Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 22
Hl u t f a l l k v e n n a sem gegndu fram­k v æ m d a s t j ó r a ­stöðum hjá stærstu fyrirtækjum lands­ins var níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru þá tólf prósent fram­ kvæmdastjóra hjá meðalstórum fyrirtækjum líkt og árið 2015. Um þrettán prósent stjórnarformanna stórra fyrirtækja voru af kvenkyni og 17 prósent hjá meðalstórum. Í báðum stærðarflokkunum jókst hlutur kvenna um eitt prósentu­ stig milli ára en engin breyting varð á hlutdeild þeirra í stjórnarsætum fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Creditinfo tók saman fyrir Markaðinn. Í þeim sést að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðum stórra fyrirtækja, sem áttu eignir yfir einn milljarð króna, hefur lækkað úr tíu prósentum árið 2014 í níu í fyrra. Hjá meðalstórum fyrirtækjum hefur sama hlutfallið haldist óbreytt síðustu þrjú ár. Konur áttu 24 pró­ sent stjórnarsæta í stórum fyrir­ tækjum í lok árs 2016 og 18 prósent hjá meðalstórum. „Í öllu falli eru þetta slæmar tölur og tölur um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra finnst mér sýna berlega að enn er mjög langt í land með að konur komist með tærnar þar sem karlar hafa hælana þegar völd í íslensku atvinnulífi eru skoðuð,“ segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. „Sáralítil þróun“ Flokkurinn Stór fyrirtæki nær í tölum Creditinfo yfir 857 félög. Meðalstóru fyrirtækin voru alls 1.866 talsins og áttu öll í lok síð­ asta árs eignir frá 200 milljónum og upp að einum milljarði króna. Lítil fyrirtæki, sem verða ekki sér­ staklega skoðuð hér, áttu undir 200 milljónum og voru alls 28.962. Taka ber fram að 5.190 félög enduðu ekki í neinum stærðarflokki þar sem þau hafa ekki skilað inn upplýsingum um eignir til fyrirtækjaskrár. Fyrir­ tækin sem um ræður eru öll einka­ hlutafélög eða hlutafélög sem hafa skilað inn ársreikningi fyrir 2015 eða síðar. Konur voru samkvæmt tölunum framkvæmdastjórar í 77 stórum fyrirtækjum af þeim 857 sem fylltu flokkinn. Þær áttu 223 fram­ kvæmdastjórastöður í meðalstórum fyrirtækjum. Þrettán prósenta hlut­ deild í stjórnarformennsku í stórum fyrirtækjum skilar 111 sætum og kona var æðsti stjórnandi í 317 af 1.866 meðalstórum félögum. „Það er tvennt sem blasir við. Annars vegar að þróunin hefur verið sáralítil og maður hefði ætlað að eftir að lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 myndum við fara að sjá stíganda í þessu sem er ekki að gerast,“ segir Brynja og vísar í lög sem voru samþykkt árið 2010 um að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrir­ tækja með yfir 50 starfsmenn skyldi vera yfir 40 prósentum. „Tilgangur laganna hlýtur að hafa verið að auka völd kvenna í þjóð­ félaginu eða jafna völd kynjanna en síðan ef við skoðum til dæmis stór fyrirtæki og þá sérstaklega stjórnarformennina, sem eru eins og allir vita valdamesta hlutverkið í stjórnum, þá er hlutfallið ekki sér­ staklega gott. Í stórum fyrirtækjum eru þrettán prósent stjórnarfor­ manna konur en 17 prósent hjá meðalstórum,“ segir Brynja. „Það er augljóst að á sumum sviðum er einhver þróun en hún er alltof lítil og hæg. Með þessu áfram­ haldi verður komið jafnræði milli kynjanna í stjórnarformannssætum árið 2113. Barnabörnin okkar munu ekki einu sinni vinna á vinnumark­ aði þegar jafnrétti verður orðið að veruleika með þessu áframhaldi.“ „Þetta eru vonbrigði“ Helga Hlín Hákonardóttir, héraðs­ dómslögmaður og sérfræðingur í góðum stjórnarháttum hjá Strat­ egíu, segir tölur Creditinfo vera ákveðin vonbrigði. Út frá þeim sé ljóst að þróunin sé ekki einungis hæg heldur kalli hún á ný á umræðu um að auka enn hlut kvenna í stjórnun. „Þetta eru vonbrigði og kallar á rýni hjá okkur öllum. Ég held að þetta segi manni það að hlutur kvenna í stjórnun aukist ekki frekar en orðið er af sjálfu sér, heldur gerist það með ákvörðunum sem hver og einn þarf að taka. Hvort sem þú Valdamiklum lykilkonum fjölgar ekki Konur voru níu prósent af framkvæmdastjórum stærstu fyrirtækja landsins í fyrra samkvæmt nýjum tölum Creditinfo Lánstrausts. Um þrettán prósent stjórnarformanna félaga af sömu stærð voru af kvenkyni. „Þetta er að gerast allt of allt of hægt." Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is 13% stjórnarformanna í stórum fyrirtækjum voru konur 2016 ↣ Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Láns- trausts, segir tölurnar sýna sáralitla þróun FréttaBLaðið/GVa 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.