Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 96

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 96
Dœmi um híbýli sem stórar fjölskyldur urðu að gera sér að góðu á kreppuárunum. sérstökum barnaheimilum sem ýmis samtök, svo sem Oddfellowar og Frímúr- arar, gengust fyrir. Þá var og stofnað Barnavinaféiagið Sumargjöf sem hafði velferð barna að meginmarkmiði. Stein- grímur Arason kennari var einn aðalstofnandi félagsins og hann sagði á stofnári þess: „En hver ber nú ábyrgð á barnaglæpum höfuð- borgarinnar? Það er ekki örgrannt um að börnin sjálf séu stundum sökuð um þetta en það er ekki sanngjarnara en að saka jurt, sem alin er í skugga, um það að hún er gul. Börnin verða eins og umhverfið gerir þau. Þau verða spegilmynd af því sem þau sjá fyrir sér. Þá eru foreldrarnir sakaðir um þetta. Þau bera auðvitað ábyrgð á börn- unum og tilfinning fyrir þeirri ábyrgð þarf stórum að vaxa. Til er það erlendis að foreldrum er refsað fyrir afbrot barna sinna. Til eru þó þeir foreldrar sem kallast mega ábyrgðarlausir á þessu sviði. Veldur því stundum meðfætt eðli þeirra og stundum lífs- skilyrðin. Reykjavík er sem sé að taka á sig stórborgarbrag eins og þær eru á gelgjuskeiði áður en opinberar ráðstafanir og stofnanir hafa bætt að miklu leyti úr meinum þeim er sárast kreppa. Hér er saman komið það besta og jafnframt það versta úr þjóðlífinu. Margir hafa hrökklast hingað úr sveitunum af því að þeir urðu þar undir í lífsbarátt- unni ... Sumir Reykvík- ingar lifa og við þau skilyrði að þeir geta ekki risið undir þeirri ábyrgð er uppeldisskyldan leggur þeim á herðar. Til dæmis verður margri móðurinni það að koma börnunum út á götuna þegar þau hafa klæðst og reka þau þangað jafnskjótt og þau koma inn. Uppeldisskilyrði þeirra verður útigangur og eftirlitsleysi á forugum og þröngum götum í illum félagsskap og oft frarn eftir nóttu. Margri móðurinni er þetta vorkunn, til dæmis ef hún á allt að tíu börnum, er ein um öll heimilisstörf og hefur til umráða aðeins eina eða tvær stofur án flestra þæginda.“ Steingrímur vildi koma á uppeldisstofn- unum eða siðbótarheimili fyrir afvega- leidd böm og smám saman komust slíkar stofnanir á. Barnaverndarnefnd Reykja- víkur var sett á stofn árið 1932. Hún fékk strax fjölda mála til meðferðar sem fóru Ijölgandi eftir því sem leið á fjórða ára- tuginn þó að um þverbak keyrði á stríðs- árunum er ástandsmálin komu til sögu. Viðtal var við formann nefndarinnar, Magga Júl. Magnússon lækni, árið 1937 og hann var spurður að ástæðunum fyrir vaxandi fjölda vandræðabarna. Maggi svaraði meðal annars: „Þær eru vafalaust margar en eina grundvallarástæðuna tel ég þá að íslend- ingar kunna ekki að lifa í borg. Foreldrum er yfirleitt ekki ljóst að börnin þurfa allt annað eftirlit og meiri aga í borg en í sveit. A eftirlitslausu rölti og flækingi um bæinn kynnast þau misjöfnum félögum sem hafa undir öllum kringumstæðum ill siðferðis- leg áhrif á þau og oft tæla þau til ýmissa óknytta ... Einkum er útirölt á kvöldin, sem mikið ber á, hættulegt ... Lestur blaða og bóka þar sem alls konar glæpalíf, innbrots- þjófnaðir og aðrir glæpir eru gerðir „spennandi" og þeim lýst nákvæmlega, eru slæm siðferðisleg uppeldismeðöl, að ógleymdri þeirri fræðslu sem fæst í kvik- myndahúsunum þar sem sýnd eru mann- dráp, innbrot og alls konar glæpir í fram- kvæmdinni „með öllu tilheyrandi“... Enn má nefna iðjuleysið ... Þarf að gera miklu meira af því en gert er að hjálpa unglingum til þess að komast að starfa við þeirra hæfi og helst að koma þeim burt úr bænum. Ekkert er þeim nauðsynlegra en að kynnast sem best atvinnuvegunum og atvinnumöguleikum í landinu. Það þroskar unglingana sennilega betur en flest annað.“ Þetta mælti formaður barnaverndar- nefndar Reykjavíkur árið 1937. Þá bjuggu í bænum aðeins um 35 þúsund manns. Nú búa þar 100 þúsund manns og 150 þúsund eða fleiri á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samkvæmt því ættu vandamálin að hafa margfaldast en efast má um að svo sé. Nú á dögum taka skólaganga, íþróttir og margs konar tómstundir nær allan tíma flestra barna. Menntun og velferð fólks, svo og rými í húsum, hefur aukist gríðar- lega og sjaldnast sést fátæktin utan á fólki. Hitt er annað mál að víða er falin fátækt í Reykjavík og óregla og vímuefni setja strik í reikninginn. Með vaxandi atvinnu- leysi eru hættumerki á lofti. Ástandið á fyrri hluta aldarinnar í Reykjavík ætti því fremur að vera víti til varnaðar en for- dæmi. Það er sá lærdómur sem við getum dregið af sögunni. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.