Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 38

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 38
38 Litli-Bergþór Klúbburinn var stofnaður árið 1984 og er því 34 ára um þessar mundir. Hann hefur alla tíð verið mjög virkur og lagt margt gott til samfélagsins. Helstu verkefni klúbbsins eru, meðal annars, gróðursetning í afmarkaðan uppgræðslureit á afréttinum og tilfallandi fjáraflanir. Í þessum fjáröflunum hafa félagar tekið að sér hin ýmsu verkefni fyrir sveitarfélagið og einstaklinga, má þar nefna hreinsun meðfram þjóðvegum sem vegagerðin hefur styrkt, blóðsykur mælingar fyrir sveitunga, en þær voru nú framkvæmdar þann 25. nóvember síðastliðinn og var þátttaka mjög góð. Félagið hefur í fjölda ára staðið að útgáfu símaskrár fyrir svæðið og síðast, en ekki síst verður að nefna villimannakvöldið, sem ávallt er haldið á Þorraþræl. Þar koma saman 150 – 200 karlar og haga sér eins og sannkallaðir villimenn, eta hrossakjöt, syngja og gleðjast saman. Þessi skemmtun hefur fest sig rækilega í sessi og er kjölfestan í fjáröflun klúbbsins. Félagar í klúbbnum eru núna 34 eftir að fjórir nýir félagar voru teknir inn í klúbbinn í vetur. Fundað er tvisvar í mánuði og lögð rík áhersla á innra starfið, hafa ánægju af því að koma saman og kynnast samfélaginu með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir annan hvern fund. Við erum duglegir að sækja samkomur hjá öðrum klúbbum og reynum að lifa og starfa eftir máltækinu „maður er manns gaman”. Við höfum ávallt styrkt Alþjóða hjálparsjóð Lionshreifingarinnar og „Sjóðinn góða“ í Ár- nessýslu, sem leggur ýmsum góðum málum lið í sýslunni. Einnig hefur klúbburinn stutt við starfsemi Heilsugæslunnar í Laugarási, Grunn- skóla Bláskógabyggðar, Aratungu, Íþróttamið- stöðvarinnar í Reykholti og Leikskólans Álfa- borgar og hlúir gjarnan að góðum verkefnum í nærsamfélaginu. Bæði haust og vor leggjum við land undir fót og eru þá farnar dagsferðir, annars vegar með mökum og hinsvegar án. Þetta eru mjög skemmtilegar ferðir hvor á sinn hátt. Vetrarstarfið að þessu sinni hófst með ákaflega skemmtilegri ferð í Ölfusið s.l. haust, þar sem Einar Gíslason, sveitungi okkar, búsettur í Ölfusinu, tók á móti okkur og leiddi hópinn um Ölfus og Þorlákshöfn. Skoðuð voru fyrirtæki og stofnanir með traustri leiðsögn Einars, sem reyndi af öllum mætti að sýna okkur fram á að Ölfusið væri hið merkilegasta sveitarfélag, ekki síður en Bláskógabyggð. Einn gestgjafinn okkar í ferðinni, gamall sjóarajaxl, kvartaði sáran yfir skilningsleysi bæjarstjórnar á útgerðar- og hafnarmálum í Þorlákshöfn. Sagðist hann mikið frekar myndu treysta góðum og gildum bændum úr Tungunum til að fara með þau mál heldur en „krökkunum“í bæjarstjórn. Niðurstaða samtals okkar varð eitthvað á þá leið að við beittum okkur fyrir því að skaffa þeim góðan reynslubolta úr Tungunum í nýja hafnarstjórn í vor og í staðinn fengju þeir fulltrúa í nýja Fjallskilanefnd Biskupstungna. Nú kemur í ljós hvort völd Lionsklúbbsins eru eins mikil og við héldum á þeirri góðu stund þegar málin voru rædd. Í vetur höfum við t.d. skoðað glæsilega hótelbyggingu á Geysi, þar sem systkinin, Mábil og Sigurður tóku á móti okkur með konunglegri veislu og sýndu okkur metnaðarfulla uppbyggingu á 77 herbergja glæsihóteli ásamt stórum veislusölum. Sannarlega stórbrotin framkvæmd sem á eftir að lyfta ferðaþjónustunni í sveitarfélaginu á hærra plan. Félagsmenn í Dynk, Lionsklúbburinn Geysir í Biskupstungum Hákon, Svavar, Þorsteinn og Bjarni á hestabúgarðinum Grænhóli í Ölfusi. Heimsókn vara umdæmisstjóra og inntaka nýs félaga. Sveinn formað- ur, Örn meðmælandi, Sigurður Jónsson, nýr félagi ásamt Geirþrúði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.