Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@365.is Kjúklingur tandoori. Kjúklingur með tortilla-nasli. Súrsætur kjúklingur. Fólk fær yfirleitt ekki leið á kjúkl- ingi enda er hægt að bera hann á borð með margvíslegum hætti. Til að spara er hægt að kaupa nokkra frosna, heila kjúklinga, hluta þá niður og gera úr bitunum dásam- lega góða rétti. Hér eru nokkrar uppástungur. KjúKlingur í tandoori Þetta er réttur sem er kröftugur og góður. Með því að nota kryddið eins og uppskriftin segir fyrir um verður bragðið best. Með smá fyr- irhyggju er hægt að gera réttinn ótrúlega góðan en þá þarf kjúkl- ingurinn að liggja í kryddinu í sól- arhring. Fyrir 4 8 kjúklingalæri með legg Marinering 10 heilir negulnaglar 2 tsk. kóríanderfræ 2 tsk. cumin-fræ Fræ úr 10 kardimommum Ristið fræin á þurri pönnu þar til góðan ilm leggur um loftið. Kælið og steytið síðan í mortéli. 2 laukar 4 hvítlauksrif 2 msk. rifinn ferskur engifer 2 tsk. chili-duft (styrkur eftir smekk) 2 tsk. pipar 1 ½ tsk. túrmerik 3 ½ dl hrein jógúrt 1 dl sítrónusafi Setjið lauk, hvítlauk og engifer í matvinnsluvél ásamt chili-dufti, pipar og túrmerik. Hrærið þar til úr verður mauk. Bætið þá jógúrt og sí- trónusafa saman við. Skerið legginn frá lærinu. Sker- ið smávegis í kjötið svo að blandan komist vel inn í það. Leggið kjúkl- inginn í marineringuna og breiðið plastfilmu yfir. Best er að láta þetta standa í sólarhring í kæli. Setjið allt í eldfast form í 200°C heitan ofn. Bakið í 30 mínútur eða þar til kjötið er fullsteikt. tómat- og agúrKusalat 4 tómatar, skornir í litla bita ½ agúrka, skorin mjög smátt ½ laukur, smátt skorinn 2 msk. smátt skorinn ferskur kóríander Safi úr 1 límónu ½ tsk. sykur Örlítið salt Blandið öllu vel saman og berið fram með kjúklingnum ásamt hrísgrjónum, raita-gúrkusósu og mango chutney. súrsætur KjúKlingur Hér er mjög einfaldur réttur þar sem notuð er tilbúin súrsæt sósa úr búðinni. Fyrir 2 2 kjúklingabringur, skornar í bita 1 rauðlaukur 1 rauð paprika ½ kúrbítur Ananas, ferskur eða úr dós 2 tómatar, skornir í bita 2 hvítlauksrif 1 glas súrsæt sósa Salt og pipar Þurrkað basil Hitið ofninn í 200°C. Skerið allt grænmeti í bita og setjið í eldfast form auk ananasbita. Hellið sós- unni yfir. Bragðbætið með salti, pipar og basil. Steikið í 20-30 mín- útur eða þangað til kjötið er full- steikt. Berið fram með soðnum hrís- grjónum. KjúKlingur með tortilla-nasli Mjög góður og einfaldur réttur. Hægt að breyta eftir vild. Fyrir4 400 g kjúklingahakk eða kjúklingabitar 1 msk. olía ½ laukur, smátt skorinn 1 rauð paprika, smátt skorin Um 3 dl salsa-sósa 1 poki tortilla-nasl 3 dl rifinn ostur Steikið kjúklingahakkið eða bitana og laukinn í olíu. Bætið paprikunni við og steikið með. Hellið salsa- sósunni yfir og látið allt hitna í gegn. Veljið salsa með þeim styrk- leika sem hentar best en gott er að hafa sósuna miðlungssterka. Leggið tortilla-naslið í stóra eld- fasta skál. Setjið kjötblönduna yfir. Bætið við salsasósu eftir þörf- um og jafnvel smávegis af sýrðum rjóma. Dreifið ostinum yfir og setjið í 225°C heitan ofn í um það bil 10 mínútur. Berið fram með fersku salati eða sýrðum rjóma og lár- perumauki. KröFtugur KjúKlingur#akraborgin AKRABORGIN SPORT OG ROKK HJÖRTUR HJARTAR ALLA VIRKA DAGA 16:00 - 18:00 Kjúkling er hægt að elda á óteljandi vegu, þar á meðal tandoori, súrsætan eða í tortilla. Flestir eru hrifnir af kröftugum kjúklingaréttum. Hér eru þrjár uppskriftir sem vert er að prófa á köldum febrúardögum. 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r4 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.