Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 48

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 48
48 Litli-Bergþór Geirþrúður Sighvatsdóttir: Skrapp í burtu í hálfa öld Viðtal við Örn Erlendsson og Gígju Friðgeirsdóttur í Lindatungu Það er í blíðviðri á pálmasunnudag þegar ég banka uppá hjá þeim hjónum Erni Erlendssyni og Gígju Friðgeirsdóttur í Lindatungu, til að heyra sögu þeirra. Lindatungu er skipt út úr landi Dalsmynnis hér í Tungunum, og þeir sem muna eftir honum Linda heitnum í Dalsmynni, Erlendi Gíslasyni, föður Arnar, geta getið sér þess til hvernig nafnið á bústaðnum er til komið, - þarna í tungunni milli lindanna, í landi Linda í Dalsmynni. - Bústaðinn ber hátt og þaðan er fagurt útsýni yfir Suðurlandsundirlendið. Andrúmsloftið er notalegt og í hugann koma góðar minningar um heimsókn okkar krakkanna í eldhúsið í Dalsmynni á Hlíðaréttadaginn í gamla daga, eða sem unglingur á leið á fjall í fyrsta sinn, með Linda sem leiðsögumann og sagnaþul. Alltaf glaður, áhugasamur og ræðinn við unglinginn. Þau hjón taka vel á móti mér og Örn dregur fram sérrýstaup meðan ég dáist að útsýninu. Örn, eða Össi, eins og við Hlíðamenn þekkjum hann, er fæddur í Grindavík en uppalinn og á ættir sínar hér í Tungunum. „Ég var sveitastrákur til tvítugs, skrapp þá í burtu í hálfa öld og er kominn heim aftur. Við byggðum þennan bústað og fluttum hingað 2009. Er nokkuð meira um þetta að segja?“, segir Össi og kímir um leið og hann lyftir sérríglasinu! Ég er ekki á því að sleppa honum svo vel og byrja eins og venjulega á því að forvitnast um ættir hans og uppruna. Jú, mamma, Guðrún Guðmundsdóttir var ættuð frá Austurhlíð, fædd á Laug árið 1911. Móðurafi minn, Guðmundur Hjartarson, var elsti sonur og erfðaprins hjónanna í Austurhlíð, þeirra Guðrúnar Magnúsdóttur (kenndum við Bráðræði) og Hjartar Eyvindssonar. Hjörtur Eyvindsson langafi minn var fæddur að Sogni í Ölfusi, ólst upp að hluta til hjá foreldrum sínum á Syðri-Brú í Grímsnesi og að hluta til austur í Rangárvallasýslu. Hann giftist uppeldissystur sinni og bjó með henni á föðurleifð hennar, en missti hana unga. Giftist Lindatunga, Mýrarskógur og Úthlíðarbrúnir í baksýn. Rauðafell og Högnhöfði fjær. Hjónin í borg ástarinnar, Veróna á Ítalíu, á 54. ára brúðkaupsdaginn árið 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.