Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 18
18 Litli-Bergþór líktust ykkur mjög mikið“. Þegar hún var rétt búinn að klára að segja frá, þá brotnaði Gormur saman og mátti sjá tárvot augu. Hann játaði brot sitt og iðraðist þess greinilega. Danni varð fúll út Gorm vegna þess að hann var búinn að halda andlitinu í gegnum alla yfirheyrsluna. Foreldrarnir mættu á staðinn áhyggjufullir og spurðu Katrínu og lögregluna hvað væri að. Þær útskýrðu það og spurðu síðan foreldrana hvort þau vissu af þessu. Þau neituðu öll. Nú var komið að Gormi og Danna að útskýra sitt mál. Með kökk í hálsinum byrjaði Danni „Við vorum bara að ná í heimanámið mitt“. Lögreglukonan, kennarinn og foreldranir voru allir undrandi á svip og skildu ekki neitt í neinu. Gormur hélt áfram og sagði svo alla söguna. Á mánudaginn fyrir tveim dögum var náttúrufræði í síðasta tíma hjá Gormi. Þegar tíminn var að enda sagði Katrín að það væri heimanám í náttúrufræði sem átti að skilast næsta dag. Gormur var að ganga frá en var ekki búin að setja bókina með heimanáminu í töskuna. Danni kom röltandi yfir og spurði hvort Gormur vildi fara með sér í bakaríið. Gormur var sjúkur í bakkelsi og stóðst ekki freistinguna og skellti sér með. Hann var að hugsa hvað hann ætlaði að fá sér í bakaríinu þegar hann gleymdi heimanáminu á borðinu sínu í skólanum. Þeir Danni og Gormur röltu í átt að bakaríinu sem var í dágóðri fjarlægð. Gormur fékk sér snúð og Svala á meðan Danni fékk sér brauð með osti og kókómjólk. Þeir hámuðu þetta í sig með góðri list. Síðan fóru þeir í sitthvora áttina, Gormur fór heim á meðan Danni fór á fótboltaæfingu. Þegar Gormur var komin heim ætlaði hann í sturtu og síðan að læra heimamámið. Sturtan var búin og þá var bara eftir að læra. Þegar hann var búinn að róta í töskunni í dáldinn tíma áttaði hann sig á því að hann hafði gleymt heimanáminu í skólanum. Hann varð miður sín því hann hugsaði bara um námið og ekkert annað. Hann hafði aldrei gleymt heimanámi og skilaði því alltaf á réttum tíma. Hann var uppáhalds nemandi allra kennara og fékk A í öllum prófum og lokaeinkunnum. Hann gat því ekki eftir níu ára skólagöngu ekki skilað heimanámi. Þannig að í hans huga var bara einn valkostur í stöðunni og það var að brjótast inní skólann og ná í heimanámið. En hann þarf hjálp við þetta verk. Danni var sá eini sem honum datt í hug um að spyrja um hjálp. Þegar Danni var búin á æfingu fór Gormur á hjóli til hans og sagði honum frá þessu plani sínu. Danni var efins í fyrstu en samþykkti það á endanum að fara með honum. Þeir fóru á hjólum í átt að skólanum en skildu þau eftir þegar nær dróg skólalóðinni. Og eftir það sáu þið rest sagði Gormur ennþá með kökk í hálsinum. Allir sem voru viðstaddir þessa yfirheyrlsu byrjuðu að grenja úr hlátri. Gormur og Danni skildu ekki neitt í neinu og spurðu afhverju að hlægja að þessu. ,,Þetta er ekki fyndið“ sagði Gormur. Þá sagði Katrín: „Afhverju komu þið ekki til okkar þegar þið sáuð að við vorum ennþá í skólanum, við hefðum getað reddað þessu. Þá fóru Danni og Gormur að hlægja því þeir gerðu sér grein fyrir því hvað þetta var allt kjánalegt. Katrín sagði að þar sem þetta var ekki alvarlegra en þetta, yrði þetta ekki stóra refsingin en hins vegar þyrftu þeir að læra af þessu. Í refsingarskyni þyrftu þeir að mæta í skólann alla mánudaga fram að áramótum og þrífa klósettin. Danni og Gormur fóru alsælir heim. Daginn eftir mættum við Danni í skólann og héldum að engin hefði frétt af þessu en það var ekki svo gott því þetta hafði breiðst út einsog eldur í sinu. Þegar leið á skóladaginn fórum við að heyra að við værum bara pínu svalir, að þora að brjótast inní skólann þó svo að það hefði komist upp um okkur. Við gerum þetta aldrei aftur sagði Gormur við Danna á leið heim. Því við vorum sammála um að það borgaði sig ekki því það er hundleiðinlegt að þrífa klósettin í skólanum. Gormur hefur aldrei gleymt heimavinnunni í skólanum eftir þetta. upplýsingar og borðapantanir í síma 486 1110 eða 896 6450 Opið alla daga frá kl. 11 :30 til 21 :00 Skólabraut 4, 801 Reykholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.