Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 38
Skotsilfur Afkoma H&M kom á óvart Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Sænska fataverslunarkeðjan H&M kynnti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung 2016 í gær. Afkoma fyrirtækisins var þá umfram væntingar og jókst hagnaðurinn um sjö prósent frá sama tímabili árið á undan. Forsvarsmenn H&M kynntu þá einnig að sala fyrirtækisins í janúar hefði aukist um 11 prósent en líkt og komið hefur fram stendur til að opna þrjár verslanir fyrirtækisins hér á landi síðar á þessu ári. Fréttablaðið/EPa Vi n n u st a ð a r m e n n i n g e r ákveðinn kjarni á hverjum vinnustað. Hún mótast meðal annars af hugmyndum, gildum og viðhorfum starfsfólks- ins. Vinnustaðarmenningin birtist svo í samskiptum, verklagi, félags- mótun og fleiri þáttum. Menning hvers vinnustaðar hefur mikil áhrif á árangur þeirra. Árangur sem birt- ist til dæmis í framgangi verkefna, í samskiptum við viðskiptavini og hversu vel þeim gengur að laða að og halda í hæft starfsfólk. Ef við segjum að heilbrigð vinnu- staðarmenning sé þannig að hún hjálpi vinnustöðum við að ná stefnu sinni og markmiðum, hún styðji við árangur hvers og eins starfsmanns, sem fagmanns og einstaklings, fólk langi til að ná árangri í starfi, upplifi að álit þess skipti máli og fái reglu- lega styðjandi endurgjöf á störf sín, starfsfólk mæli gjarnan með vinnu- staðnum við vini og vandamenn og vinnustaðurinn sé jafnvel þekktur út fyrir veggi sína fyrir góða menningu, þá myndi óheilbrigð vinnustaðar- menning væntanlega vera þannig að ekki sé samstaða um að vinna eftir stefnu vinnustaðarins, starfsfólk telji ekki endilega nauðsynlegt að fylgja verkferlum eða fyrirfram ákveðnu verklagi, starfsfólk fái sjaldan og óskýra endurgjöf á störf sín, óvirðing sé í samskiptum á milli starfsmanna, fáum líði vel í starfi og starfsmanna- velta gjarnan mikil. Oft er sagt að það að breyta vinnustaðarmenningu taki mörg ár. Þess vegna gerist það of oft að stjórnendur vinnustaða stýra menningu ekki nægjanlega mark- visst, því þeir telja að það taki allt of langan tíma til að hafa einhver áhrif. Það sem stjórnendur, og reyndar starfsfólk allt, þarf að gera er að ákveða hvernig menningu það vill hafa, og ekki hafa, á sínum vinnu- stað. Allir eiga að hafa skoðanir á vinnustaðnum og koma þeim á framfæri á uppbyggjandi hátt. Tala þarf opinskátt um æskilega hegðun hvað varðar vinnulag, samskipti og fleira. Á sama tíma þarf að vera sátt á meðal stjórnenda og starfsfólks alls, að sætta sig ekki við að hafa samstarfsfólk sem ekki styður við heilbrigða og árangursríka vinnu- staðarmenningu. Change the Culture – Change the Game er yfirskrift eins af erind- unum á ráðstefnu Only Human, sem haldin verður á Hótel Natura þann 23. febrúar 2017 (sjá www. only human.is), ekki missa af henni! Nýsköpun Herdís Pála Pálsdóttir, fyrirlesari og markþjálfi fyrir stjórnendur og félagskona í FKA. Árangursrík vinnustaðarmenning Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokk- að verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bank- anum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaður- inn John P. Madden, framkvæmda- stjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja. Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helga- son hóf þar ný- lega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyris- sjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. Konurnar taka yfir Greint var frá því á dögunum að Ásta Sig- ríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulíf- inu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Mar- teinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meiri- hluta þeirra sem stýra hagsmuna- samtökum í Húsi atvinnlífsins. Nú eru liðnar tvær vikur síðan Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna og sá dagur hefur ekki liðið að það sé ekki eins og maður sé að horfa á beina útsend- ingu á einhverjum klikkuðum raun- veruleikaþætti í sjónvarpinu. Og það er