Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 29

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 29
(Zœía... Framhald af bls. 7. fólgið í ferðalögum milli Kaupfélag- anna. Ég hefi orðið var við þann mjög svo útbreidda skilning meðal þeirra sem að staðaldri dvelia hér í Reykja- vík, að líf okkar ferðamanna hljóti að vera ævintýraríkt og tilbreytinga- samt. Þetta er nú ekki allskostar rétt, að minnsta kosti ekki hvað mig áhrærir, þótt Kristinn vinur minn Ketilsson hafi ef til vill aðra sögu að segja. Hinu er ekki að neita, að ýmislegt hefur borið við; margvísleg farartæki verið notuð og samferða- mennirnir verið ólíklegustu mann- gerðir. Lengi minnist ég ferðar minnar á trillubát yfir Arnarfjörð, og þó eink- um vegna samferðamanns míns, sem var hinn alþekkti kraftajötunn og sjósóknari, Pétur Hoffmann Saló- monsson. Vart höfðum við stigið í trilluna, en Pétur tók þar öll ráð, eins og vera bar. Skipaði hann eig- andanum niður í vél, en mér fram- undir hvalbak. Fylgdu strangar fyr- irskipanir með hótunum um hræði- legustu refsingar, ef ég hreyfði mig þaðan. Sjálfur settist Pétur undir stýri. Síðan héldum við yfir fjörð- inn og var logn veðurs. Allt gekk dável utan hvað ég fékk nokkur ströng augnaráð úr stýrishúsi, og þar til við vorum hundrað metra undan landi, Hrafnseyrarmegin. Þá bilaði vélin og vegna landkulsins rak bátinn nokkuð. Fann Pétur það út af vísdómi sínum, að ef svo gengi sem hingað til, og mannkertið, eig- andi bátsins, gerði ekki skyldu sína gagnvart vél hans, mundi oss reka út fjörðinn, fyrir Látrabjarg, gegn- um ákveðin sund á Breiðafirði og berast undir lokin að landi eftir margra sólarhringa hrakninga í Rifi á Snæfellsnesi. Þegar Pétur byrjaði að lýsa strandi okkar í Rifi, þar sem bátsskelinn mundi að sjálfsögðu brotna í spón, einn okkar komast nauðuglega af — og vitanlega lék enginn vafi á hver það mundi verða — fór vélin í gang og stýrt var að landi. Þarna var farkosturinn að vísu ekki stór, en úr því var bætt tveim árum síðar svo sem hér skal greint. Við vitum öll, að kaupfélagsstjórarn- ir eru jarlar, gott ef ekki einræðis- herrar í sínum plássum, og orð þeirra eru lög. En áhrifa þeirra gæt- ir víðar og jafnvel til Reykjavíkur og það á æðstu staði. í fyrravetur var ég staddur á Flateyri, en átti brýnt erindi þegar í stað á Bíldudal. Þið vitið öll, að Pétur Þorsteinsson, kaup- félagsstjóri er maður knár og vel að sér um flesta hluti, en aldrei hefði ég samt trúað, að vald hans væri svo mikið sem raun var á. Það eina, sem ég veit, er að hann mun hafa hringt í nafna sinn Sigurðsson, sjóliðsforingja með meiru, og hvað svo sem þeim hefur farið á milli, gat daginn eftir að líta varðskipið Þór koma öslandi inn Önundafjörð. Fólk við Flateyri þusti út að skyggna skipskomuna utan sængurkonur, karlæg gamalmenni og við Trausti Friðbertsson, kaupfélagsstjóri, sem gengum virðulega niður á bryggj- una. Stóð á endum ,að varðskips- menn höfðu bundið skipið og skotið út landgangi, að okkur bar þar að og ég steig með hæfilegum þótta- svip um borð, skipherra gaf honörr, og skipið lagði aftur frá. Móttakan á Bíldudal var engu lakari — þótta- svipurinn á mér hafði að vísu auk- ist að miklum mun, og raunar vant- aði aðeins lúðrasveitina til að hér liti út sem þjóðhöfðingi væri á ferð. Enda hafði ég eytt tímanum um borð í klefa þeim í varðskipinu, sem annars er ætlaður mestu virðingar- HLYNUR 29

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.