Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 35
ert að tala um fjárfesti, stjórnar-
mann eða aðra stjórnendur – að
hver og einn ákveði hvorum megin
veggjar hann ætlar að vera,“ segir
Helga Hlín.
„Maður heyrir vel þegar maður
er í hópi fólks hvort það er „inn“ að
ræða aukinn hlut kvenna og hverjir
eru tilbúnir í þá umræðu og hvenær
hún er ekki velkomin. Fullt af karl-
mönnum hafa tekið ákvörðun um
að vera virkir í að efla hlut kvenna
og þá finnur maður strax hverjir eru
búnir að átta sig á að annars vanti
ákveðna þekkingu og bakgrunn.
Svo eru hinir, bæði karlar og konur,
þar sem þessi umræða á ekki upp á
pallborðið. Ég velti fyrir mér hvort
þetta sé ekki komið á þann stað
að hver og einn stjórnandi og fjár-
festir þurfi að taka þessa ákvörðun
um hvar hann ætlar að vera í þess-
ari umræðu og hvar hann ætlar að
láta til sín taka. Hvort hagsmunum
rekstrarins, hluthafa, viðskiptavina
og samfélagsins alls sé betur borgið
með því að þessi ákvörðun sé tekin
og verkin látin tala. Það er auðvelt
að vera meðvirkur og fljóta með og
bíða eftir að hinir taki af skarið.“
Spurð um leiðir til að auka hlut
kvenna enn frekar bendir Helga
Hlín á að opin og skipuleg ráðn-
ingarferli séu alltaf til þess fallin að
vanda ákvarðanatöku að þessu leyti.
Einnig vísar hún til umræðu síðustu
ára um tilnefninganefndir sem er
getið í íslenskum leiðbeiningum um
stjórnarhætti, en þær sjá um að til-
nefna fyrir aðalfund frambjóðendur
með breiða þekkingu og reynslu til
stjórnarsetu. Helga Hlín segir þær
hafa átt erfitt uppdráttar en að þar
geti falist ákveðin lausn fyrir félög
í dreifðri eigu. Þær skapi jafnframt
áframhaldandi umræðu og rýni í
breidd í stjórnun. Aðrir hafi nefnt
til sögunnar hugmyndir um kynja-
n Stjórnarformenn n Stjórnir allra fyrirtækja n Framkvæmdastjórar
✿ Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja af öllum stærðum
2006 2016
25%
20%
15%
Lítið MeðaL Stórt
Stjórn
2016 24% 18% 24%
2015 24% 18% 24%
2014 26% 20% 25%
Stjórnarformaður
2016 26% 17% 13%
2015 25% 16% 12%
2014 25% 17% 13%
Framkvæmdastjóri
2016 22% 12% 9%
2015 22% 12% 9%
2014 22% 12% 10%
✿ Þróunin síðustu þrjú ár
samkvæmt Creditinfo
Þetta eru vonbrigði
og kallar á rýni hjá
okkur öllum. Ég held að
þetta segi manni það að
hlutur kvenna í stjórnun
aukist ekki
frekar en
orðið er af
sjálfu sér.
Helga Hlín Hákonar-
dóttir, sérfræðingur í
góðum stjórnarháttum
Það er augljóst að
eigendur fyrirtækja
þurfa að halda
vöku sinni í
þessum
efnum og að
sjálfsögðu
nýta krafta
beggja kynja í
auknum mæli.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA
Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is
Tækni og reyndar hendur fara vel saman
Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landsins og þjónustar
daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru
jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá
einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er á öll
heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir.
Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd.
Hafðu samband og við klárum þetta saman.
Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa og Rammasamningi Reykjavíkurborgar.
Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira.
kvóta í framkvæmdastjórnum fyrir-
tækja sem henni þyki mjög framúr-
stefnulegar.
„Ég held að svona umræða sé
til þess fallin að minna okkur á að
þetta er endalaus vinna, langhlaup,
og að við þurfum að halda boltanum
á lofti. Það er aftur á móti jákvætt
að formönnum er að fjölga lítillega
því þar hafa konur vægi við stefnu-
mótun og ráðningar framkvæmda-
stjóra. En þetta er að gerast allt of,
allt of hægt. Maður veltir því fyrir
sér því nú hefur Ísland verið mjög
framarlega í jafnréttismálum, hvort
hugsanlega hafi orðið einhver við-
spyrna við þróuninni. Að mönnum
hafi þótt nóg um hlut kvenna, en í
því felst útilokun á helmingi þjóðar-
innar í stjórnun sem aldrei getur
talist til heilla.“
Helga segir tölur Creditinfo sér-
staklega athyglisverðar í ljósi þess
að á síðustu vikum hafi tvær konur
verið ráðnar í mikilvæg störf. Vísar
hún þar annars vegar til ráðningar
Landsbankans á Lilju Björk Einars-
dóttur í starf bankastjóra og hins
vegar ákvörðunar Viðskiptaráðs
Íslands um að ráða Ástu Sigríði
Fjeldsted sem nýjan framkvæmda-
stjóra ráðsins.
„Þarna fáum við tvær framúr-
skarandi konur í áberandi og
mikilvæg stjórnunarstörf. Konur
sem hafa kosið að hasla sér völl og
tekist frábærlega upp á erlendum
vettvangi. Þær velja þennan tíma-
punkt að koma heim af því að hér
eru tækifæri. Svona ráðningar eru
mikilvægar og eiga að vekja okkur
af værum blundi um að við þurfum
hvert og eitt að taka þessa ákvörðun
og vera virkir þátttakendur.“
Vill breytingar
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins (SA), segir ljóst að
hlutdeild kvenna sé enn allt of lítil
og að þróunin síðustu ár sé ekki
góð.
„Þetta eru ekki nógu uppörvandi
tölur. Framsýn og vel rekin fyrirtæki
eiga að vita að fjölbreyttar stjórnir
eru góðar stjórnir. Mér þætti æski-
legt að myndin væri önnur og jafn-
ari. Það er augljóst að eigendur fyrir-
tækja þurfa að halda vöku sinni í
þessum efnum og að sjálfsögðu nýta
krafta beggja kynja í auknum mæli.
Annað er sóun í mínum huga og
betur má ef duga skal,“ segir Halldór.
Halldór segir aftur á móti að var-
hugavert sé að byggja spár um þróun
næstu ára og áratuga á reynslu síð-
ustu ára. Íslenskt samfélag sé að taka
ýmsum breytingum sem eigi án efa
eftir að auka hlut kvenna í stjórn-
unarstöðum.
„Þar er um margbreytilega þætti
að ræða. Til dæmis mun mennt-
unarmynstur vafalítið hafa áhrif
á næstu árum. Ef þú gefur þér að
stjórnandinn í dag hafi verið í
háskólanum fyrir 15-20 árum þá
verður þróunin á annan veg á næstu
árum. Í Háskóla Íslands eru núna 34
prósent karlar og 66 prósent konur.
Betra jafnvægi í þessum efnum
verður að nást,“ segir Halldór.
Út frá stærð fyrirtækja eftir eignum
↣
markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 . f e b R ú A R 2 0 1 7