Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 30

Heimsmynd - 01.05.1993, Blaðsíða 30
þessi ítali ætti til einkanota álíka mikinn flugflota og Flugleiðir og að heimilishaldið hjá honum væri víst eftir því stórbrotið. Af öllum glöggum peningmönnum sem hann þekkti sagði frændi minn að þessi þætti glúmastur. Og veistu hvað hann sagði að sér væri orðið ljóst?“ „Nei, það veit ég ekki,“ segi ég og horfi á sætu stelpumar í hominu taka bakföll af hlátri sem undirtekur í veitingasalnum. Þær eru að drekka Moet et Chandon og naga hráar gulrætur með. Svona er hægt að halda í línumar. Og hlátur ku líka vera megrandi. „Hann sagði að nú á tímum væri mjög örðugt að græða umtalsverðar fjárhæðir í nokkru vestrænu landi nema eiga aðgang að ríkiskassanum,“ segir Nóri. „Og ég er skíthræddur um að íslensku athafnamenn- irnir svokölluðu leggist í auknum mæli á ríkið eftir því sem skórinn kreppir að - því að ekki er t.d. sköpunargáfunni fyrir að fara í kolkrabbanum. Það er dæmigerð þver- sögn að á þessum sama tíma er helsta kjör- orðið einkavæðing. Það get ég sagt þér að ekkert hef ég á móti því að ríkið hætti að vasast í atvinnurekstri. En hins vegar vil ég ekki láta stuttbuxnaliðið gefa fyrirtæki eins og þjóðbankana þeim einstaklingum á íslandi sem síst þurfa á gjöfum að halda enda er viðbúið að ríkið verði samt látið létta undir með þeim áfram hvenær sem á móti blæs.“ „Það sem mér blöskrar mest er hvað þessir gaurar sem hæst tala um einkafram- takið eru oft blygðunarlausir að ganga í vasa almennings,“ segir Nóri. „Tilætlunar- semin eykst líka kannski við það að launakjör stjórnenda eru farin að verða einhver hin bestu sem um getur í víðri veröld ef tekið er mið af stærð eða öllu heldur smæð fyrirtækjanna. Og það er einna líkast því að hæstu launin séu greidd þeim sem mestu tapa. Að minnsta kosti virðist forstjóri SÍS hafa búið við einna skásta afkomu íslenskra stjómenda undan- farin ár, rúmlega milljón á mánuði í laun, á meðan 7 milljarða eiginfé hefur brunnið upp og starfsmannatalan hrapar úr 1.500 niður í 5 sem standa þó verklausir nú. Eftir að Landsbankinn tók skrifborðið og stólinn undan forstjóranum upp í skuldir heldur hann áfram að fá jafngildi launa að minnsta kosti 10 háskólakennara send heim til sín í umslagi um hver mánaðamót. Næstbestu launa- og eftirlaunakjörin eru svo hjá bankastjórunum sem hafa lánað til fyrirtækjanna sem ekki geta borgað lánin aftur og svo hjá bankastjórunum sem hafa slegið erlendu lánin sem afkomendur okkar eiga að reyna að borga mann fram af manni. Þetta er hinn íslenski raunveruleiki, lagsmaður Gróa.“ „Frændi minn minntist líka á blaðaviðtal við bankastjóra hjá amerískum banka sem er af þekktri, íslenskri ætt,“ heldur Nóri áfram. „Sá sagði að íslendingar hefðu áreiðanlega ekki getað vaðið svona í er- lendum lánum gegnum tíðina nema vegna þess að Jóhannesar Nordals naut við. Frændi, sem er notalega launkíminn maður, enda af firnafínu þingeysku gáfnaljósakyni, lyfti vinstri augabrúninni prakkaralega þegar hann sagði að ef til vill væri mesta böl einstaklinga, fyrirtækja og jafnvel heilla þjóða að hafa ótakmarkað lánstraust. Dæmi af handahófi væru Almenna bókafélagið, SÍS, Færeyjar, Þjóðviljinn, Prentsmiðja Guðjóns Ó. og bankinn hafi haft stórfé af viðskiptabönk- unum með aðferðum sem heiti sakleysis- legum nöfnum eins og „bindiskylda“ eða „varðveisla á gjaldeyrisvarasjóðum Iands- ins“. Þar kemur til að mynda fram að gengisfelling krónunnar um 6% í nóvem- ber sl. hafi skapað Seðlabankanum 800 milljón króna hagnað sem ella hefði komið í hlut bankanna og bætt reikningsstöðu þeirra. Svo kostulega vildi til að sama daginn og grein Gunnars birtist var skýrt frá því að Jóhannes Nordal hefði ákveðið að lækka vexti sem bankarnir borga af fyrirgreiðslu í Seðlabankanum til þess að viðskiptabankamir geti lækkað útlánsvexti sína.