Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 29
Litli-Bergþór 29 haust. Verkið er nánast full fjármagnað. Á fund- inum gengu þau Karl Sigurbjörnsson, Hildur Hákonardóttir og Þorfinnur Þórarinsson úr stjórninni, en þau hafa átt sæti í stjórn félagsins frá upphafi og þakkaði fundurinn þeim þeirra störf. Í stjórn voru kjörin þau Erlendur Hjaltason, formaður, Guðmundur Ingólfsson, Bergþóra Bjarnadóttir, Bjarni Harðarson og Halldóra Þorvarðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Páll M. Skúlason, Katrín Andrésdóttir og Anna Stefánsdóttir. Í lok fundar var fráfarandi vígslubiskupi, Kristjáni Val Ingólfssyni þakkað fyrir hið mikla starf sem hann hefur sinnt í Skálholti þann tíma sem hann hefur gegnt embætti vígslubiskups í Skálholti. Skálholtsgluggar Undanfarið ár hefur ver- ið unnið að lagfæringu listglugga Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju og því verki lýkur á komandi hausti. Þessa dagana er verið að taka niður og flytja til Þýskalands síðasta skammtinn, en þetta verk er unnið í skrefum. Kostnaðurinn við þetta mikla verk reyndist verða umtalsvert minni en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir og það hefur tekist að safna nánast alveg fyrir kostnaðinum, sem er í kringum 24 milljónir. Verndarsjóður Skálholts hefur haft veg og vanda af söfnun fjár til viðgerðanna. Framundan er síðan að meta ástand altarisverks Nínu Tryggvadóttur, en það hafa komið í ljós sprungur í því, eftir Suðurlandsskjálftana, sem Viðlagatrygging hefur ekki fengist til að bæta. Barokkvöld 14. og 15. júní voru haldin barokkvöld í Selfosskirkju og Skálholtskirkju, að frumkvæði Jóns Bjarnasonar organista og kantors og með styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Ásamt Jóni komu fram á tónleikunum þau Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur I Sigurðarson á trompeta, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messó- sópran og strengjasveit, en hana skipuðu Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir á fiðlu, Ásdís Hildur Runólfsdóttir á víólu, Sigurður Halldórsson á selló og Gunnlaugur Torfi Stefánsson á kontrabassa. Þarna var um að ræða mikla veislu eftir helstu barokktónskáld sögunnar. Hulda Gústavsdóttir Sæland fædd 24.12.1926, lést á Fossheimum á Selfossi 22. janúar 2018. Hulda bjó lengst af á Espiflöt ásamt manni sínum Eiríki Sæland. Útförin fór fram frá Selfossi. Gústaf Ólafsson frá Arnarholti, f. 27. 8. 1966, lést í Sundsvall í Svíþjóð þ. 29. janúar 2018. Minningarathöfn fór fram í Skálholti þ. 7. apríl. Ragnar Lýðsson frá Gýgjarhóli, f. 24.11.1952, lést 31. mars 2018. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju 14. apríl 2018. Jarðsett var í Haukadal. Bjarni Sigurðsson á Geysi, f. 26.4.1935, lést 2. maí 2018. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju 18. maí 2018. Jarðsett var í Haukadal. Guðjón Gunnarsson frá Tjörn f. 17.6.22 lést 24. júní. Útförin fór fram frá Skálholtsdómkirkju 16. júlí 2018, jarðsett var að Torfastöðum. Andlát Frá fundi Skálholtsfélagsins 7. Júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.