Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9 vettvangsferð niður að strönd og fengum verkefni þar sem hvert okkar átti að finna ákveðna hluti og búa síðan til eitthvað úr efniviðnum saman. Samvinnan gekk mjög vel, enda frábært starfsfólk í leikskólanum og samstillt. Fréttamaður frá bæjarblaði í Trelleborg fylgdi okkur og tók viðtöl við okkur. Okkur leist mjög vel á leikskólann. Það sem stóð upp úr var hversu mikið pláss börnin höfðu til að leika sér. Í lok dagsins fengum við að koma í herbergi sem heitir ,,skattekystan“ og þar er alls konar efniviður geymdur fyrir börnin til að leika sér með og skapa úr. Við vorum settar í hópa og látnar búa til mandölu*. Okkur fannst þetta skemmtilegt verkefni og gaman að sjá hve fjölbreytileg útkoman var. Í leikskólanum er núna verið að vinna með þemað bærinn okkar og samfélagið. Börnin fara í vettvangsferðir niður í bæ og skoða sögulegar byggingar og fá fræðslu um þær. Þau koma síðan í leikskólann og búa til það sem þau hafa séð. Að lokinni heimsókninni í skólann bauð Alma okkur heim til sín í súpu. Við færðum báðum leikskólunum bókina Litla lundapysjan eftir Hilmi Högnason, á þeirra tungumáli. Lundabrúða fylgdi með bókunum. Auk þess fengu kennararnir íslenskt lakkrískonfekt til að smakka. Við keyptum einnig íslenskt sælgæti, harðfisk og íslenskt smjör fyrir Ölmu, sem var búin að standa í heilmikilli vinnu við undirbúning. Auk þess fékk hún eina Ruglu, listaverk frá Dröfn sem býr þær til sjálf, og hún var alsæl með þetta allt saman. Það má því segja að við höfum komið heim fullar af eldmóði og fróðleik um það sem hægt er að gera með okkar börnum og bæta í það góða starf sem unnið er í Álfaborg. Leikskólastjórinn í Svíþjóð talaði um að koma jafnvel í heimsókn til okkar. Hver veit nema við séum búin að finna okkar vinaskóla í Svíþjóð og getum unnið frekar að nánu samstarfi á milli leikskólanna? Regína Rósa Harðardóttir, leikskólastjóri Álfaborgar * Mandölur (orðið mandala kemur úr Sanskrít) eru hringlaga form, sem koma úr asískum trúarbrögðum eins og Hindúisma og Búddisma og tákna alheiminn. Í miðju er oft ferningur, eða „höll“ með fjórum dyrum, sem liggja til hinna fjögurra horna heimsins og í kring um miðjuna eru svo hringlaga form, sem hafa andlega og trúarlega merkingu. Fréttakonan mætt á svæðið í Trelleborg þaðan sem hún fylgdi okkur niður að strönd í samvinnuverkefni. Við ferðuðumst mikið með lestum á milli landa og staða. Frá vinstri: Dinna, Guðbjörg, Dröfn, Lovísa, Regína, Sigga, Ellisif og Magga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.