Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármuna- greiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kyn- ferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Stimplana í skúffuna og iðkum mannréttindi Velferðar- kerfið verður að vera nægi- lega öflugt til að uppræta fátækt. Ellen Calmon formaður ÖBÍ Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is FITUMÆLINGAVOGIR Við erum með gífurlegt úrval af öllum gerðum af vogum GOTT VERÐ Tanita BC-587 fitumælingavog Áður 32.860,- NÚ 18.749,- FÆRIBANDAVOGIR - RANNSÓKNAVOGIR - IÐNAÐARVOGIR - SMÁVOGIR VERÐÚTREIKNINGSVOGIR - TALNINGAVOGIR - KRÓKAVOGIR BAÐVOGIR - BARNAVOGIR - GÓLFVOGIR - LÍMMIÐAVOGIR gæði – þekking – þjónusta Ógæfa, þú ert snör og frá á fæti.“ Þessi orð Williams Shakespeare úr Ríkarði öðrum koma því miður upp í hugann þegar horft er vestur um haf á fyrstu embættisverk Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetatilskipanir Trumps til þessa hafa vægast sagt verið umdeildar og þykir mörgum sem verulega sé vegið að réttindum fólks, þá einkum minnihlutahópa, sem og jafnvel framtíð jarðar þegar horft er til loftslagsmála. Hver tilskipunin rekur aðra og Bandaríkin, land frelsis og tækifæra, virðast ætla að verða land frelsis og tæki- færa sinna útvöldu. „Ógæfa, þú ert snör og frá á fæti.“ Á mánudagskvöldið fengum við Íslendingar svo aðeins smjörþefinn af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í Bandaríkjum Trumps, þegar íslenskum ríkisborgara var meinað að ferðast til Bandaríkjanna vegna þess að hann er fæddur í Íran. Fæðingarstaður- inn einn og sér var nóg til þess að setja Íslendinginn Meisam Rafiei undir hatt hins mögulega hryðju- verkamanns og stimpla hann sem ógn við borgara eins voldugasta ríkis heims. Það er ójafn og ljótur leikur, jafnvel þótt eins sé komið fyrir fjölda annars fólks sem hefur það eitt unnið sér til saka að vera fætt í löndum sem forsetinn telur að Bandaríkjunum standi ógn af. Löndum sem virðast þó ekki síður vera valin út frá viðskiptahagsmunum. Meisam Rafiei er landsliðsmaður og fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska liðsins í taekwondo og Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Þá hefur hann efalítið verið einn af „strákunum okkar“ eins og íþróttahetjur eru alla jafna þegar vel gengur. En er Meisam Rafiei ekki örugglega strákurinn okkar í dag? Færi kannski betur á því að hann héti Ólafur eða Gylfi? Ætli þjóðin hafi ekki verið allt eins stolt af afrekum þessa unga manns sem var ekki einu sinni fæddur hér norður í Atlantshafi heldur valdi að deila með okkur kjörum? Því þurfa ráðamenn væntanlega að svara með viðbrögðum sínum og við hin þurfum líka að svara okkur sjálfum þessum spurningum. Svara því hversu mikla mismunun við sættum okkur við áður en við segjum stopp. Hingað og ekki lengra. Meisam er einn af okkur og við höfum alla tíð átt vingjarnlegt, friðsamlegt og gott samband við Banda- ríkin sem höfðu hér meira að segja herstöð í áratugi. Íslenskir ráðamenn hafa þegar brugðist við útilokun Meisam að nokkru leyti en við hljótum að ætlast til þess að ríkisstjórnin sýni okkur að það sé staðið með ferðafrelsi þjóðarinnar þegar á reynir. Að aðgerðir sem þessar séu óásættanlegar og ógn við frelsi allra friðsamra einstaklinga, óháð þjóðerni, kynþætti, uppruna og trú og þær því fordæmdar opinberlega af ríkisstjórn Íslands með formlegum hætti. Hver gæti einmitt verið betur til þess fallinn að standa gegn slíku gerræði eins og birtist í tilskipun Bandaríkjaforseta en lítil, vinveitt og herlaus þjóð á borð við Íslendinga? Þjóð sem hefur fullt tækifæri til þess að vera nú snör og frá á fæti og standa með frelsi einstaklingsins og mannréttindum. Strákurinn Að aðgerðir sem þessar séu óásættan- legar og ógn við frelsi allra friðsamra einstaklinga, óháð þjóð- erni, kyn- þætti, upp- runa og trú og þær því fordæmdar opinberlega af ríkisstjórn Íslands með formlegum hætti. Ekki í þessum pistli Þetta verður eini pistillinn á þessari síðu þar sem ekki verður fjallað um nýjan leið­ toga hins frjálsa heims. Enda er af nægu öðru að taka. Ýmsir aðrir en auðjöfurinn frá New York verðskulda athygli. Til dæmis breytti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávar­ útvegs­ og landbúnaðarráð­ herra, skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga í gær. Fékk Félag atvinnurek­ enda þar með sæti í hópnum sem það átti ekki fyrir. Vonandi munu nýir meðlimir samráðshópsins stuðla að því að breytingar verði gerðar í átt til frjálslyndis þegar endur­ skoðun lýkur. Nóg er komið af íhaldi í landbúnaðarmálum. Enn ekki í þessum pistli Annað mál sem verðskuldar athygli er ákvörðun Theodóru Þorsteinsdóttur að sitja bæði í bæjarstjórn Kópavogs og á þingi fyrir Bjarta framtíð. Hefur hún verið gagnrýnd fyrir að ætla að gegna báðum stöðum og þiggja laun fyrir bæði störfin. En Theodóra er kjörin í bæði embætti. Telji hún sig færa um að sinna skyldum sínum á hvorum tveggja vígstöðvum er því eðlilegt að hún þiggi laun fyrir. Ef annað kemur í ljós getur hún einfaldlega sagt sig úr bæjarstjórn og minnkað við sig. thorgnyr@frettabladid.is 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.