Hlynur - 15.12.1962, Síða 23
stjórn KRON hefur Þorlákur svo
átt sæti frá upphafi.
HLYNUR óskar þessum starfs-
mönnum KRON til hamingju með
aldarfjórðungs holla og langa þjón-
ustu. Jafnframt vill HLYNUR benda
þeim kaupfélögum á sem hafa í
þjónustu sinni starfsmemn er unnið
hafa svo langt og gott starf, að það
er sjálfsagður virðingar og þakkar-
vottur að heiðra slíka starfsmenn á
einn eða annan hátt.
Þessi mynd sem tekin var í september s. I. er af starfsfólki KRON á
Dunhaga. Sú búð varð á s. I. ári söluhæsta búðin hjá KRON og seldi fyrir
um 6.8 milljónir. Á s. I. ári störfuðu þar að jafnaði 7—8 manns og kemur
því í Ijós að hver starfsmaður verzlunarinnar hafi selt fyrir um það<
bil 920 þúsund krónur. Á þessu má sjá hve geysi þýðingarmikið það er að
starfsfólk í verzlunum sé heiðarlegt og ábyggilegt þar sem svo mikil verð-
maetil fara um hendur þess. Verzlunin á Dunhaga var opnuð í júnímánuði
1959 og er ein glæsilegasta matvöruverzlun borgarinnar. Húsakynni eru
þar rúmgóð og öllu stjórnað þar með miklum myndarbrag.
Starfsfólkið er talið f. v. Anna Júlíusdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, (hefur
unnið þar friá byrjun), Kolbrún Hámundadóttir, Elías R. Helgason deildar-
stjóril, Borgþór Svavarsson. Margrét Þórðardóttir, Svana Þóðardóttir (hefur
unnið þar frá byrjun) og Guðbjörg Baldursdóttir.
HLYNUR 23