Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 28
Hidden Figures, sem byggð er á raunverulegum atburðum, er gerð eftir samnefndri bók eftir Margot Lee Shetterly. Mynd- in fjallar um konur af afrísk- um uppruna sem störfuðu sem stærðfræðingar hjá NASA. Henson leikur Katherine G. Johnson, stærðfræðing sem reiknaði út flugferla fyrir Mercury-verkefnið og fleiri verkefni á vegum NASA. Myndin hefur hlotið fjölda til- nefninga, til dæmis til Óskars- verðlauna og Emmy-verðlauna. Nýverið hlaut síðan allur leikhóp- urinn SAG-verðlaunin sem besti leikarahópur kvikmyndar en meðal annarra í hópnum má nefna þær Octaviu Spencer og Janelle Monáe. Taraji P. Henson (46 ára) lærði leiklist við Howard- háskóla eftir að hún hætti við nám í rafmagnsverk- fræði. Meðfram námi starf- aði hún meðal annars á skrifstofu hjá Pentagon. Henson á einn son, Marcell sem er 22 ára, en barnsfaðir hennar, Willi- am Lamar Johnson, var myrtur árið 2003 Hún er ötull tals- maður dýravernd- arsamtakanna PETA og kom meðal annars fram nakin í aug- lýsingaherferð þeirra árið 2011. Í fyrra gaf hún út ævisögu sína, Around the Way Girl. Fyrsta alvöruhlutverk Hen- son var í myndinni Baby Boy (2001). Árið 2005 lék hún aðal- hlutverkið í Hustle & Flow og 2008 lék hún Queenie í The Cur- ious Case of Benjamin Button en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Síðan hefur hún leikið í hinum ýmsu myndum og sjónvarpsþátt- um. Um þessar mundir leikur hún í sjónvarpsþáttunum Empire. Fyrir það hluverk hefur hún hlot- ið Critics’ Choice Television-verð- laun sem besta leikkona í aðalhlut- verki í dramaseríu og hefur einn- ig hlotið Golden Globe og verið tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína. Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Ef dýrin mættu velja Á bandarísku tónlistarverð- laununum í nóvember 2016. Veggspjald kvikmyndarinnar Hidden Figures Leikur stærð- fræðing hjá nAsA Kvikmyndin Hidden Figures hlaut nýverið SAG-verðlaun fyrir besta leikarahópinn. Aðalleikkona myndarinnar er Taraji P. Henson en hún túlkar stærðfræðing hjá geimferðastofnuninni NASA. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Taraji P. Henson á SAG-verðlaunahátíð- inni um helgina en þar hlaut hún verðlaun ásamt öðrum leikurum Hidden Figures. 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ V I Ð b U r Ð I r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.