Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 26

Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 26
Elín Albertsdóttir elin@365.is Kjúklingur tandoori. Kjúklingur með tortilla-nasli. Súrsætur kjúklingur. Fólk fær yfirleitt ekki leið á kjúkl- ingi enda er hægt að bera hann á borð með margvíslegum hætti. Til að spara er hægt að kaupa nokkra frosna, heila kjúklinga, hluta þá niður og gera úr bitunum dásam- lega góða rétti. Hér eru nokkrar uppástungur. KjúKlingur í tandoori Þetta er réttur sem er kröftugur og góður. Með því að nota kryddið eins og uppskriftin segir fyrir um verður bragðið best. Með smá fyr- irhyggju er hægt að gera réttinn ótrúlega góðan en þá þarf kjúkl- ingurinn að liggja í kryddinu í sól- arhring. Fyrir 4 8 kjúklingalæri með legg Marinering 10 heilir negulnaglar 2 tsk. kóríanderfræ 2 tsk. cumin-fræ Fræ úr 10 kardimommum Ristið fræin á þurri pönnu þar til góðan ilm leggur um loftið. Kælið og steytið síðan í mortéli. 2 laukar 4 hvítlauksrif 2 msk. rifinn ferskur engifer 2 tsk. chili-duft (styrkur eftir smekk) 2 tsk. pipar 1 ½ tsk. túrmerik 3 ½ dl hrein jógúrt 1 dl sítrónusafi Setjið lauk, hvítlauk og engifer í matvinnsluvél ásamt chili-dufti, pipar og túrmerik. Hrærið þar til úr verður mauk. Bætið þá jógúrt og sí- trónusafa saman við. Skerið legginn frá lærinu. Sker- ið smávegis í kjötið svo að blandan komist vel inn í það. Leggið kjúkl- inginn í marineringuna og breiðið plastfilmu yfir. Best er að láta þetta standa í sólarhring í kæli. Setjið allt í eldfast form í 200°C heitan ofn. Bakið í 30 mínútur eða þar til kjötið er fullsteikt. tómat- og agúrKusalat 4 tómatar, skornir í litla bita ½ agúrka, skorin mjög smátt ½ laukur, smátt skorinn 2 msk. smátt skorinn ferskur kóríander Safi úr 1 límónu ½ tsk. sykur Örlítið salt Blandið öllu vel saman og berið fram með kjúklingnum ásamt hrísgrjónum, raita-gúrkusósu og mango chutney. súrsætur KjúKlingur Hér er mjög einfaldur réttur þar sem notuð er tilbúin súrsæt sósa úr búðinni. Fyrir 2 2 kjúklingabringur, skornar í bita 1 rauðlaukur 1 rauð paprika ½ kúrbítur Ananas, ferskur eða úr dós 2 tómatar, skornir í bita 2 hvítlauksrif 1 glas súrsæt sósa Salt og pipar Þurrkað basil Hitið ofninn í 200°C. Skerið allt grænmeti í bita og setjið í eldfast form auk ananasbita. Hellið sós- unni yfir. Bragðbætið með salti, pipar og basil. Steikið í 20-30 mín- útur eða þangað til kjötið er full- steikt. Berið fram með soðnum hrís- grjónum. KjúKlingur með tortilla-nasli Mjög góður og einfaldur réttur. Hægt að breyta eftir vild. Fyrir4 400 g kjúklingahakk eða kjúklingabitar 1 msk. olía ½ laukur, smátt skorinn 1 rauð paprika, smátt skorin Um 3 dl salsa-sósa 1 poki tortilla-nasl 3 dl rifinn ostur Steikið kjúklingahakkið eða bitana og laukinn í olíu. Bætið paprikunni við og steikið með. Hellið salsa- sósunni yfir og látið allt hitna í gegn. Veljið salsa með þeim styrk- leika sem hentar best en gott er að hafa sósuna miðlungssterka. Leggið tortilla-naslið í stóra eld- fasta skál. Setjið kjötblönduna yfir. Bætið við salsasósu eftir þörf- um og jafnvel smávegis af sýrðum rjóma. Dreifið ostinum yfir og setjið í 225°C heitan ofn í um það bil 10 mínútur. Berið fram með fersku salati eða sýrðum rjóma og lár- perumauki. KröFtugur KjúKlingur#akraborgin AKRABORGIN SPORT OG ROKK HJÖRTUR HJARTAR ALLA VIRKA DAGA 16:00 - 18:00 Kjúkling er hægt að elda á óteljandi vegu, þar á meðal tandoori, súrsætan eða í tortilla. Flestir eru hrifnir af kröftugum kjúklingaréttum. Hér eru þrjár uppskriftir sem vert er að prófa á köldum febrúardögum. 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r4 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.