Fréttablaðið - 01.02.2017, Síða 24
Þetta er í annað sinn sem tónleika-
röðin Söngvaskáld Suðurnesja fer
fram en henni var afar vel tekið
í fyrra og uppselt á alla tónleik-
ana. Því var ákveðið að endurtaka
leikinn og taka nú fyrir þrjú ný
söngvaskáld. „Við á Suðurnesjum
eigum afar ríkan tónlistararf og
því af nógu að taka,“ segir Dagný
Gísladóttir sem stendur að tónleik-
unum ásamt Elmari Þór Hauks-
syni söngvara og píanóleikaran-
um Arnóri B. Vilbergssyni.
Þrjú söngvaskáld urðu fyrir
valinu að þessu sinni: Ingibjörg
Þorbergsdóttir, Þorsteinn Eggerts-
son og Magnús Þór Sigmundsson.
Tónleikarnir eru með heimilis-
legu yfirbragði þar sem stofuhús-
gögnum er komið fyrir á sviðinu.
Dagný er sögumaður og á milli
laga fer hún bæði yfir ævi og feril
söngvaskáldsins.
Fyrstu tónleikarnir verða til-
einkaðir Ingibjörgu
Þorbergsdóttur.
„Ég hitti Ingibjörgu
og skráði sögu
hennar við undir-
búning tónleikanna.
Það var yndislegt að
tala við hana enda
er hún alger töff-
ari sem hefur gert
ótrúlega margt yfir
ævina, mun meira en
ég gerði mér grein
fyrir,“ segir Dagný
en Ingibjörg verður
níræð á árinu.
„Ingibjörg er mik-
ill frumkvöðull. Hún
varð fyrst íslenskra
kvenna til að taka
upp lag á plötu, fyrst
til að taka einleikara-
próf á klarínett og
var ein fyrsta dægur-
Við flytjum lög eftir hana sjálfa á
borð við Aravísur, Hin fyrstu jól,
Jólaköttinn og Grýlukvæði.
Dagný Gísladóttir
Fólk er kynningarblað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
sólveig
gísladóttir
solveig@365.is
arnór, elmar og dagný standa að tónleikaröðinni söngvaskáld suðurnesja. fyrstu tónleikarnir verða í Hljómahöll í reykja-
nesbæ á morgun, fimmtudag, og fjalla um ævi og tónlist ingibjargar Þorbergs. mynd/Hilmar bragi bÁrðarson
ingibjörg fór til bandaríkjanna á sínum tíma og kom fram í ýmsum sjónvarpsþáttum.
SöngvaSkáld
og Frumkvöðull
Ævi og tónlistarferill ingibjargar Þorbergsdóttur verður viðfangsefni
fyrstu tónleikanna í tónleikaröðinni Söngvaskáld Suðurnesja.
ingibjörg var fyrsta íslenska kon
an
til að gefa út eigið lag á plötu.
lagasöngkona
Íslands,“ segir
Dagný en á tón-
leikunum verða
f lut t þekkt
lög í bland
við óþekktari
gullmola. „Við
munum fjalla
um hana bæði
sem tónskáld
og flytjanda.
Við flytjum
lög eftir hana
sjálfa á borð
við Aravísur,
Hin fyrstu jól,
Jólaköttinn,
Grýlukvæði að
ógleymdu laginu Á morgun sem
hún fór með til Bandaríkjanna
þar sem hún kom fram í ýmsum
sjónvarpsþáttum,“ segir Dagný en
meðal þeirra laga sem Ingibjörg
gerði ógleymanleg í flutningi
má nefna Guttavísur, Man ég þá
stund, Ó, pabbi minn og Litli vin.
Ingibjörg mun sjálf mæta á
tónleikana. „Hún er búin að fara í
permanent og bíður spennt,“ segir
Dagný glaðlega.
nánari upplýsingar um
tónleikana og miðasölu
má finna á www.hljomaholl.is
Raumgestalt bretti
Verð frá 2.980 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Nýjar vörur frá
Útsöluaðilar:
Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri
K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum
Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
ÁRGERÐ 2017
Á FRÁBÆRU
VERÐI!
Z650 - 1.149.000,-
Z900 - 1.499.000,-
Versys 650 - 1.349.000,-
1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r2 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a