Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 10
Kanada Maðurinn sem myrti sex manns í skotárás á mosku í Quebec á sunnudagskvöld heitir Alexandre Bissonette, er 27 ára gamall lög- fræðinemi við Laval-háskóla í Que- bec og var aðdáandi Donalds Trump og Marine Le Pen. „Hann var maður sem oft kom með öfgakenndar athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem hann tal- aði illa um flóttafólk og femínisma,“ er haft eftir François Deschamps atvinnuráðgjafa á fréttasíðu kanad- íska dagblaðsins The Globe and Mail. „Þetta var ekki beint hatur heldur frekar partur af þessari nýju íhalds- hreyfingu þjóðernis og sjálfsmyndar sem einkennist frekar af óumburð- arlyndi en hatri,“ segir Deschamps. Lögreglan segir að Bissonette hafi verið einn að verki. Annar maður, sem handtekinn var eftir skotárás- ina, reyndist ekki hafa verið með honum í ráðum. Honum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Auk þess að myrða sex manns særði Bissonette á annan tug manna, þar af fimm alvarlega. – gb Var aðdáandi Trumps og Marine Le Pen BandaríKin Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öld- ungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmála- ráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starf- andi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslima- ríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráð- herra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráð- herra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoð- anabróðir Trumps í innflytjenda- málum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin sam- þykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstakl- inga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjár- málaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherra- embætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í rétt- inn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráð- gjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. gudsteinn@frettabladid.is Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæstaréttardómara verði ekki síður umdeilt. Hópur fólks kom saman í Quebec í fyrrakvöld til að minnast hinna látnu. NordicpHotos/AFp donald trump á fundi með fulltrúum lyfja- og líftæknifyrirtækja í Washington í gær. NordicpHotos/AFp SVíÞJÓÐ Föngum í Svíþjóð hefur fækkað um 24 prósent á 10 árum. Í fyrra sátu 4.200 einstaklingar inni en fyrir 10 árum var fjöldinn 5.500. Fangelsum hefur einnig fækkað úr 58 í 47 á sama tímabili. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur verið reynt að láta þá sem dæmdir eru fyrir minni háttar afbrot gegna samfélagsþjónustu eða ganga um með rafband. Vistun ungra fanga á meðferðarheimilum er úrræði sem einnig hefur verið nýtt. Að mati fyrrverandi prófess- ors við Stokkhólmsháskóla stafar mesta fækkunin í fangelsunum af því að glæpamenn sem fæddir eru á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar eru farnir að eldast.  – ibs Föngum fækkar um fjórðung Lögregla á vettvangi í Malmö. NordicpHotos/AFp SVíÞJÓÐ Leigumiðlun í Stokkhólmi býður nú hótelherbergi í hverfinu Bromma fyrir 8.495 sænskar krónur á mánuði og er þá morgunmatur innifalinn. Mánaðarleiga fyrir eins herbergis íbúð í miðbæ Stokkhólms sem er framleigð getur verið um 10 til 15 þúsund sænskar krónur. Samkeppnin um leiguíbúðir fer vaxandi í Stokkhólmi og hefur meðalleiguverð hækkað um sjö pró- sent undanfarið ár. – ibs Hótel ódýrara en leiguíbúð ÚKraína Íslenska Eurovision-lagið stígur á hið stóra svið Eurovision þann 9. maí, á fyrra undanúrslita- kvöldi keppninnar en það síðara fer fram tveimur dögum síðar. Úrslita- kvöldið fer svo fram 13. maí. Dregið var í riðla við hátíðlega athöfn í Kænugarði í gær en þar tók núver- andi borgarstjóri borgarinnar og formaður borgarráðs, Vitaly Klitsko, við Eurovision-lyklunum af for- manni borgarráðs Stokkhólms. Flestir tengja þó Klitsko við box en hann er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt. Klitsko tók við Eurovision-keflinu Klitsko tekur við Eurovision-lyklinum úr höndum Evu Louise. NordicpHotos/AFp Tólf lög keppa um að verða full- trúi Íslands í Kænugarði en rúmlega 200 lög bárust í keppnina. Undan- úrslitin fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars en úrslitakvöldið verður í Laugar- dalshöll þann 11. mars. – bb LandBÚnaÐur Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) mótmælir því harðlega að enginn fulltrúi afurðastöðva sé til- nefndur í samráðshóp um endur- skoðun búvörusamninga. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að mótmælin komi í kjölfar frétta um breytta skipan í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Stjórn SAM telur að með skipan hópsins sé ekki farið að lagaákvæð- um um skipan samráðshópsins. Bendir stjórn samtakanna á að  í 60. grein laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra, sem samþykkt voru á Alþingi þann 13. september 2016, segi orð- rétt: „Eigi síðar en 18. október 2016 skal sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“ Í tilkynningu SAM segir að aðilar sem séu taldir upp í lagagreininni eigi fulltrúa í samráðshópnum og sumir jafnvel marga – allir aðrir en afurðastöðvar.  „Í ljósi þess að afurðastöðvar eiga ekki sæti í samstarfshópnum harmar stjórn SAM hve takmörkuð samvinnan virðist eiga að vera og telur að takmörkunin minnki líkur á að sátt náist um hugsanlegar breytingar á búvörusamningi og búvörulögum,“ segir í lokin á til- kynningunni. – bb Afurðastöðvar koma ekki að samningnum Afurðastöðvar eru ekki í breyttri skipan um endurskoðun búvörusamningsins. Flestir tengja þó Klitsko við box en hann er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt. 1 . f e B r Ú a r 2 0 1 7 M i Ð V i K u d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.