Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 22
22 Litli-Bergþór Kórsöngur í Tungum á 20. öld Sigurður Þorsteinsson. Geirþrúður Sighvatsdóttir: Tungnamenn hafa lengi verið þekktir fyrir góðan söng og mikinn söngáhuga. Söngur bænda og gesta þeirra í Tungnaréttum undir stjórn Vatnsleysumanna er vel þekktur svo eitthvað sé nefnt, þá hefur kórastarf oft staðið með miklum blóma. Söngáhugafólk hér hefur líka verið heppið að hafa öfluga frumkvöðla í söngmálum, eins og Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu (1893- 1974), sem spilaði á orgel og stjórnaði söng í áratugi, og seinna þá miklu snillinga, Dr. Róbert Abraham Ottósson, Glúm Gylfason og Hilmar Örn Agnarsson, sem hver um sig setti sitt mark á söngmálin í héraðinu. Blaðamaður Litla-Bergþórs brá sér á fund Sigurðar Þorsteinssonar á Heiði (f. 1924) til að heyra nánar um það, hvernig kórstarf hófst í Tungunum í byrjun 20. aldar. Sigurður hefur það eftir föðurömmu sinni, Sigríði Þorsteinsdóttur á Vatnsleysu, að fyrsti kór sem vitað er um að stofnaður hafi verið í Biskupstungum, Karlakór Biskupstungna, hafi verið stofnaður á Vatnsleysu haustið 1926 að frumkvæði sonar hennar, Þorsteins Sigurðssonar bónda þar. Boðaði hann menn til fundar heima á Vatnsleysu og byrjaði aðeins að æfa þá um haustið, en hélt síðan æfingum áfram árið eftir. Var Þorsteinn stjórnandi kórsins í þau 30 ár sem hann starfaði. Það var ekkert einfalt mál fyrir bændur að komast á kóræfingar í þá daga, menn urðu að ganga eða ríða, oft um langan veg. Þeir sem voru í karlakórnum voru: Guðmundur í Austurhlíð, Egill í Múla, Lýður og Kristján á Gýgjarhóli, Helgi í Hjarðarlandi, Ingvar á Hvítárbakka, Einar Ingvarsson á Hvítárbakka, Gísli Bjarnason í Lambhúskoti, Guðjón Björnsson á Reykjavöllum, Eiríkar tveir, eldri og yngri, í Fellskoti, Loftur á Felli, Erlendur á Vatnsleysu og seinna Björn Erlendsson, Loftur á Iðu (sambýlismaður Bríetar) og seinna Ingólfur sonur hennar. Ég vona að ég gleymi engum. Þeir Iðumenn þurftu að fá lánaða hesta handan ferjunnar til að komast á æfingar. Í upphafi voru um 10 manns í kórnum og æft til skiptis í sitt hvoru húsinu á Vatnsleysu. Þegar fram liðu stundir stækkaði kórinn en var þó alltaf innan við 20 manns. Við frændurnir, Sigurður Erlendsson og Sigurður, Einar Geir og Bragi Þorsteinssynir komum inn í kórinn um 17-18 ára aldurinn. Æfingar hófust yfirleitt eftir hádegið og stóðu fram til klukkan sex eða svo. Þá þurftu bændur að komast heim í kvöldmjaltir. Sigurður minnist þess að árið 1928, þegar hann var fjögurra ára, söng kórinn á 20 ára afmæli Ungmennafélags Biskupstungna í gamla Vatnsleysuhúsinu. Sama ár dó ársgömul dóttir þeirra Erlendar og Kristínar á Vatnsleysu og söng kórinn við húskveðjuna á Vatnsleysu lagið „Sofðu, sofðu litla barnið blíða“ og er það greypt í minni Sigurðar hvað þetta var fallegt lag. Þegar kistan var borin út spurði hann ömmu sína Sigríði hvert þeir væru að fara með Jóhönnu. „Hún er að fara í ferðalag“ sagði amma hans þá. Enda erfitt að útskýra dauðann fyrir fjögurra ára barni. Kórinn söng víða á samkomum, t.d. söng hann alltaf á jólasamkomu í samkomuhúsinu á Vatnsleysu þriðja í jólum. Sigurður man einnig eftir söng kórsins á árshátíð Framsóknarfélags Árnesinga í Þrastaskógi í ein tvö skipti, á íþróttamóti í Þjórsártúni, á afmælishátíð MBF, og þeir sungu einnig fyrir Búnaðarþingsfulltrúa í Reykjavík. Þá var svokölluð bændavika í útvarpinu og söng kórinn þar. Var söngurinn tekinn upp og gefinn út á plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.