Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 28
Hidden Figures, sem byggð er á raunverulegum atburðum, er gerð eftir samnefndri bók eftir Margot Lee Shetterly. Mynd- in fjallar um konur af afrísk- um uppruna sem störfuðu sem stærðfræðingar hjá NASA. Henson leikur Katherine G. Johnson, stærðfræðing sem reiknaði út flugferla fyrir Mercury-verkefnið og fleiri verkefni á vegum NASA. Myndin hefur hlotið fjölda til- nefninga, til dæmis til Óskars- verðlauna og Emmy-verðlauna. Nýverið hlaut síðan allur leikhóp- urinn SAG-verðlaunin sem besti leikarahópur kvikmyndar en meðal annarra í hópnum má nefna þær Octaviu Spencer og Janelle Monáe. Taraji P. Henson (46 ára) lærði leiklist við Howard- háskóla eftir að hún hætti við nám í rafmagnsverk- fræði. Meðfram námi starf- aði hún meðal annars á skrifstofu hjá Pentagon. Henson á einn son, Marcell sem er 22 ára, en barnsfaðir hennar, Willi- am Lamar Johnson, var myrtur árið 2003 Hún er ötull tals- maður dýravernd- arsamtakanna PETA og kom meðal annars fram nakin í aug- lýsingaherferð þeirra árið 2011. Í fyrra gaf hún út ævisögu sína, Around the Way Girl. Fyrsta alvöruhlutverk Hen- son var í myndinni Baby Boy (2001). Árið 2005 lék hún aðal- hlutverkið í Hustle & Flow og 2008 lék hún Queenie í The Cur- ious Case of Benjamin Button en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Síðan hefur hún leikið í hinum ýmsu myndum og sjónvarpsþátt- um. Um þessar mundir leikur hún í sjónvarpsþáttunum Empire. Fyrir það hluverk hefur hún hlot- ið Critics’ Choice Television-verð- laun sem besta leikkona í aðalhlut- verki í dramaseríu og hefur einn- ig hlotið Golden Globe og verið tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína. Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Ef dýrin mættu velja Á bandarísku tónlistarverð- laununum í nóvember 2016. Veggspjald kvikmyndarinnar Hidden Figures Leikur stærð- fræðing hjá nAsA Kvikmyndin Hidden Figures hlaut nýverið SAG-verðlaun fyrir besta leikarahópinn. Aðalleikkona myndarinnar er Taraji P. Henson en hún túlkar stærðfræðing hjá geimferðastofnuninni NASA. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Taraji P. Henson á SAG-verðlaunahátíð- inni um helgina en þar hlaut hún verðlaun ásamt öðrum leikurum Hidden Figures. 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r6 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ V I Ð b U r Ð I r

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.