Hlynur - 15.12.1962, Qupperneq 15

Hlynur - 15.12.1962, Qupperneq 15
Þetta er Sigurður V. Jónsson sem verið hefur 15 ár á Gefjun. Sigurð- ur er í fágunardeiid svokallaðri, þar sem kambgarnið og teppin eru press- uð og fáguð. Þessi unga stúlka heitir Harpa Geir- dal og er 15 ára. Þegar HLYNUR spurði hana hvernig henni líkaði að vinna hérna, sagði hún að sér líkaði ágætlega. Annars værí hún í skóla á vetrum en ynni aðeins hér á sumrin, og á myndinni er hún við þrinningu. Rósa Þorvaldsdóttir er hér við pillingu. Hennar verk er að yfirfara vefnaðinn, áður en hann er settur í stranga, líta eftir göllum og gera við ef hægt er. Vinnutími Rósu er frá kl. 1 á daginn til 10 á kvöldin. Við hittum Sigurð Garðarsson þar sem hann stóð við vefstólinn, og var að vefa húsgagnaáklæði. Sig- urður sagðist vinna frá 5—5 á daginn. hávaðinn væri ekki svo mikill þegar maður færi að venj- ast honum, enda væru flestir með bómull í eyrunum þar sem háv- aðinn væri ærandi. Vefnaðurinn gengur misjafnlega, er þetta frá 50—100 metrar á sólarhring í hverjum stól. HLYNUR 15

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.