“ „Seðlabankamönnum hefur áreiðanlega þótt það hvimleið tilviljun að greinin eftir „Það sem mér blöskrar mest er hvað þessir gaurar sem hæst tala um einkaframtakið eru oft blygðunarlausir að ganga í vasa almennings." síðast en ekki síst íslenska þjóðarbúið. Frændi sagði íbygginn að kannski væri betra að koma ekki svona skolli vel fyrir og hafa þá örlítið minna lánstraust.“ Tvær elskulegar konur koma nú með aðalréttinn handa okkur skólafélögunum. Eg fær blandaða sjávarrétti í skyri, en það reynist vera sitt lítið af hverju, hörpuskel- fiskur, humar, rækjur, lax, ýsa og smokk- fiskur, allt bakað undir þaki af karrí-blönd- uðu skyri. Nóri hefur pantað hangikjöt „eins og hjá Jónu frænku", þ.e. með kartöflum í uppstúfi, grænum baunum og rauðbeðum, eftir að konumar góðu höfðu fullvissað hann um að ekki yrði talið eftir að gefa honum ábót eins og hann gæti í sig látið. Önd með döðlusósu freistaði lög- lærða nærfatakaupmannsins um hríð áður en hann sló sér á hangikjötið. Skyrfiskurinn er himneskt lostæti og karlinn er líka ánægður með sitt, segir að mamma sín hefði varla gert betur. Og það veit ég að er mikið komplíment. „Það er merkilegt að á fimmtudaginn, fjórum dögum eftir stríðsviðtal Agnesar Bragadóttur við Sverri Hermannsson þar sem hann viðrar ólund sína yfir því með hvaða hætti strákarnir í ríkisstjórninni slettu aurunum í Landsbankann, birtist í Mogganum hnýsileg grein eftir Gunnar Tómasson hagfræðing um seðlabanka- frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi þar sem hann sýnir m.a. fram á það að Seðla- 30 Gunnar skyldi birtast þennan dag,“ segir Nóri sem er búinn með hangikjötssneið- arnar þrjár og veifar eftir fyrstu ábótinni. „Hann Gunnar, þessi gamli bridsfélagi okkar, er nú ekki vel séður á þeim stað. Hann hélt, kannski af því að hann hafði meistarapróf með ágætiseinkunn frá Harvard í sínu fagi og var árum saman búinn að stunda verðbólgulækningar hjá alls konar ríkisstjómum á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, að honum leyfðist að hafa skoðun á stjóm íslenskra efnahags- og peningamála sem stangaðist á við skoðanir Jóhannesar Nordals. Sá átti nú eftir að reka sig á að svo var ekki. Þetta voru ófyrirgef- anleg mistök. Ekki nóg með að hann væri með þessu búinn að útiloka sig frá öllum embættum á Islandi til lífstíðar heldur er sagt að fyrirspurnir hafi borist vestur til Washington þar sem látnar hafi verið í ljós efasemdir um dómgreind eða jafnvel geð- heilsu þessa ódannaða hagfræðings og Gunnar hafi mátt þakka sínum sæla fyrir að fá áfram að stússa við gjörgæslu efnahags- mála hjá skuldsettum skrælingjaþjóðum víðs vegar um hnöttinn.“ Nú eru háfættu tískudrottningarnar í hominu búnar úr kampavínsflöskunni, rísa á fætur og ganga öruggum skrefum fram hjá okkur Nóra án þess að virða okkur viðlits fremur en við værum gömul og óuppgerð kreppuhúsgögn. Þær halda sína leið út í hríðina sem (framhald á bls. 98) HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.