Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 24
Þetta er í annað sinn sem tónleika- röðin Söngvaskáld Suðurnesja fer fram en henni var afar vel tekið í fyrra og uppselt á alla tónleik- ana. Því var ákveðið að endurtaka leikinn og taka nú fyrir þrjú ný söngvaskáld. „Við á Suðurnesjum eigum afar ríkan tónlistararf og því af nógu að taka,“ segir Dagný Gísladóttir sem stendur að tónleik- unum ásamt Elmari Þór Hauks- syni söngvara og píanóleikaran- um Arnóri B. Vilbergssyni. Þrjú söngvaskáld urðu fyrir valinu að þessu sinni: Ingibjörg Þorbergsdóttir, Þorsteinn Eggerts- son og Magnús Þór Sigmundsson. Tónleikarnir eru með heimilis- legu yfirbragði þar sem stofuhús- gögnum er komið fyrir á sviðinu. Dagný er sögumaður og á milli laga fer hún bæði yfir ævi og feril söngvaskáldsins. Fyrstu tónleikarnir verða til- einkaðir Ingibjörgu Þorbergsdóttur. „Ég hitti Ingibjörgu og skráði sögu hennar við undir- búning tónleikanna. Það var yndislegt að tala við hana enda er hún alger töff- ari sem hefur gert ótrúlega margt yfir ævina, mun meira en ég gerði mér grein fyrir,“ segir Dagný en Ingibjörg verður níræð á árinu. „Ingibjörg er mik- ill frumkvöðull. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að taka upp lag á plötu, fyrst til að taka einleikara- próf á klarínett og var ein fyrsta dægur- Við flytjum lög eftir hana sjálfa á borð við Aravísur, Hin fyrstu jól, Jólaköttinn og Grýlukvæði. Dagný Gísladóttir Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 sólveig gísladóttir solveig@365.is arnór, elmar og dagný standa að tónleikaröðinni söngvaskáld suðurnesja. fyrstu tónleikarnir verða í Hljómahöll í reykja- nesbæ á morgun, fimmtudag, og fjalla um ævi og tónlist ingibjargar Þorbergs. mynd/Hilmar bragi bÁrðarson ingibjörg fór til bandaríkjanna á sínum tíma og kom fram í ýmsum sjónvarpsþáttum. SöngvaSkáld og Frumkvöðull Ævi og tónlistarferill ingibjargar Þorbergsdóttur verður viðfangsefni fyrstu tónleikanna í tónleikaröðinni Söngvaskáld Suðurnesja. ingibjörg var fyrsta íslenska kon an til að gefa út eigið lag á plötu. lagasöngkona Íslands,“ segir Dagný en á tón- leikunum verða f lut t þekkt lög í bland við óþekktari gullmola. „Við munum fjalla um hana bæði sem tónskáld og flytjanda. Við flytjum lög eftir hana sjálfa á borð við Aravísur, Hin fyrstu jól, Jólaköttinn, Grýlukvæði að ógleymdu laginu Á morgun sem hún fór með til Bandaríkjanna þar sem hún kom fram í ýmsum sjónvarpsþáttum,“ segir Dagný en meðal þeirra laga sem Ingibjörg gerði ógleymanleg í flutningi má nefna Guttavísur, Man ég þá stund, Ó, pabbi minn og Litli vin. Ingibjörg mun sjálf mæta á tónleikana. „Hún er búin að fara í permanent og bíður spennt,“ segir Dagný glaðlega. nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu má finna á www.hljomaholl.is Raumgestalt bretti Verð frá 2.980 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is ÁRGERÐ 2017 Á FRÁBÆRU VERÐI! Z650 - 1.149.000,- Z900 - 1.499.000,- Versys 650 - 1.349.000,- 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r2 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.