Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 24
En það þurfti að ferma og fólki fannst ómögulegt að hafa engan kór. Var það þá að nokkrar mömmur og gamlir kórfélagar hóuðu saman fólki til að syngja við fermingu vorið 1989. Sr. Guðmundur Óli var á þeim tíma búinn að ráða sem organista ungan mann, Hilmar Örn Agnarsson, sem þá var enn við nám í Þýskalandi. Fékk Hilmar Jónínu G. Thordarson, sem starfaði við aðventistakirkjuna á Selfossi, til að stjórna kórnum. Var hún með kórinn í tvo vetur og síðan stjórnaði annar ungur organisti, Örn Falkner kórnum í einn vetur, árið 1990-1991, þar til Hilmar Örn kom til starfa haustið 1991. Þá hófst enn eitt blómatímabil í kórstarfi og tónlistarlífi í Tungunum. Hilmar starfaði í 17 ár sem organisti í Skálholti og kórstjóri, eða til 2008. Stjórnaði hann þar Skálholtskórnum, en einnig Barna- og kammerkór Biskupstungna, Kammerkór Suðurlands, Kór Menntaskólans að Laugarvatni og var auk þess boðinn og búinn til að aðstoða þar sem þess var þörf, t.d. þegar vantaði undirleikara eða æfa þurfti söng- eða leikhóp. Verður tónlistarstarfi hans gerð skil síðar í þessu blaði. 24 Litli-Bergþór Réttir 1969. Þorsteinn á Vatnsleysu finnur tóninn. Frá vinstri fremst Húnbogi á Hjálmsstöðum, ofar Magnús Erlendsson á Vatnsleysu, Kristján Guð- mundsson Reykjavík, Erlendur í Dalsmynni (bak við Þorstein), Þorsteinn á Vatnsleysu, óþekktur, Kormákur frá Hvítárbakka, óþekktir og Ingvar á Hvítárbakka. beðinn um að syngja fyrir Margréti Þórhildi Danadrottningu, forseta og biskup og aðra preláta í Skálholti í júlí 1973, en skipuleggjendur höfðu gleymt að útvega organista. Kórmeðlimir voru spurðir hvort einhver í kórnum treysti sér til að spila undir og lét Margrét tilleiðast, en þurfti að fá lánuð gleraugu. Einu gleraugun sem pössuðu í styrk voru gleraugun hans Ingólfs á Iðu, sem var með stærri mönnum, en Margrét smávaxin. Þurfti hún því að halla höfðinu aftur til að þau dyttu ekki af henni meðan hún spilaði. Þótti þetta hin spaugilegasta uppákoma, en allt fór það vel og drottning tók sérstaklega í höndina á henni eftir athöfnina til að þakka fyrir undirleikinn. Á þessum tíma var einnig stofnaður blandaður Ungmennafélagskór, sem starfaði í tvö ár undir stjórn Lofts S. Loftssonar og söng við nokkrar samkomur. Var Sigurður á Heiði einnig frumkvöðull að stofnun þess kórs. Vatnsleysukarlarnir voru síðan fengnir til að syngja við ýmsar samkomur, oft í tengslum við félagsmálastörf Sigurðar og þeirra Vatns- leysufrænda. Var handhægt að nota söngkraftana af hlaðinu og sungu þeir bræðurnir Sigurður og Einar Geir Þorsteinssynir og Magnús og Sigurður Erlendssynir í kvartett, sem söng á ýmsum samkomum, t.d. í Aratungu og á Geysi. Einnig söng töfaldur kvartett, sem gat verið 5-8 karlar, við ýmis tækifæri. Voru þeir Sigurður og Bragi Þorsteinssynir, Sigurður Erlendsson og bræðurnir Kristinn í Austurhlíð og Ingvar frá Hvítárbakka og fleiri í þeim hóp. Eftir að starf gamla Skálholtskórsins lagðist niður árið 1988 var enginn kór við Skálholtskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.