mjög auðvelt að ímynda sér að það sé eitthvað verulega athugavert við skilning Donalds Trump á heim- inum, og frá sjónarhóli hagfræðinnar er margt sem veldur áhyggjum – sér- staklega verndarsinnuð og fjand- samleg orðræða Trumps í garð inn- flytjenda. Hins vegar hefur „Trump-þáttur- inn“ ekki enn valdið neinum meiri- háttar viðbrögðum á fjármálamörk- uðum heimsins. Reyndar hefur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum verið í lágmarki og eftirtektarverð- ast er að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur komið vel út – sérstaklega frá því að Trump vann forsetakosningarnar snemma í nóv- ember og þangað til snemma í des- ember. Síðan þá hafa markaðir verið býsna flatir, en við höfum sannarlega ekki séð neitt óðagot. Markaðir og upplýsingar Þetta kann að virðast þversagna- kennt þegar litið er á stöðugan straum geðveikislegra Twitter- ummæla frá Trump. Þetta gæti hins vegar sýnt að gagnstætt því sem fyrrverandi utanríkisráðherra Dan- merkur, Mogens Lykketoft, sagði eitt sinn þá eru fjármálamarkaðir ekki „hysteriske kællinger“ („móðursjúk- ar kerlingar“). Reyndar endurspegla fjármálamarkaðir yfirleitt allar fáan- legar opinberar upplýsingar um ástand tiltekins hagkerfis, en ekki bara nýjustu gölnu athugasemdir einhverra stjórnmálamanna. Yfirleitt segjum við að þrír þættir ákvarði hlutabréfaverð. Í fyrsta lagi ákvarðast verð hlutabréfa af vænt- ingum um allan framtíðarhagnað fyrirtækja. Í öðru lagi ákvarðast hlutabréfaverð af því sem hag- fræðingar kalla áhættulausa vexti. Það er að segja hver væri arðsemi annarra fjárfestinga en hlutabréfa – gjarnan ávöxtun ríkisskuldabréfa. Ef ávöxtun skuldabréfa hækkar hættir hlutabréfaverði til að lækka. Í þriðja lagi er það áhættuvilji fjárfesta – ef fjárfestar fara að óttast áhættuna hefur hlutabréfaverð tilhneigingu til að lækka. Aðgerðir og stefnumál Trumps geta haft áhrif á alla þessa þrjá þætti og til að skilja hvað er um að vera varðandi hlutabréf er þetta greiningin sem maður þarf að ráðast í frekar en að álykta: „Maðurinn er snarvitlaus og þess vegna verð ég að selja hlutabréfin mín“ (þótt það sé vissulega freistandi ef maður er svo vitlaus að fylgjast með Trump á Twitter). Óttast verndarstefnu Ef við lítum á hagnaðinn ættum við í raun að líta á langtímahagvöxt í bandaríska hagkerfinu og útflutn- ingsmarkaði Bandaríkjanna. Er stefna Trumps líkleg til að auka verga landsframleiðslu í Bandaríkjunum – ekki bara núna heldur einnig löngu eftir að hann hættir sem forseti? Það er mjög erfitt að svara því en það er augljóst að sum stefnumál hans – sérstaklega verndarstefna hans og tillögur gegn innflytjendum – munu hafa neikvæð áhrif á bandarískan (og alþjóðlegan) hagvöxt. En þetta verður að bera saman við sum þeirra stefnumála sem gætu aukið hagvöxt – meðal annars afnám reglna og skattalækkanir. Að öllu samanlögðu óttast ég sjálfur mest verndarstefnu hans og tillögur gegn innflytjendum, en um leið efast ég um að áhrif þess- ara tillagna muni vara í til dæmis 10 eða 15 ár. Reyndar er alls ekki víst að þessar tillögur komi til framkvæmda (vonandi ekki!). Ég er sannarlega enginn aðdáandi Donalds Trump og ég er ekki sér- lega bjartsýnn á bandaríska hluta- bréfamarkaðinn í augnablikinu. En þegar höfuð mitt er að springa af reiði vegna verndarstefnu Trumps og stöðugra árása á innflytjendur lít ég á hlutabréfamarkaðinn og það hjálpar mér að setja hlutina í sam- hengi. Þegar allt kemur til alls, því ætti ég að vera betur í stakk búinn að spá fyrir um aukinn hagnað banda- rískra fyrirtækja næstu 20-30 árin en „viska fjöldans“ hjá fjárfestum á hlutabréfamörkuðum heimsins? Svo við skulum vona að markaðirnir hafi rétt fyrir sér! Trump og hlutabréfamarkaðir Þetta gæti sýnt að gagnstætt því sem fyrrverandi utanríkisráð- herra Danmerkur, Mogens Lykketoft, sagði eitt sinn þá eru fjármálamarkaðir ekki „móðursjúkar kerlingar“. 1 . F e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r10 MarkaðuriNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.