrnar í jurtagarði Bakkusar, fínu rónarnir, sem dútla við að skemmta örvæntingarfullum piparkerlingum, sem í sjálfu sér væri ekki nema góðverk, ef það væri gert á heiðar- legan hátt. Þrátt fyrir alla mína hamingju eftir Braga Ragnarsson eru það þó andstæðurnar, sem gera líf mitt þess virði að lifa því. Ann- ars vegar hyldýpi botnlausrar ör- væntingar, hamslaus leit að Bakk- usi og dóttur hans, hins vegar ómet- anleg gleði og ástríðufull atlot þegar ég hef fundið hamingjuna og þá dýrka ég tengdapabba, þar til sál mín leysist upp í hundruð milljóna örsmárra fagnaðarbrota, sem fljúga til himins og sameinast hinni eilífu sál alheimsins. En það eru ýmsir erfiðleikar, sem ég og stéttarbræður mínir verðum að horfast í augu við. Síðan báru- járnið hvarf, er húsnæðisvandamál- ið það versta. Á köldum vetrarnótt- um, þegar miskunsemi Bakkusar er víðsfjarri, verð ég að láta mér nægja að hita mér við ofsa örvæntingar- innar. Þó batnaði ástandið aðeins á meðan Myndin sáluga kom út, en prentunin var svo léleg, að maður átti á hættu að vakna með feitletr- aða forsíðugrein á enninu, ef hann rigndi. En kaldar vetrarnætur í höll Bakk usar eru ekki verri, en að sitja þar á heitum sumardegi. Öll líkamleg vanlíðan hverfur eins og dögg fyrir sólu, ég hætti að hugsa og nýt þess eins, að vera ekki til. Ég líð upp í loftið og horfi á þennan vesæla lík- ama sem liggur skjálfandi á jörðinni og reynir að skýla sér innan I rifn- um frakkagarmi. Ég horfi á magra og skjálfandi fingur leita vonlausri leit, að tölu sem eitt sinn var á sín- um stað, en liggur nú á gangstétt Fram. á bls. 28. HLYNUR 13

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.